Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Valsarar hafa verið erfiðir heim að sækja í vetur

26. mars 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar

Útileikur gegn Val á sunnudaginn

N1 deildin byrjar að rúlla aftur um helgina en á sunnudaginn klukkan 16:00 verður leikin næstsíðasta umferðin og fara allir leikirnir fram á sama tíma. Akureyri fær verðugt verkefni en liðið fer í Vodafone höllina og leikur gegn heimamönnum í Val. Heimavöllurinn hefur reynst Val dýrmætur en þeir hafa sigrað í öllum heimaleikjum tímabilsins enda með frábært lið.

Liðin hafa mæst tvisvar í vetur, fyrri leikinn vann Akureyri hér í Íþróttahöllinni en Valur náði fram hefndum á heimavelli. Það er því verðugt markmið fyrir Akureyrarliðið að verða fyrsta liðið til að leggja Val í Vodafone höllinni og ekki spillir að í boði eru dýrmæt stig til að gulltryggja sig í deildinni.

Það eru nokkrir góðkunningjar okkar Akureyringa í Valsliðinu og skal þar fyrstan telja Heimi Örn Árnason sem var valinn leikmaður deildarinnar tímabilið 2007-2008. Þar eru einnig kapparnir Baldvin Þorsteinsson og Arnór Þór Gunnarsson sem allir eru burðarásar í Valsliðinu sem enn eiga von um deildarmeistaratitilinn.

Í síðasta leik var Rúnar Sigtryggsson í banni en hann verður klár í leikinn á sunnudaginn eins og allt liðið, í liði Vals mun Elfar Friðriksson hins vegar sitja í áhorfendastúkunni en fékk eins leiks bann í síðustu umferð.


Hreinn tekur hraustlega á Heimi Árnasyni í síðasta leik liðanna.

Eins og áður segir er þetta næstsíðasta umferð deildarinnar sem lýkur með heimaleik gegn Fram í Íþróttahöllinni sunnudaginn 5. apríl klukkan 16:00.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson