Tölfræði leiksins
ÍBV - Akureyri 27-22 (10-8) Olís deild karla Vestmannaeyjar Lau 22. febrúar 2014 klukkan: 13:30 Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson
Umfjöllun Sissi og Bjarni voru drjúgir í Eyjum24. febrúar 2014 - Akureyri handboltafélag skrifarAkureyringar fóru stigalausir frá Eyjum ÍBV endurtók leikinn frá síðustu helgi með því að vinna Akureyri í Eyjum, að þessu sinni með fimm mörkum, 27-22. Leikurinn þróaðist með svipuðum hætti og fyrir viku, Akureyri yfir strax í byrjun með góðum sóknarleik og ennþá betri varnarleik sem virtist illviðráðanlegur fyrir Eyjamenn. Eftir að Akureyri hafði komist í 4-6 misstu þeir tvo menn útaf og tveimur fleiri gengu heimamenn á lagið og skoruðu næstu fimm mörk leiksins. Í hálfleik var tveggja marka munur. 10-8 fyrir heimamenn en Akureyrarliði kom sterkt til baka og jafnaði leikinn í 16-16 með góðum leikkafla. Í kjölfarið missti liðið menn af velli og Vestmanneyingar refsuðu grimmt og náðu í kjölfarið mest sex marka forskoti 24-18 sem þér létu ekki af hendi. Bergvin Gíslason minnkaði muninn í fimm mörk með sirkusmarki á lokasekúndunum, lokastaðan 27-22. Heimir Örn Árnason var ekki í leikmannahópnum í dag vegna eymsla nára en Hreinn Þór Hauksson kom inn í hópinn, þrátt fyri nefbrot í seinni FH leiknum og sömuleiðis kom Bergvin Þór Gíslason inn en eins og menn muna þá meiddist Bergvin á öxl í leiknum gegn Val. Það var margt jákvætt í leiknum í dag, Sigþór Árni Heimisson átti skínandi leik í sókninni, sennilega einn sinn besta með liðinu og Bjarni Fritzson var góður líka. Það sem helst skildi á milli liðanna var markvarslan en markverðir Akureyrar náðu sér ekki á strik, með 8 varða bolta á móti 18 hjá markverði Eyjamanna.Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 7 (2 úr vítum), Þrándur Gíslason 4, Sigþór Heimisson 3, Gunnar Þórsson 2, Kristján Orri Jóhannsson 2, , Bergvin Þór Gíslason 1, Halldór Logi Árnason 1, Hreinn Þór Hauksson 1 og Valþór Guðrúnarson 1. Í markinu varði Jovan 7 skot og Tomas 1.Mörk ÍBV: Róbert Aron Hostert 9,Guðni Ingvarsson 5, Grétar Þór Eyþórsson 4, Agnar Smári Jónsson 3, Theodór Sigurbjörnsson 3 (1 úr víti), Magnús Stefánsson 2 og Andri Heimir Friðriksson 1. Í markinu varði Kolbeinn Aron Ingibjargarson 18 skot. Næsti leikur Akureyrar er á heimavelli gegn ÍR, fimmtudaginn 6. mars og þarf ekki að hafa mörg orð um mikilvægi þess leiks.
Tengdar fréttir Það er ekki amalegt að koma til Vestmannaeyja20. febrúar 2014 - Akureyri handboltafélag skrifarAkureyri mætir ÍBV aftur á laugardaginn, í Eyjum Þriðji hluti Olís-deildar karla hefst í dag með þremur leikjum, Akureyri hefur þennan hluta með útileik gegn ÍBV en sá leikur verður á laugardaginn og hefst klukkan 13:30. Liðin mættust í Eyjum síðasta sunnudag í hörkuleik þannig að búast má við að sama barátta verði uppi á laugardaginn. Í þessum lokahluta deildarinnar fær Akureyri þrjá heimaleiki en fjóra útileiki og er leikjaplanið í umferðinni sem hér segir:Leikur Dagur Klukkan Keppnisstaður ÍBV - Akureyri Lau 22. febrúar 2014 13:30 Vestmannaeyjar Akureyri - ÍR Fim 6. mars 2014 19:00 Íþróttahöllin Fram - Akureyri Fim 13. mars 2014 18:00 Framhús Akureyri - Valur Fim 20. mars 2014 19:00 Íþróttahöllin FH - Akureyri Fim 27. mars 2014 18:00 Kaplakriki Haukar - Akureyri Fim 10. apríl 2014 19:30 Schenkerhöllin Akureyri - HK Mán 14. apríl 2014 19:30 Íþróttahöllin
Til baka Senda á Facebook