Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Það mun mæða mikið á markvörðunum um helgina



26. mars 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar

2. flokkur: Tveir mikilvægir útileikir um helgina

Það eru búin að vera rólegheit í handboltanum hér norðanlands upp á síðkastið, hlé vegna verkefna landsliðsins en nú um helgina fara hlutirnir í gang á ný.

2. flokkur á tvo útileiki fyrir sunnan. Á föstudaginn leika strákarnir við Stjörnuna og verður leikið í Mýrinni klukkan 20:00. Stjarnan hefur ekki náð að gera neinar rósir í vetur og situr í næstneðsta sæti deildarinnar með 11 stig eftir 18 leiki. Reyndar ber þess að geta að Stjarnan hefur reynst Akureyrarliðinu erfið í þau tvö skipti sem liðin hafa mæst í vetur. Í fyrra skiptið mættust liðin í bikarkeppninni og þar hafði Akureyri harðsnúinn tveggja marka sigur 36-34. Leikurinn var í Síðuskóla og þar mættust liðin öðru sinni í janúar og þar fór allt á svipaðan veg, tveggja marka strögglsigur 26-24.

Strákarnir áttu vægast sagt slakan leik síðast þegar þeir lágu á heimavelli gegn Selfyssingum þannig að nú þurfa þeir að rífa sig upp og bæta fyrir þann leik og ekki síður að sýna Stjörnunni sitt rétta andlit.

Á laugardaginn klukkan 15:10 mæta þeir ÍR-ingum í Austurbergi. ÍR er mikið ólíkindalið sem getur á góðum degi unnið hvaða lið sem er. Framan af Íslandsmótinu voru þeir í toppbaráttunni í deildinni en hafa gefið eftir nú í seinni hlutanum. Liðin mættust hér í desember og þar fór Akureyri með yfirburðasigur 39-24 eftir einn skrautlegasta leik tímabilsins. Það er hins vegar engin hætta á að ÍR klúðri heimaleiknum með sama hætti og öruggt að þeir munu leggja allt í sölurnar til að hefna ófaranna í þeim leik.

Deildinni lýkur síðan með heimaleik gegn botnliði Fjölnis laugardaginn 4. apríl. Akureyri getur því með eðlilegri spilamennsku um helgina tryggt deildarmeistaratitilinn þar sem höfuðkeppinautarnir í FH töpuðu óvænt fyrir Víkingum í vikunni og það stefnir í hörkubaráttu FH og Selfyssinga um annað sætið en liðin mætast einmitt í næstu umferð.

Staðan í deildinni er nú sem hér segir:

Nr.FélagLeikUJTMörkNettStig
1.Akureyri191513635:53510031
2.FH201505674:53813630
3.Selfoss191315633:5409327
4.Víkingur201226589:5167326
5.Haukar20956558:5263223
6.Valur19838556:564-819
7.ÍR19919555:5411419
8.Afturelding18819491:522-3117
9.HK187110563:5372615
10.Fram206014582:638-5612
11.Stjarnan185112471:512-4111
12.Fjölnir200020413:751-3380
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson