Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15
Akureyri með sannfærandi sigur á HK - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2014-15

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla




Ljósmyndir frá leiknum     Textalýsing frá leiknum     Tölfræði leiksins 
    Akureyri - HK  23-18 (13-5)
Olís deild karla
Íþróttahöllin
Fim 13. nóvember 2014 klukkan: 19:00
Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson
Umfjöllun

Ingimundur, Brynjar og Tomas voru frábærir í kvöld





13. nóvember 2014 - Akureyri handboltafélag skrifar

Akureyri með sannfærandi sigur á HK

Það var veislustemming í stuðningsmannaherberginu fyrir leik þar sem í boði var sannkallaður veislumatur, hamborgarhryggur með dýrindis meðlæti. Varð ýmsum á orði að jólastemming svifi yfir vötnum eftir hangikjötsveisluna fyrir síðasta leik.

Veislan hélt síðan áfram inni á vellinum, Atli Hilmarsson var reynar í ákveðnum vanda með að stilla upp liði þar sem nokkrir leikmenn eru ekki alveg heilir eftir Aftureldingarleikinn og Elías Már þar að auki í leikbanni. Sigþór Árni Heimisson harkaði af sér og byrjaði sem leikstjórnandi og Ingimundur tók stöðu Elíasar í hægri skyttunni.

Það var ljóst strax í byrjun að Akureyrarliðið var miklu mun sterkara en lið gestanna. Ingimundur fór á kostum og skoraði þrjú af fyrstu fimm mörkum liðsins auk þess að spila frábæra vörn. Á bak við vörnina átti Tomas stórleik þannig að gestirnir voru ekki öfundsverðir.
Þegar tólf mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var staðan 8-5 fyrir Akureyri og það sem eftir lifði hálfleiksins skoraði HK ekki mark meðan Akureyri bætti við fimm mörkum og leiddi örugglega í hálfleik, 13-5. Það að fá einungis á sig 5 mörk í hálfleiknum segir allt um frábæra vörn og markvörslu.


Það var létt yfri mönnum enda lék liðið frábæran fyrri hálfleik

Akureyri herti tökin enn frekar í seinni hálfleik og varð munurinn mestur tíu mörk í stöðunni 22-12 þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum og sigur heimamanna í höfn. Þessar síðustu tíu mínútur leiksins misstu menn aðeins einbeitinguna og HK menn gengu á lagið og náðu að laga stöðuna þannig að lokatölur urður fimm marka sigur, 23-18.

Í seinni hálfleik kom Brynjar Hólm Grétarsson inná í skyttuna og sýndi heldur betur hvað í hann er spunnið en hann skoraði fimm mörk í hálfleiknum, flest með dúndurskotum. Það hjálpaði HK liðinu nokkuð undir lok leiksins að Akureyri lék langtímum færri, meira að segja tveimur færri um skeið en heimamenn voru reknir fimm sinnum útaf í seinni hálfleik, þar af komu fjórar brottvísanir á síðustu tólf mínútum leiksins.


Það var þétt setið í stúkunni og flott stemming í húsinu

Tomas hélt áfram frábærri markvörslu og varði meðal annars bæði vítin sem HK fékk í leiknum. Undir lokin fékk Tomas skiptingu og Bjarki Símonarson stóð í markinu undir lokin.

Mörk Akureyrar: Brynjar Hólm Grétarsson 5, Kristján Orri Jóhannsson 5 (3 úr vítum), Ingimundur Ingimundarson 4, Heiðar Þór Aðalsteinsson, Sigþór Árni Heimisson og Þrándur Gíslason2 hver , Bergvin Þór Gíslason, Daníel Örn Einarsson og Halldór Logi Árnason 1 mark hver
Í markinu varði Tomas Olason 23 skot og þar af 2 vítaköst en Bjarki Símonarson varði eitt skot þann tíma sem hann lék.

Mörk HK: Þorgrímur Smári Ólafsson 7, Garðar Svansson 4, Daði Laxdal Gautason 3, Leó Snær Pétursson 2, Björn Þ. Björnsson og Tryggvi Þór Tryggvason 1 mark.
Í markinu varði Lárus Helgi Ólafsson 12 skot.

Ingimundur Ingimundarson var valinn maður Akureyrarliðsins en Þorgrímur Smári Ólafsson var valinn maður HK liðsins.


Ingimundur var magnaður í leiknum og uppskar titilinn maður Akureyrarliðsins

Það er svo stutt í næsta leik en á mánudagskvöldið verður hörkuleikur þegar Haukar koma norður og hefst sá leikur í Íþróttahöllinni klukkan 19:00 á mánudaginn.

Tengdar fréttir

HK hafa heldur betur sótt í sig veðrið

13. nóvember 2014 - Akureyri handboltafélag skrifar

Leikur dagsins: Akureyri - HK

Í dag, fimmtudag er komið að heimaleik Akureyrar gegn HK, lærisveinum Bjarka Sigurðssonar. Þetta er leikur í 10. umferð Olís deildarinnar og hefst þar með annar hluti deildarinnar. Liðin mættust í Kópavogi í 1. umferðinni og þar fór Akureyri með fjögurra marka sigur 21-25.

Margir höfðu ekki trú á að lið HK myndi gera miklar rósir í vetur en þeir hafa heldur betur bitið frá sér, unnu fyrst Fram og fyrir stuttu síðan vann HK topplið Aftureldingar á útivelli og sýndi þar að það býr heilmikið í liðinu og enginn skyldi gefa sér fyrirfram sigur gegn þeim.


Bjarki Sigurðsson þjálfari HK. Mynd fimmeinn.is

Lykilmenn HK það sem af er hafa verið Þorgrímur Smári Ólafsson með 38 mörk, Leó Snær Pétursson 31 mark, Andri Þór Helgason 30, Garðar Svansson 26, Óðinn Þór Ríkharðsson 25 og Guðni Már Kristinsson 24 mörk.

HK menn urðu fyrir áfalli í leiknum gegn Aftureldinu þegar Óðinn Þór Ríkharðsson meiddist og allar líkur á að hann verði frá keppni um töluverðan tíma.

Akureyrarliðið verður án Elíasar Más Halldórssonar í leiknum þar sem hann tekur út leikbann. Nokkrir leikmenn liðsins urðu fyrir hnjaski í síðasta leik en það kemur í ljós í upphituninni fyrir leikinn í hvernig standi þeir verða. Heiðar Þór Aðalsteinsson missti af síðasta leik þar sem hann dvaldi á fæðingardeildinni en er mættur klár í slaginn aftur.

Hamborgarahryggur frá Norðlenska
Það verður mikil veisla fyrir stuðningsmannaklúbbinn fyrir leik þar sem boðið verður upp á úrvals hamborgarhrygg frá Norðlenska þannig að við hvetjum Gullkortahafa til að koma tímanlega og gæða sér á veisluföngum.

Það má búast við hörkuleik, Akureyri og HK eru einu liðin sem hafa sigrað Aftureldingu á tímabilinu þannig að Atli og strákarnir þurfa á öllum stuðningi að halda, sjáumst í Höllinni!


Til baka    Senda á Facebook

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson