Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfrćđi  -  Höllin  -  Lagiđ  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Farsímaútgáfa - Senda skilabođ - Vefur KA - Vefur Ţór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabiliđ 2010-11

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla
Ljósmyndir frá leiknum     Tölfrćđi leiksins 
    FH - Akureyri  28-24 (13-11)
Úrslit N1 deildar karla
Kaplakriki
Miđ 4. maí 2011 klukkan: 19:30
Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Eftirlitsdómari: Kjartan Steinbach
Umfjöllun

Sveinbjörn og Heimir ţurftu ađ játa sig sigrađa í gćr

5. maí 2011 - Akureyri handboltafélag skrifar

FH Íslandsmeistari eftir sigur á Akureyri í leik 4

Akureyri Handboltafélag tapađi í gćr fyrir FH í Kaplakrika 28-24. FH tryggđi sér međ sigrinum Íslandsmeistaratitilinn međ ţví ađ sigra Akureyri 3-1 samanlagt í leikjunum 4 sem spilađir voru. Akureyri Handboltafélagiđ óskar FH ađ sjálfsögđu til hamingju međ titilinn, en barátta liđanna um titilinn var frábćr áhorfs og er klárlega lyftistöng fyrir íslensku deildina.

Vissulega leiđinlegt ađ tímabiliđ skuli hafa endađ međ tapi en ţegar litiđ er yfir tímabiliđ í heild sinni sést ađ liđiđ stóđ sig frábćrlega. Besti árangur Akureyrar Handboltafélags stađreynd, fyrsti titillinn kom í hús ţegar liđiđ tryggđi sér Deildarmeistaratitilinn, en ţá má ekki gleyma ţví ađ liđiđ lék til úrslita í öllum keppnum vetrarins, ţađ er ađ segja í Deildarbikarnum ţar sem liđiđ ţurfti ađ játa sig sigrađ gegn FH. Ţá komst liđiđ í úrslitaleik Bikarkeppninnar sem er ađ margra mati stćrsti leikur tímabilsins en ţví miđur sigruđu Valsmenn ţann leik.

Ţađ liggur í augum uppi ađ ţetta tímabil var magnađ og menn hljóta ađ mćta enn grimmari til leiks og reynslunni ríkari á nćsta tímabili. Atli Hilmarsson er ađ vinna frábćra vinnu međ liđiđ og mun halda áfram sem er gríđarlega jákvćtt.

Ţá má ekki gleyma ţví ađ í bćđi skiptin sem KA varđ Íslandsmeistari í handbolta ţá ţurfti liđiđ ađ upplifa tap í úrslitarimmu áriđ áđur ţannig ađ viđ trúum ţví bara og treystum ađ Akureyri Handboltafélag klári dćmiđ eftir eitt ár!

Viđ endum ţetta svo á umfjöllun Vikudags um leikinn í gćr:

Stórleikur Sveinbjörns dugđi ekki til - FH Íslandsmeistari
FH er Íslandsmeistari í handbolta karla eftir fjögurra marka sigur á Akureyri í fjórđa leik liđanna í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur, 28:24 en FH vann einvígiđ 3:1. Ólafur Guđmundsson gerđi gćfumuninn fyrir FH í kvöld í sóknarleiknum međ 8 mörk og Daníel Freyr Andrésson átti góđa innkomu mark heimamanna. Markvörđurinn Sveinbjörn Pétursson var hins vegar mađur leiksins hjá Akureyri međ 20 skot varin í leiknum, ţar af 15 í fyrri hálfleik.

Akureyri náđi hins vegar ekki ađ nýta sér stórleik Sveinbjörns í markinu og FH-ingar fögnuđu sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í 19 ár og eru einfaldlega besta liđ landsins í dag.

Fyrri hálfleikurinn var hníjafn en FH-ingar voru ţó ávallt skrefinu á undan. FH skorađi fyrstu tvö mörkin en forystan var aldrei meiri en tvö mörk. Ţađ var einum manni ađ ţakka, Sveinbirni Péturssyni markverđi Akureyrar, sem átti hreint út sagt magnađan fyrri hálfleik og varđi 15 skot og hélt Akureyringum á floti.

Akureyri komst yfir í stöđunni 8:7 um miđjan hálfleikinn en FH komst yfir ađ nýju 11:8. FH-ingar áttu betri endasprett og náđu ţriggja marka forystu ţegar skammt var til leikhlés, ţar sem Ólafur Guđmundsson var í miklu ham en hann skorađi 5 mörk í fyrri hálfleik og dró vagninn í sóknarleik heimamanna.

Varnarleikur beggja liđa var góđur en Akureyringar lentu í miklum brottrekstra vandrćđum og viđ ţađ opnađist vörn gestanna.

Stađan í hálfleik, 13:11, FH í vil.

FH komst ţremur mörkum yfir snemma í fyrri hálfleik, 15:12, en Akureyringar hleyptu ţeim ekki of langt fram úr sér og jöfnuđu metin í 17:17 ţegar tíu mínútur voru liđnar af seinni hálfleik og allt í járnum.

FH náđi ţriggja marka forystu á ný í stöđunni, 21:18, en ţá komu ţrjú mörk í röđ hjá Akureyri sem jafnađi í 21:21 ţegar níu mínútur voru eftir og nćstu mínútur stál í stál. Heimir Örn Árnason tók sóknarleik Akureyrar í sínar hendur en hann skorađi fimm mörk í leiknum, öll í seinni hálfleik, og skorađi góđ mörk á mikilvćgum augnablikum.

Atli Rúnar Steinţórsson skorađi tvö mörk í röđ fyrir FH ţegar skammt var eftir og stađan 25:23. Daníel Einarsson fékk tćkifćri á ađ minnka muninn í eitt mark ţegar ein hálf mínúta var eftir en Daníel Freyr varđi í markinu og Ólafur Gústafsson kom FH í ţriggja marka forystu, 26:23, og stađan vćnleg fyrir heimamenn.

FH-ingar létu ekki forystuna af hendi og Ásbjörn Friđriksson skorađi síđasta mark leiksins og fjögurra marka sigur FH í höfn.

Lokatölur, 28:24.

Mörk Akureyrar: Guđmundur Hólmar Helgason 8, Heimir Örn Árnason 5, Bjarni Fritzson 4, Oddur Gretarsson 4 (1 úr víti), Daníel Einarsson 1, Hreinn Ţór Hauksson 1, Hörđur Fannar Sigţórsson 1.

Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20. Mörk FH: Ólafur Guđmundsson 8, Ásbjörn Friđriksson 7 (2 úr víti), Baldvin Ţorsteinsson 4, Atli Rúnar Steinţórsson 4, Ólafur Gústafsson 3, Halldór Guđjónsson 1, Örn Ingi Bjarkarson 1.

Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 11, Pálmar Pétursson 6.

Tengdar fréttir

Akureyringar eru stađráđnir í ađ fá fimmta leikinn í Höllina

4. maí 2011 - Akureyri handboltafélag skrifar

Leikur 4: FH – Akureyri í Kaplakrika kl. 19:30

Ţađ verđur ekkert gefiđ eftir ţegar Akureyri mćtir til leiks í Kaplakrikanum í kvöld klukkan 19:30. Strákarnir eru stađráđnir í ađ jafna einvígiđ.

Viđ hvetjum alla stuđningsmenn sem hafa nokkur tök á ađ fjölmenna á leikinn og styđja strákana til sigurs í leiknum. Ţeir sem ekki eiga tök á ţví ađ vera á leiknum geta glađst yfir ţví ađ RÚV mun sýna leikinn í beinni útsendingu.

FH ingar ćtla ađ sýna allar sýnar bestu hliđar viđ undirbúning leiksins og reikna međ ađsóknarmeti í Krikanum. Ţeir hafa úthlutađ stuđningsmönnum Akureyrar sérstakt svćđi í stúkunni og samkvćmt upplýsingum frá ţeim eiga Akureyrarstuđningsmenn ađ ganga til sćta vinstra megin ţegar gengiđ er í salinn.

Miđasala á leikinn hefst klukkan 17:00 og sérstök upphitun hefst klukkan 18:00. Auglýst verđ á leikinn í Krikanum er kr. 1.500 en frítt fyrir 15 ára og yngri. Auk ţess verđa grillađir hamborgarar í bođi fyrir leikinn.


Áhugasamir ţurfa ađ taka ákvörđun fljótt ef ţeir ćtla ađ fara

3. maí 2011 - Akureyri handboltafélag skrifar

Sćtaferđ í bođi á leik FH og Akureyrar á miđvikudag

Óskir hafa komiđ fram um ađ bođiđ verđi upp á sćtaferđ á leik Akureyrar og FH sem verđur í Kaplakrikanum á morgun miđvikudag klukkan 19:30. Okkur býđst far međ SBA á sérlegum kostakjörum, 4.000 krónur fram og til baka (sem eru sömu kjör og á bikarúrslitaleikinn) ef ađ lágmarki 20 manns fara.

Nú ţurfa menn ţví ađ hafa snör handtök og láta vita ef ţeir vilja ţiggja ţetta kostabođ. Ţátttaka tilkynnist til Bjarna Stefánssonar í síma 868 0865. Ţađ er mikilvćgt ađ menn láti hann vita fyrir klukkan 20:00 í kvöld til ađ hćgt sé ađ ganga endanlega frá ferđaplaninu.


Til baka    Senda á Facebook

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson