Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15
Fram - Akureyri (Umfjöllun) - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2007-08

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla
Deild kvenna
Leikmenn meistarafl. kvenna




Sjá tölfræði leiksins 
    Fram - Akureyri  34-15 (17-3)
N1 deild kvenna
Framhús
26. september 2007 klukkan: 20.00
Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson
Umfjöllun

Arna átti stórleik og skoraði 8 mörk

28. september 2007 - BHB skrifar
Fram - Akureyri (Umfjöllun)
Akureyrar stelpurnar mættu núna á miðvikudaginn sterku liði Fram sem hefur byrjað leiktíðina af krafti, fyrst með góðum sigri á Haukum og svo jafntefli á útivelli gegn Stjörnunni. Leikurinn var ójafn og náðu Fram stúlkur góðu forskoti strax í byrjun sem þær létu aldrei af hendi.

Fyrri hálfleikur var skelfilegur af okkar hálfu. Í sóknarleiknum var þetta mjög strembið. Ekkert gekk upp, ef kerfið gekk vel var skotið ekki nógu gott. Þegar kerfið gekk ekki nógu vel endaði sóknin oft á skoti úr lélegu færi í stað þess að spila áfram. Boltinn tapaðist allt of oft og Fram náði hraðaupphlaupum sem enduðu undantekningarlaust á marki.

Seinni hálfleikur var hins vegar miklu betri eins og sést á markatölunum. Enginn var þó að sýna sína bestu hliðar þó Arna hafi verið að standa sig mjög vel, hún skoraði rúmlega helming marka liðsins og var klárlega maður leiksins. Monika og Unnur áttu einnig góða kafla og liðið í heild átti nokkrar mjög fallegar sóknir sem enduðu þá með marki.

Mörk:
Arna 8 (2)
Inga Dís 1(1)
Anna Teresa 1
Ester 1
Kara 1
Emma 1
Monika 1
Þórsteina 1

Ester og Emma fengu tvær mínútur hvor

Gangur leiksins:
5-0 5-1 8-1 8-2 14-2 14-3 (17-3)
20-3 20-4 21-4 21-7 24-7 24-8 25-10 27-10 27-11 30-11 30-12 31-12 31-14 32-14 32-15 (34-15)

Næsti leikur er gegn Haukum í KA-heimilinu kl. 16:00 á laugardaginn. Við hvetjum alla til að koma og styðja við bakið á stúlkunum.

Til baka

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson