Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15 Tap gegn Val í hörkuspennandi leik - Akureyri Handboltafélag
11. október 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar
Upptaka af leik Vals og Akureyrar komin á vefinn
Eins og kunnugt er var leikur Vals og Akureyrar í beinni útsendingu á sporttv.is síðastliðinn fimmtudag. Nú er hægt að horfa á upptökuna á vef sporttv.is þannig að þeir sem misstu af leiknum geta séð leikinn.
Smelltu hér til að horfa á leikinn.
Nú er kominn tími á útisigur á Hlíðarenda
8. október 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar
Leikur dagsins: Valur - Akureyri sendur út á netinu
Leikur dagsins er gegn bikarmeisturum Vals og fer fram á heimavelli þeirra, Vodafone höllinni klukkan 18:30. Valsmenn eru ávallt erfiðir heim að sækja og hafa varla tapað leik á heimavelli. Í nýbirtri spá var þeim spáð 3. sætinu í deildinni á eftir Haukum og FH en Akureyri 4. sætinu. Nokkrar breytingar hafa orðið á liði Valsmanna frá síðasta tímabili eins og kemur fram í eftirfarandi yfirliti af heimasíðu þeirra:
Báðir markverðir liðsins eru horfnir á braut, Ólafur Haukur hélt til Haugaland í Noregi en Pálmar Pétursson mun spila með FH-ingum þetta tímabilið. Í stað þeirra eru komnir þeir Hlynur Morthens úr Gróttu og Friðrik Sigmarsson úr Vestmannaeyjum. Auk þeirra er Ingvar Guðmundsson markvörður 21 árs landsliðsins einnig enn í Valshópnum.
Hjalti Gylfason er farinn erlendis í nám, Anton Rúnarsson og Hjalti Pálmason munu spila með Gróttu og Heimir Örn Árnason er fluttur á Akureyri og spilar með þeim í vetur. Hins vegar gekk Gunnar Ingi Jóhannsson til liðs við Val frá Stjörnunni, auk þess sem Ernir Hrafn Arnarson kemur aftur á fullt eftir meiðsli.
Óvíst er með þátttöku Sigfúsar Sigurðssonar, en hann er enn að jafna sig af meiðslum. Sama má segja um Baldvin Þorsteinsson, en þó ágætis líkur á að hann nái að vera með liðinu í vetur, sem er mikilvægt enda frábær leikmaður þar á ferð.
Auk ofantalinna leikmanna eru í hópnum línumennirnir Ingvar Árnason, Gunnar Harðarson og Orri Freyr Gíslason. Arnór Þór Gunnarsson mun áfram leika lykilhlutverk hægra megin á vellinum. Sigurður Eggertsson, Fannar Þór Friðgeirsson, Elvar Friðriksson og Sigfús Páll Sigfússon verða lykilmenn í vetur, auk „gömlu“ kempunnar Ólafs Sigurjónssonar sem gæti reynst liðinu mikilvægur. Ungir leikmenn eru einnig að koma upp og styðja við hópinn og ber þar helst að nefna Atla Má Báruson.
Ljóst er að liðið er sterkt á hinum margfræga pappír, en jafnframt hafa töluverðar breytingar orðið og Óskar Bjarni og Heimir Ríkharðsson þurfa líklega að breyta áherslum í varnarleiknum í ljósi þess að Sigfús Sigurðsson, Hjalti Pálmason og Heimir Árnason eru ekki í liðinu.
Þar sem leikurinn er í beinni útsendingu á netinu verðum við ekki með textalýsingu að þessu sinni.
Blóðtaka fyrir Akureyri - Jónatan Magnússon meiddur
Þær slæmu fréttir bárust í dag að Jónatan Magnússon hefði snúið ökkla á æfingu og mun því missa af leiknum gegn Val á morgun. Jonni er búinn að vera tæpur í ökklunum síðasta mánuðinn og sást það greinilega á Ragnarsmótinu á Selfossi að hann gekk ekki heill til skógar. Á æfingu í gær varð Jonni síðan fyrir hnjaski sem gerir það að verkum að hann verður að sleppa Valsleiknum.
Við verðum bara að vona að Jonni komist sem fyrst í leikhæft stand til að taka þátt í baráttunni í upphafi móts.
Það vita allir hvað Jónatan er mikilvægur leikmaður og því verður skarð hans vandfyllt á morgun.
Við hvetjum alla stuðningsmenn Akureyrar að fjölmenna á Hlíðarenda og styðja strákana. Sömuleiðis er ljóst að það er gríðarlegur áhugi á Akureyri að koma á Greifann og fylgjast með leiknum í beinni útsendingu á stórum tjöldum.
Leikurinn hefst klukkan 18:30 og útsendingin fimmtán mínútum fyrr eða klukkan 18:15.
Sporttv.is og Greifinn leggja sitt að mörkum til að skapa handboltastemmingu
6. október 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar
Leikur Vals og Akureyrar í beinni útsendingu á fimmtudag
Liðsmenn sporttv.is hefja aðkomu sína að N1-deildinni með stæl en þeir ætla að sýna stórleik 1. umferðar beint á netinu. Leikurinn hefst klukkan 18:30 á fimmtudaginn og ætlar veitingahúsið Greifinn að sýna leikinn á þrem stórum tjöldum í veislusalnum á annarri hæð.
Í boði er spennandi pakki á afar hóflegu verði: leikurinn ásamt pizzahlaðborði og 0,5 lítra gosglasi á kr 1.200 fyrir 12 ára og eldri, 500 kr fyrir 6-12 ára og frítt fyrir 5 ára og yngri.
Það er því upplagt að mæta á Greifann og slá saman kvöldverðinum og handboltaleiknum í beinni útsendingu.
Að sjálfsögðu verður hægt að tengjast útsendingu þeirra sporttv.is manna héðan af heimasíðunni. En við hvetjum stuðningsmenn Akureyrar til að koma á Greifann og skapa alvöru stemmingu. Með því sýnum við líka sporttv.is þakklæti og stuðning og hvetjum þá til dáða um að sýna sem flesta útileiki Akureyrar Handboltafélags í vetur. Allavega hefur borist sá orðrómur að RUV hyggist ekki sýna einn einasta leik með Akureyri fram að áramótum!