Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15 Frábær síðari hálfleikur kaffærði Víkinga - Akureyri Handboltafélag
Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Ólafur Pétursson
Umfjöllun
Tengdar fréttir
Ánægðir Akureyringar í viðtölum
5. október 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar
Viðtöl eftir sigurinn á Víkingum
Nokkur viðtöl hafa litið dagsins ljós eftir leik Víkings og Akureyrar í gær og drögum við þau saman hér á eftir. Byrjum á viðtölum af mbl.is þar sem Andri Yrkill Valsson ræðir við Ingimund Ingimundarson og Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfara Víkinga:
Ingimundur: Ansi góður sunnudagsbíltúr
„Þetta eru bara tveir leikir, en við erum að færa okkur í rétta átt og þegar kemur meira sjálfstraust í menn þá ganga hlutirnir betur,“ sagði reynsluboltinn Ingimundur Ingimundarson hjá Akureyri í samtali við mbl.is eftir stórsigur á Víkingi, 30:21, í Olís-deild karla í handknattleik í dag.
Akureyri vann sinn fyrsta leik í síðustu umferð, en fyrir leikinn í dag voru bæði lið aðeins með einn sigur á bakinu og hafa eflaust hugsað sér gott til glóðarinnar að ná öðrum gegn liði í sama pakka. „Við förum í alla leiki til þess að vinna þá, sama hvaða lið um er að ræða enda eru alltaf tvö stig í pottinum og það þarf að safna þeim. En þetta er gott skref í rétta átt þó við höfum verið þungir í fyrri hálfleik, en vorum þéttir í seinni hálfleik þar sem flæðið var mun betra,“ sagði Diddi, en taka má undir það.
Liðið var einu marki yfir í hálfleik en fór að lokum með níu marka mun. Eitthvað sem gefur aukið sjálfstraust. „Já vonandi og við ætlum svo sannarlega að bæta við fleiri sigrum. Við erum að byggja á okkar vörn og markvörslu og strákarnir sem eru að fá stærra hlutverk í ár eru hægt og rólega að koma sterkari inn í þetta,“ sagði Diddi, en mikil samskipti voru á milli bekkjanna í leikjum þar sem dómgæslan virtist þvælast fyrir mönnum. „Við vorum ekki að rífast, allavega ekki ég. Kannski voru aðrir að rífast í Gústa [þjálfara Víkings], en ég held það sé ekki hægt að kenna dómgæslunni um þó það hafi verið hart tekist á. Menn eru oft æstir í smá tíma og sjá svo að sér,“ sagði Diddi.
Ingimundur í sigurleiknum gegn Fram á dögunum
Við skulum bara kalla þetta heimferð Sem fyrr segir var þetta annar sigur Akureyrar í röð og minntist blaðamaður á það að eflaust yrði rútuferðin nú bærilegri aftur norður þegar hlutirnir eru farnir að líta betur út. „Ef það væri rútuferð, það væri æðislegt. Og enn betra ef það væri flug, en við skulum bara kalla þetta heimferð. Ég gef ekkert meira upp,“ sagði Diddi og hló, en hafði vakið forvitni blaðamanns sem gekk frekar á hann um fararmáta Akureyringa. „Við förum allavega heim á fjórum hjólum, þú mátt túlka það eins og þú vilt. En nei, við erum á fólksbílum frá traustum stuðningsaðilum fyrir norðan. Þetta er ansi góður sunnudagsbíltúr,“ sagði Diddi og hló í samtali við mbl.is.
Andri Yrkill ræddi einnig við Ágúst, þjálfara Víkinga sem var ekki alveg sáttur með sitt lið:
Ágúst: Dómgæslan var bara í þeirra anda
Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkinga, var óhress með frammistöðu sinna manna eftir stórtap gegn Akureyri, 30:21, í Olís-deild karla í handknattleik í dag. Ágúst lét fjölmiðla bíða lengi eftir viðtali þar sem hann var að tala við sína menn í klefanum. „Við fórum fyrir þetta í rólegheitum, við þurfum að sýna betri frammistöðu en þetta til að ná í stig í þessari deild, það er ljóst. Við vorum slakir í vörninni í dag sem hefur verið okkar helsti styrkur. Svo þurfum við að klára sóknirnar betur. Við fáum klaufalega og sérstakar brottvísanir sem er dýrt gegn liði eins og Akureyri. Svo er Hreiðar að verja algjörlega eins og brjálæðingur í markinu hjá þeim.
Við vissum að þetta yrði erfiður og strembinn vetur en við eigum að geta gert betur en við sýndum í dag,“ sagði Ágúst, en athygli vakti hversu harðorður hann var í garð dómara leiksins á meðan honum stóð. „Ég var sallarólegur í fyrri hálfleik en ég veit ekki hvað við fengum margar brottvísanir í seinni hálfleik og það er erfitt. Ég á eftir að skoða leikinn aftur en mér fannst margar brottvísanir mjög sérstakar. En það er best að segja bara sem minnst. Við vorum það slakir að það er lítið um þeirra þátt að segja, en dómgæslan var bara í þeirra anda,“ sagði Ágúst Jóhannsson og lesa má þar á milli línanna.
Á Visir.is eru viðtöl Stefáns Árna Pálssonar við Sverre Andreas Jakobsson og fyrrnefndan Ágúst, báðum viðtölum fylgja vídeó:
Sverre: Höfum bætt okkur mikið
„Þetta var svakalega mikilvægur sigur,“ segir Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, eftir leikinn. „Við áttum í smá vandræðum í fyrri hálfleiknum og fórum vel í gegnum það í hálfleiknum. Því vissum við nákvæmlega hvað þurfti að laga.“
Sverre segist vera gríðarlega stoltur af sínu liði og sérstaklega hvað leikmennirnir hafa lagt á sig síðustu dag. Þetta var annar sigurleikurinn í röð hjá norðanmönnum. „Við gerðum strax fimm mörk í upphafi síðari hálfleiks og það létti mjög mikið af spennunni hjá leikmönnum liðsins. Svo sigldum við þessu bara heim rólega.“
Hann segir að liðið hafi bætt sig mikið að undanförnu en það sé ennþá töluvert í land og menn þurfi að halda áfram að bæta sinn leik.
Ágúst: Við þurfum miklu betri frammistöðu frá öllum
„Við þurfum betri frammistöðu en þetta til þess að ná í punkta í þessari deild,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, eftir leikinn.
„Við lendum mikið einum færri í þessum leik og fáum á okkur klaufalega útafrekstra í leiknum. Það er rosalega dýrt á móti svona liði eins og Akureyri. Svo erum við bara að klikka á dauðafærum. Ég held að við höfum misnotað ellefu dauðafæri í síðari hálfleiknum, sem er auðvitað hrikalega dýrt.“
Ágúst var oft á tíðum mjög svekktur með dómarapar leiksins í dag, þá Arnar og Svavar. „Við vorum mjög slakir og það er kannski lítið hægt að tala um þeirra þátt, þetta var bara í þeirra anda.“
Á handboltavefnum fimmeinn.is eru vídeóviðtöl Lúthers Gestssonar við Akureyringana Heiðar Þór Aðalsteinsson og Sigþór Árna Heimisson. Auk þess er þar birt sama vídeóviðtalið við Ágúst, þjálfara Víkinga, sem birtist á Vísi:
Heiðar Þór: Víkingar sögðu að við værum lélegri en þeir
Heiðar Þór Aðalsteinsson hornamaður Akureyrar var að vonum kátur með annan sigur liðsins í röð en hann sagði orð Víkinga hafi kveikt í liðinu fyrir þennan leik. Þar hafi menn víst rætt að Akureyringar væru þeir einu sem væri lélegri en þeir sjálfir og því hefðu þeir vilja sýna þeim það á heimavelli þeirra að það væri ekki rétt. Annars sagði hann að varnarleikur liðsins ásamt markvörslu hefði skapað þetta í byrjun og aðspurður um hvað væri að breytast í sóknarleik liðsins sagði hann að menn væri einfaldlega farnir að gera þetta meira sem lið og þeir hafi vitað að þetta myndi koma, engin krísa hefði verið farin af stað.
Sigþór: Menn innan liðsins að halda mér rólegum
Leikstjórnandi Akureyrar Sigþór Árni Heimisson var sáttur með að hafa sigrað Víkinga og sagði liðið væri komið á beinu brautina. Aðspurður um hvað hefði breyst í leik liðsins sóknarlega sagði hann að meðal annars væru ákvarðanatökurnar mun betri og leikmenn liðsins hefðu farið vel yfir málin, upp frá því fóru menn að gera þetta saman en ekki í sitthvoru horni. Menn væru að losa betur og á betri tíma. Hann sagði liðið væri ekki búið til af einum stórum einstaklingum heldur væri þetta gert sem lið í dag. Sigþór sagðist sjálfur vera farin að spila betur eftir að hafa verið meiddur aftan í læri.
3. október 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar
Útileikur gegn Víkingum á sunnudaginn
Akureyri mætir Víkingum á sunnudaginn í Víkinni. Leikurinn er liður í 7. umferð Olísdeildarinnar og hefst klukkan 16:00. Eftir flottan sigur á Fram í síðasta leik er mikilvægt að fylgja þeim leik eftir og sækja stig á útivöllinn.
Í leikmannahópi Víkinga er Arnór Þorri Þorsteinsson fyrrum leikmaður Akureyrar sem gekk í raðir Víkinga í sumar.
Arnór Þorri í leik með Akureyri gegn Haukum
Víkingar komu upp í úrvalsdeild í sumar eftir að hafa leikið í 1. deild síðan 2009. Þjálfari Víkinga er Ágúst Þór Jóhannsson sem einnig er þjálfari íslenska kvennalandsliðsins.
Í tilefni leiksins á sunnudaginn rifjum við hér upp sjónvarpsleik liðanna frá 18. október 2008. Akureyri vann þarna góðan sigur 23-28 þar sem Andri Snær Stefánsson var markahæstur í liði Akureyrar með 8 mörk (6 úr vítum), Heiðar Þór Aðalsteinsson, Oddur Gretarsson og Jónatan Þór Magnússon skoruðu allir 4 mörk. Í markinu varði Hafþór Einarsson vel og var með 20 skot varin.