Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15
Tap gegn ÍR á lokamínútum leiksins - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2013-14

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla




Tölfræði leiksins 
    ÍR - Akureyri  27-23 (14-13)
Olís deild karla
Austurberg
Lau 28 september 2013 klukkan: 15:45
Dómarar: Svavar Pétursson og Arnar Sigurjónsson
Umfjöllun

Kristján Orri var með sex mörk í leiknum

29. september 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar

Tap gegn ÍR á lokamínútum leiksins

Það var hörkuleikur þegar Akureyri og ÍR mættust í Austurberginu. Fyrri hálfleikur var gríðarlega spennandi, Akureyri hafði frumkvæðið í upphafi og náði nokkrum sinnum tveggja marka forystu, t.d. 4-6. ÍR jafnaði í 7-7 og eftir það munaði aldrei nema einu marki, hálfleiksstaðan 14-13 fyrir ÍR.

ÍR skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks og náði þar með tveggja marka forskoti en í stöðunni 17-15 komu þrjú Akureyrarmök í röð og Akureyri þar með komið yfir 17-18. Jafnræðið hélt áfram en í stöðunni 20-20 komu þrjú ÍR mörk í röð og Akureyrarliðið hreinlega kom boltanum ekki framhjá Kristófer markverði ÍR. Þetta forskot tókst aldrei að vinna upp og með síðasta marki leiksins innsiglaði ÍR fjögurra marka sigur 27-23.

ÍR getur þakkað stórbrotinni markvörslu Kristófers sigurinn og Akureyri á sama hátt nagað sig í handarbökin fyrir að klúðra upplögðum færum til að snúa leiknum sér í hag. Í fyrri hálfleik voru Valþór, Kristján Orri og Þrándur atkvæðamestir í sóknarleiknum en í þeim seinni voru Bjarni og Kristján Orri iðnastir við markaskorunina.
Í markinu átti Jovan flottan fyrri hálfleik en dalaði heldur í þeim seinni. Tomas Olavsson átti fína innkomu í markið í lokin en það dugði ekki til.

Mörk Akureyrar:Kristján Orri Jóhannsson 6, Valþór Guðrúnarson 6 (2 úr vítum), Bjarni Fritzson 4, Þrándur Gíslason 4, Sigþór Árni Heimisson 2 og Gunnar Malmquist 1.
Jovan Kukobat varði 14 skot þar af eitt vítakast og Tomas Olavsson varði 3 skot.

Mörk ÍR: Björgvin Hólmgeirsson 9, Sturla Ásgeirsson 6, Arnar Birkir Hálfdánsson 5, Jón Heiðar Gunnarsson 4, Sigurjón Björnsson 2, Guðni Kristinsson 1.
Í markinu varði Kristófer Fannar 21 skot.

Tengdar fréttir

Bjarni Fritzson sagði Björgvin helvíti erfiðan viðureignar

29. september 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar

Viðtöl eftir leik ÍR og Akureyrar

Ívar Benediktsson, blaðamaður Morgunblaðsins var mættur í Austurbergið í gær og tók þar viðtöl við Heimi Örn Árnason, þjálfara Akureyrar svo og Kristófer Fannar Guðmundsson, markvörð og hetju ÍR-inga. Viðtöl Ívars má sjá hér að neðan:

Heimir Örn: Mjög vonsvikinn

„Ég er mjög vonsvikinn,“ sagði Heimir Örn Árnason, annar þjálfari Akureyrar, eftir fjögurra marka tap, 27:23, fyrir ÍR í Olís-deildinni í handknattleik karla í Austurbergi í dag.
„Við vorum yfir, 19:18, þegar 10 til 15 mínútur voru til leiksloka. Þá fengum við nokkur góð marktækifæri en tókst ekki að skora. Í staðinn fengum við á okkur léleg mörk.
Síðan létum við markvörð ÍR verja alltof mikið. Mörg skota minna manna voru slök. Þeir voru ekki sjálfum sér líkir. Þess utan vorum við í vandræðum með Björgvin Hólmgeirsson er í flottu formi, betra en í fyrra,“ sagði Heimir Örn Árnason sem nú hefur lagt skóna á hilluna og alfarið tekið við stjórn liðsins frá hliðarlínunni
Nánar er rætt við Heimir á meðfylgjandi myndskeiði og m.a. um það hvernig er að fylgjast með leiknum frá hliðarlínunni.

Kristófer: Þá small vörnin

Kristófer Fannar Guðmundsson, markvörður ÍR, fór á kostum á lokakafla leiksins við Akureyri í Olísdeildinni í handknattleik í Austurbergi í dag. Hann skellti nánast í lás á lokakaflanum og lagði grunn að því forskoti sem ÍR-liðið náði og hélt til leiksloka.
„Við náðum loksins að leika eins og lagt var upp með þegar kom fram í síðari hálfleik. Þá small vörnina og ég náði nokkrum skotum,“ sagði Kristófer Fannar sem varði 21 skot, þar af 10 skot síðasta stundarfjórðung leiksins.



Blaðamaður Sport.is var sömuleiðis mættur í Austurbergið og ræddi við Bjarna Fritzson og Björgvin Hólmgeirsson eftir leikinn.

Bjarni Fritzson: Bjöggi erfiður

Björgvin: Fannst Kristófer bestur



Þeir sem heima sitja geta fylgst með leiknum á RÚV

28. september 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar

Leikur dagsins: ÍR – Akureyri í beinni á RÚV




Það má búast við hörkuleik þegar Akureyri fer í heimsókn til ÍR-inga í Austurbergið. ÍR kom af krafti til leiks í úrvalsdeildinni í fyrravetur og fór í fjögurra liða úrslitin auk þess að hampa bikarmeistaratitlinum. Árið áður sigraði ÍR 1. deildina og styrkti leikmannahópinn svo um munaði fyrir baráttuna í fyrra.

ÍR-ingar ætla sér enn stærri hluti í vetur og halda flestum sínum leikmönnum en hafa heldur betur bætt í hópinn. Af nýjum leikmönnum í ár má nefna markvörðinn Arnór Frey Stefánsson, sem hefur leikið með HK undanfarin ár. Kristinn Björgúlfsson sneri heim eftir að hafa leikið erlendis undanfarin ár. Þá hafa ÍR-ingar fengið til sín Arnar Birki Hálfdánarson sem kom frá FH en hefur þrátt fyrir ungan aldur gert garðinn frægan með liði Fram.

Línumaðurinn Halldór Logi Árnason er hins vegar kominn aftur heim, í raðir Akureyrar og skyttan Jónatan Vignisson gekk í raðir Víkinga. Þá er Akureyringurinn og hornamaðurinn Ólafur Sigurgeirsson hættur svo og Hermann Marinósson.

Fyrir eru síðan kapparnir sem báru liðið uppi síðasta tímabil eins og Björgvin Hólmgeirsson, Sturla Ásgeirsson, Jón Heiðar Gunnarsson og Ingimundur Ingimundarson svo fáir séu nefndir.

Gengi ÍR-inga í fyrstu umferð deildarinnar varð þeim vonbrigði þar sem ÍR tapaði illa fyrir Vestmannaeyingum og næsta víst að þeir ætli sér að sýna að sá leikur var slys.

Akureyrarliðið ætlar sér síðan klárlega að fylgja eftir góðum sigri á Fram í upphafi mótsins þannig að það er fullljóst að áhorfendur fá fullt fyrir peninginn að þessu sinni.

Við hvetjum alla stuðningsmenn Akureyrar á höfuðborgarsvæðinu til að fjölmenna á leikinn og láta duglega í sér heyra en ÍR-ingar héldu uppi flottri stemmingu á heimaleikjum sínum síðasta vetur.

Rétt er að benda á að leikurinn verður í beinni útsendinu á RÚV og hefst klukkan 15:45 á laugardaginn.

Til baka    Senda á Facebook

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson