Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15 Slakur fyrri hálfleikur varð Akureyri að falli gegn HK - Akureyri Handboltafélag
Dómarar: Jón Karl Björnsson og Þorleifur Árni Björnsson. Eftirlitsdómari er Kristján Halldórsson
Umfjöllun
Tengdar fréttir
Heimir hefur áður fengist við HK liðið
6. desember 2012 - Akureyri handboltafélag skrifar
Leikur dagsins: Heimaleikur gegn Íslandsmeisturum HK
Þá er komið að síðasta tækifærinu til að sjá Akureyrarliðið á heimavelli á þessu ári. Mótherjarnir eru engir aðrir en Íslandsmeistarar HK og það er til mikils að vinna í dag. Til viðbótar hve baráttan er hörð í deildinni þá er einnig í húfi þátttökuréttur í deildarbikarkeppni efstu fjögurra liða N1 deildarinnar að aflokinni 12. umferð.
Athugið að leikurinn byrjar klukkan 19:15, fimmtán mínútum síðar en vanalega. Heimasíðan verður að sjálfsögðu með beina textalýsingu frá leiknum eins og vanalega.
Glæsileg veisla fyrir handhafa Gullkortsins fyrir leik og í hálfleik Í fyrravetur var tekið upp á þeirri nýbreytni að hafa tvisvar á tímabilinu sérstaklega glæsilega veislu fyrir stuðningsmannaklúbbinn. Nú er einmitt komið að fyrri glæsiveislu vetrarins og rétt að minna handhafa Gullkortanna á að hafa þau meðferðis í dag.
Kennsludiskur í handknattleik forsölutilboð á leiknum Nú er að koma út kennsludiskurinn Frá byrjanda til landsliðsmanns og verður diskurinn kynntur og seldur á sérstöku forsölutilboð á leiknum í dag. Þar verður diskurinn seldur á 2.500 krónur en almennt verð í verslunum verður trúlega um 3.600 krónur.
Glæsilegur vinningur fyrir spámann 11. umferðar Í tilefni af leiknum og útgáfu kennsludisksins Frá byrjanda til landsliðsmanns ætlar heimasíðan að veita spámanni 11. umferðar verðlaun, sem verða einmitt eintak af diskinum. Smelltu hér til að taka þátt í spáleiknum.
Það hafa alltaf verið hörkuleikir þegar HK kemur í Höllina
4. desember 2012 - Akureyri handboltafélag skrifar
Síðasti heimaleikur ársins á fimmtudaginn
Það dregur til tíðinda í N1 deildinni á fimmtudaginn þegar leikin verður 11. umferð N1-deildar karla. Akureyri tekur þá á móti ríkjandi Íslandsmeisturum HK. Sem fyrr þá er harður slagur í deildinni, Haukar langefstir en síðan eru Akureyri, ÍR og FH öll jöfn að stigum í 2. – 4. sæti þar sem Akureyri stendur reyndar best að vígi vegna árangurs í innbyrðis leikjum.
Efstu fjögur liðin í deildinni að lokinni 12. umferð keppa í deildarbikarnum sem fram fer rétt fyrir jólin að þessu sinni og að sjálfsögðu ætlar Akureyri að vera með á því móti. Þess vegna kemur ekkert nema sigur til greina á fimmtudaginn.
HK liðið er óútreiknanlegt, liðið hefur leikið frábærlega, t.d. eina liðið sem hefur tekið stig af Haukum en átt slaka leiki inn á milli. Liðið hefur glímt við nokkur meiðsli en eins og þjálfari þeirra, Kristinn Guðmundsson segir þá skiptir það bara engu máli, þeir sem spila hverju sinni kunna alveg að spila handbolta og verða bara að leggja sig fram.
Með HK leikur í dag fyrrum leikmaður Akureyrar Handboltafélags en það er hægri hornamaðurinn Daníel Einarsson sem lék hér síðastliðin tvö tímabil.
Burðarásar liðsins í vetur eru t.d. hornamaðurinn Bjarki Már Elísson sem er þeirra markahæsti maður með 69 mörk í deildinni. Þá skal nefna skyttuna ungu, Eyþór Magnússon með 32 mörk og skyttuna Atla Karl Bachmann með 29 mörk. Reynsluboltarnir Ólafur Víðir Ólafsson og Vilhelm Gauti Bergsveinsson eru ótrúlega drjúgir fyrir liðið og markverðirnir Arnór Freyr Stefánsson og Björn Ingi Friðjónsson voru frábærir í úrslitakeppninni síðasta vor og lögðu líklega grunninn að meistaratitlinum.
Daníel, Bjarki Már og Eyþór
Atli Karl, Ólafur Víðir og Vilhelm Gauti
Það eru sem sé síðustu forvöð að sjá Akureyrarliðið á heimavelli á þessu ári. Við verðum með sérstaklega glæsilega veislu fyrir handhafa Gullkortsins fyrir leik og í hálfleik.
Þá verður sérstakt forsölutilboð á kennsludiskinum Frá byrjanda til landsliðsmanns þar sem diskurinn verður seldur á 2.500 krónur en almennt verð í verslunum verður trúlega um 3.600 krónur. Sjá sérstaka frétt um diskinn.