Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15 Jafntefli hjá Akureyri og Fram í æsispennandi leik - Akureyri Handboltafélag
11. febrúar 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar
Áhorfendur og dómarar í leik Akureyrar og Fram - myndir
Þórir Tryggvason sendi okkur heilmikið af myndum frá leik Akureyrar og Fram á fimmtudaginn þar sem áhorfendur eru í meginhlutverkum auk fánabera og dómara. Það er ekki að spyrja að stuðningsmönnum Akureyrar sem halda uppi stemmingu á öllum leikjum.Smelltu hér til að skoða allar myndirnar.
Skyrdrykkurinn vakti lukku hjá áhorfendum
8. febrúar 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar
MS kynnti KEA skyrdrykk á leik Akureyrar og Fram
Það verður stöðugt meira ævintýri að koma á handboltaleik á Akureyri. Í tengslum við tvíleikinn síðastliðinn fimmtudag voru ekki bara tónleikar með Hvanndalsbræðrum heldur var áhorfendum boðið upp á að gæða sér á skyrdrykk frá Mjólkursamsölunni. Um er að ræða KEA skyrdrykk sem framleiddur er af MS á Akureyri og fæst að sjálfsögðu í verslunum um land allt.
Áhorfendur létu ekki ganga á eftir sér og þáðu KEA skyrdrykkinn með þökkum. og færum við Mjólkursamsölunni bestu þakkir fyrir framtakið.
Voru sumir kannski að smakka KEA skyrdrykkinn í fyrsta sinn?
Áhorfendur alsælir með skyrdrykkinn í hönd á tónleikum með Hvanndalsbræðrum
Bræðurnir stóðu svo sannarlega fyrir sínu
6. febrúar 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar
Hvanndalsbræður fóru á kostum í Höllinni í gær
Það voru snillingarnir í Hvanndalsbræðrum sem gáfu tóninn fyrir leik Akureyrar og Fram í gær. Áhorfendur kunnu svo sannarlega að meta framlag þessara hressu bræðra og er þeim hér með færðar bestu þakkir fyrir framlag þeirra til skemmtunarinnar.
Þórir Tryggvason sendi okkur slatta af myndum frá spilamennsku Hvanndalsbræðra og er hægt að skoða myndirnar hér.
Einnig er rétt að vekja athygli á skemmtilegri heimasíðu Hvanndalsbræðra þar sem hægt er að fylgjast með því sem er efst á baugi hjá þeim.
Hafþór er klár í slaginn í dag
5. febrúar 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar
Leikur dagsins: Akureyri - Fram í beinni textalýsingu
Þá er komið að leikdegi hjá Akureyri Handboltafélagi. Að þessu sinni taka strákarnir á móti Safamýrarpiltunum í Fram og er að vanda leikið í Íþróttahöllinni.
Leikurinn hefst klukkan 19:30 og að sjálfsögðu ætlum við að bjóða stuðningsmönnum sem ekki eiga heimangegnt á leikinn upp á beina lýsingu frá leiknum hér á síðunni og hefst hún rétt fyrir leik.
Það er virkilega auðvelt að fylgjast með leiknum í gegnum Beinu Lýsinguna.
Beina Lýsingin opnast í nýjum glugga sem uppfærist sjálfvirkt á 15 sekúndna fresti. Það er því ekkert mál að fylgjast með. Leikurinn hefst eins og fyrr kom fram klukkan 19:30 og við hvetjum alla til að fylgjast vel með.
Handboltinn tekur á móti liðsmönnum Viggós
3. febrúar 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar
Stórleikir í handboltanum og körfunni á fimmtudaginn
Á fimmtudaginn verður einn stærsti dagurinn í íþróttalífi Akureyringa. Þá hittist þannig á að það er heimaleikur bæði í handboltanum og í körfuboltanum. Það hefur orðið að samkomulagi á milli Akureyrar Handboltafélags og körfuknattleiksdeildar Þórs að gera úr þessu sameiginlega íþróttahátíð sem við köllum Tvíleikur í Höllinni og stendur frá klukkan 17:30 til 21:00.
Körfuknattleikurinn byrjar klukkan 17:30 en þar tekur Þór á móti Grindvíkingum sem eru í öðru sæti Íslandsmótsins. Þetta verður fyrsti heimaleikur hjá nýjum leikmanni Þórs, Daniel Bandy en liðið hefur glímt við mikil meiðsli lykilleikmanna og veitir ekki af öllum hugsanlegum stuðningi í erfiðri stöðu í Iceland Express deildinni.
Klukkan 19:30 hefst svo leikur Akureyrar Handboltafélags gegn Fram í N1-deildinni. Þetta er síðasti leikurinn í annarri umferð mótsins en staða liðanna að honum loknum ræður hvernig heimaleikir og útileikir raðast í þriðju umferð deildarinnar.
Á milli leikjanna verða tónleikar með hinum óviðjafnanlegu Hvanndalsbræðrum og má gera ráð fyrir að þeir spili frá ca. klukkan 18:45 til 19:20.Áhorfendur fá sem sagt tvo leiki á verði eins og frábæra tónleika í kaupbæti þar sem sami miði gildir á báða leikina. Ársmiðahafar og meðlimir stuðningsmannaklúbba fá að sjálfsögðu frítt á báða leikina. Sömuleiðis fá allir handboltaiðkendur hjá KA og Þór svo og iðkendur körfuboltans hjá Þór boðsmiða sem gildir á báða leikina. Boðsmiðunum verður dreift til krakkanna á æfingum í vikunni og jafnframt verða fríar rútuferðir frá Síðuskóla í Höllina. Þjálfarar krakkanna munu kynna fyrirkomulag ferðanna á æfingum.
Að öðru leiti verður allt með hefðbundnu sniði, stuðningsmannaklúbbur körfuboltans (6. maðurinn) verður með sitt hefðbundna kaffi í hálfleik körfuboltans og stuðningsmannaklúbbur Akureyrar Handboltafélags verður með mat fyrir sína meðlimi fyrir handboltaleikinn og kaffiveitingar í hálfleik.
Það er trú okkar að þetta verði hin besta skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Bæði lið eru staðráðin í að leggja allt í sölurnar til að komast á sigurbraut á ný.
Akureyri og Fram mættust á útivelli þann 6. nóvember og þar sýndi Akureyrarliðið allar sínar bestu hliðar og vann góðan sigur á heimamönnum.
Í Fram-liðinu leika tveir Akureyringar en það eru leikstjórnendurnir Halldór Jóhann Sigfússon sem lengst af lék með KA og Guðmundur Freyr Hermannsson sem lék með Akureyrarliðinu fyrsta tímabilið. Þriðji Akureyringurinn í Framliðinu, Magnús Stefánsson frá Fagraskógi varð fyrir því óláni að fingurbrotna í síðasta leik en hann var einmitt nýkominn til leiks á ný eftir brot á sama fingri. Þá er rétt að gefa landsliðsmanninn Rúnari Kárasyni gætur en hann leikur með Fram liðinu en er á leið í þýska boltann eftir tímabilið hér.
Bæði Akureyri og Fram fengu slæma útreið í síðustu umferð og munu því örugglega berjast af fullum krafti á fimmtudaginn því slagurinn um að verða í einu af fjórum efstu sætum deildarinn og þar með að komast í úrslitakeppnina er allsráðandi þessa dagana.