Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15 Akureyri áfram í bikarnum eftir sigur á Aftureldingu - Akureyri Handboltafélag
Leikurinn verður í beinni útsendingu í sjónvarpinu
30. nóvember 2012 - Akureyri handboltafélag skrifar
Útileikur í bikarkeppninni á laugardaginn
Það er stutt á milli leikja hjá strákunum þessa dagana. Eftir tap gegn ÍR á fimmtudaginn liggur leiðin í Mosfellsbæinn á laugardag þar sem þeir mæta heimamönnum í Aftureldingu að Varmá. Bikarleikir eru einfaldlega upp á líf eða dauða þannig að ekkert nema sigur kemur til greina í þeim leik.
Afturelding fór illa með Akureyri hér á heimavelli fyrir einum og hálfum mánuði þar sem okkar menn voru hreinlega lélegir þannig að varla gefst betra tækifæri til að kvitta fyrir þann leik.
Afturelding er einfaldlega með hörkulið og fékk greinilega aukið sjálfstraust við sigurinn hér í Höllinni því til viðbótar við stigin úr þeim leik hafa þeir unnið stórsigur gegn Fram á útivelli og gerðu jafntefli við HK og Val í síðustu tveim umferðum N1-deildarinnar.
Burðarásar í liði Aftureldingar eru menn eins og Örn Ingi Bjarkason, Jóhann Jóhannsson, Sverrir Hermannsson, Hilmar Stefánsson að ógleymdum markverðinum Davíð Svanssyni.
Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV á laugardaginn og hefst klukkan 15:00. Við beinum þeim tilmælum til stuðningsmanna liðsins sem verða staddir á stór-Mosfellssvæðinu að mæta galvaskir til leiksins því eins og áður segir þá er allt undir í þessum leik.