Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15
Jafntefli gegn Haukum í hörkuleik (umfjöllun) - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2006-07

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla
Deild kvenna
Leikmenn meistarafl. kvenna




Textalýsing frá leiknum     Tölfræði leiksins 
    Akureyri - Haukar  27-27 (13-14)
DHL deild karla
KA-Heimilið
10. desember 2006 klukkan: 16:00
Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson
Umfjöllun

Alexey Kuzmins er að leika flott í sókn Akureyrar um þessar mundir









10. desember 2006 - SÁ skrifar

Jafntefli gegn Haukum í hörkuleik (umfjöllun)

Það var mikill spennuleikur í dag þegar Haukar mættu í KA-Heimilið og mætti Akureyri. Leikurinn var frekar jafn nánast allan tímann en Haukar leiddu með einu marki í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var kaflaskiptur og náði Akureyri að jafna í lokinn 27-27 en þannig urðu lokatölur leiksins þrátt fyrir að Akureyri hefði getað náð sigri á seinustu sekúndunum.

Haukar byrjuðu betur og skoruðu tvö fyrstu mörkin, Akureyri svarar þá um hæl og staðan strax orðin 2-2. Næstu mínúturnar skiptust liðin á að skora, Haukar iðulega á undan, en Akureyri kemst svo yfir 7-6. Þá kemur góður kafli hjá Haukum og gestirnir komast í 7-9. Akureyri kemur þá aftur til baka og jafna í 11-11. Jafnræði var svo áfram með liðunum það sem eftir var hálfleiks og staðan 13-14 fyrir Haukum þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Leikur Akureyrar var ágætur í fyrri hálfleik en eftir að hafa lent 4-5 undir eftir rúmar sjö mínútur fór vörnin að smella betur. Bakvið hana var Sveinbjörn að verja mjög vel en Akureyri var ekki að ná að halda þeim boltum sem hann verði og fengu Haukar alltof mikið af tveimur sénsum í sókninni. Maður skildi því ekki alveg þegar Sveinbjörn var tekinn útaf með 11 skot varin eftir 26 mínútur fyrir Hreiðar Levý. Sóknin gekk ágætlega en með örlítið meiri klókindum hefði Akureyri klárlega átt að geta verið yfir í hálfleik.

Hreiðar hélt áfram í marki Akureyrar í seinni hálfleik og átti ekki eftir að bregðast því trausti. Gestirnir komast strax í 14-16 en þá koma þrjú mörk frá Akureyri og staðan allt í einu orðin 17-16 okkar mönnum í vil. Akureyri hélt þá áfram og bættu muninn í tvö mörk, 19-17, þegar 18 mínútur voru eftir af hálfleiknum. Þetta leit svo sannarlega vel út fyrir heimamenn sem höfðu þarna pálmann í hendi sér. Í þessari stöðu fær Akureyri tvo sénsa á að komast í þriggja marka forsystu en með klaufahætti klúðra þeir því og Haukar minna í staðinn í 19-18. Þetta átti svo sannarlega eftir að reynast dýrt.

Haukarnir halda áfram og komast yfir 19-20 og þessi góða staða sem Akureyri hafði komið sér í farin svo um munaði á nokkrum mínútum. Liðin skiptust á að skora næstu mínúturnar en þar voru Haukarnir alltaf á undan. Haukar komast svo tveimur mörkum frá Akureyri í 22-24 og svo aftur í 23-25 en þá voru 6 mínútur eftir. Á þessum tíma hafði óþekktur meðalmaður að nafni Sigurbergur farið afar illa með vörn Akureyri og skorað 5 mörk á einungis 14 mínútum. Hann fékk að skjóta að vild af 7-8 metrum og fintaði svo vörn Akureyrar ótrúlega þess á milli. Þessi strákur hélt svo bara og kom gestunum í 24-26 með afar mikilvægu marki, þá þurfti Akureyri að gera ótrúlegan hlut eða klippa manninn út en það hélt ég að myndi aldrei gerast.

Lokamínúturnar voru æsispennandi en þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir minnkaði Magnús í 25-26. Akureyri vinnur þá boltann en Magnús tekur afar vitlausan séns strax í byrjun sóknar Akureyrar og Haukarnir fara í 25-27, afar dýrt. Akureyri tekur þá leikhlé og fer Rúnar Sigtryggs inn í sóknina fyrir Magnús en sá gamli átti eftir að reynast drjúgur í restina. Hann kemur Akureyri einu marki frá Haukum 26-27 með góðu marki utan af velli. Akureyri vinnur þá boltann og fær víti. Úr því klikkar Goran og Haukarnir fá aftur boltann. Haukarnir brenna aftur af og þegar um 40 sekúndur voru eftir af leiknum fiskar Rúnar víti sem Goran skorar núna úr. 27-27 og spennan óbærileg. Akureyri stelur svo boltanum þegar rúmar 10 sekúndur eru eftir. Þeir keyra upp en Goran grípur ekki alveg erfiða sendingu, sem hann átti að grípa, og þarf að elta boltann. Hann stígur svo á línu í eltingarleik sínum við boltann um leið og hann skorar. Markið var dæmt af og lokatölur 27-27.

Satt best að segja fannst mér það vera vörn Akureyrar sem klikkaði í dag. 27 mörk á sig í heilum leik er alls ekki mikið en í restina bregst vörnin svo um munar. Seinustu 23 mínúturnar í fyrri hálfleik og fyrstu 12 í seinni voru mjög góðar varnarlega en á þessum 35 mínútum fær liðið á sig aðeins 12 mörk. Hins vegar í lokinn ofbauð mér alveg þegar Akureyri leyfði ungum strák að gera lítið úr sér svo um munaði. Sigurbergur Sveinsson skorar 6 mörk seinustu 20 mínúturnar án þess að við hann sé komið og vann í raun þetta stig fyrir Haukamenn. Þó hann væri að skjóta af 7-8 metrum þá var ekkert við hann gert og hreinlega óásættanlegt að sjá svona varnarleik. Margt er þá jákvætt við varnarleikinn en eins og ég segi þá var vörnin frábær rúmlega helming leiksins, maður vill bara sjá mun meira. Þorvaldur og Magnús voru til að mynda halda Árna Sigtryggssyni algjörlega niðri en sá drengur brenndi af öllum sínum 11 skotum í leiknum.

Hreiðar réttlætti það traust sem honum var sýnt með að byrja seinni hálfleikinn og tók 11 bolta eins og Sveinbjörn, marga hverja afar þýðingarmikla. Hann hefði mátt fá mun meiri hjálp í lok leiksins. Sóknin er öll að koma til og mun betri en í byrjun tímabils. Þar er Alexey Kuzmins loksins farinn að sýna það núna sem ætlast er til af honum. Að undanförnu hefur hann verið öflugur og seinustu tveir leikir hans mjög góðir. Hann er farinn að finna línumennina vel og einkum Hörð Fannar í dag sem var mjög öflugur sóknarlega.

Magnús heldur áfram að taka þau skot sem maður vill að hann taki en hann bara verður að fara að skora úr þeim. 8 klikk hans í dag eru hreinlega alltof mikið miðað við hvernig skot þetta voru. Nikolaj kom öflugur inn í restina og setti 4 mörk en það var ekki fyrr en Aigars kom í skyttuna sem boltinn fór eitthvað að ganga niður í horn. Aigars átti þó engan stjörnuleik. Goran lék í skyttunni framan af og hefði maður viljað sjá meiri frá honum þó spilið sé mikið hraðara með hann í skyttunni. Rúnar átti þýðingarmikla innkomu í restina en hann var slakur sóknarlega fram af því. Þá átti Heiðar góða innkomu í hornið fyrir Andra sem átti ekki góðan dag í dag.

Akureyri getur svo sannarlega einungis sjálfum sér kennt fyrir þetta tapaða stig. Þegar Árni er 0/11 í liði Hauka er einfaldlega krafa á að vinna þá. Menn eyðilögðu þetta fyrir sér með að láta þennan strák skora öll þessi mörk og meðal annars með því að klára leikinn ekki þegar færi gafst á því. Nokkrum sinnum í leiknum gat liðið komið sér lengra frá Haukum en með klaufaskap gerðu þeir það ekki. Þó eru margir hlutir jákvæðir við þennan leik og frábært að ná að jafna leikinn úr því sem komið var. Maður á bara ekki að tapa stigum á heimavelli.

Menn leiksins: Sveinbjörn Pétursson og Hreiðar Levý Guðmundsson. 22 boltar frá þeim í dag er frábært en maður hefði viljað sjá þá fá ögn meiri hjálp frá vörninni í dag.

Tengdar fréttir

Kuzmins er allur að koma til

12. desember 2006 - ÁS skrifar

Nokkrar myndir úr leik Akureyrar og Hauka

Þórir Ólafur Tryggvason ljósmyndari senti heimasíðunni nokkrar myndir úr leik Akureyrar og Hauka sem fram fór á sunnudaginn. Eins og flestir vita endaði leikurinn með jafntefli 27-27 en leikurinn var frábær skemmtun.





























Hreiðar fékk sér góðan sopa í dag

10. desember 2006 - SÁ skrifar

Hreiðar: Fannst við vera með leikinn lengst af

Hreiðar Levý Guðmundsson átti flotta innkomu gegn Haukum og var ásamt hinum markverði Akureyrar maður leiksins í dag. Saman tóku þeir 22 bolta eða 11 kvikindi hvor. Heimasíðan spjallaði við Hreiðar Levý eftir leikinn og spurði hann út í leikinn.

SÁ: Það gekk ekki alveg í dag að taka tvö sig...
Hreiðar: Nei, þetta er svekkelsi. Manni fannst við vera með leikinn svona lengst af. Þetta var í járnum. Við dettum þarna í vitleysu þarna á kafla, erum of fljótir að slútta og vorum ekki að losa boltann nógu vel. Það er svona það sem var helst að klikka, að við vorum frekar óskynsamir þarna á tímabili.

SÁ: Þið eruð að fá á ykkur mjög mikið af mörkum af 7-8 metrum í restina. Verða menn ekki að stoppa þetta og brjóta?
Hreiðar: Jú, jú auðvitað þarf að ganga í þá, fara í kassann á þeim og stoppa þá. Vörnin var svona heilt yfir alveg þokkaleg í leiknum. Það voru eitt og eitt atriði sem klikka og það var á tímabili að þeir voru að ná að spila sig svolítið í gegn.

SÁ: Ertu tiltölulega sáttur með leik liðsins?
Hreiðar: Það kemur alltaf einhver slæmur kafli, þá kafli sem við náum ekki að skora í margar mínútur og þá komast hinir framúr okkur. Það er svolítill munur að í staðinn fyrir að við fáum þennan kafla þá eru hin liðin að fá hann. Það er helvíti hart að þurfa alltaf að vinna svona kafla upp.

SÁ: Það er einn leikur eftir fyrir jól, hvernig leggst það í þig að mæta Fram enn og aftur?
Hreiðar: Það er bannað að tapa fyrir þeim þrisvar sinnum.

SÁ: Við töpum ekki fyrir þeim tvisvar á heimavelli í sama mánuðinn...
Hreiðar: Nei, það er bara bannað. Við förum í þann leik til að vinna hann og ef það gerist endum við í 3ja sæti fyrir jól.

SÁ: Og þá væruð þið bara í fínum málum?
Hreiðar: Jú, jú þá getum við bara verið þokkalega sáttir. Svo lengi sem við vinnum þann leik. Það skiptir miklu máli að enda vel fyrir jól þar sem langt er í næsta leik og svona.

Við þökkum Hreiðari kærlega fyrir.


Akureyri-Haukar klukkan 16:00 í KA-Heimilinu

10. desember 2006 - ÁS skrifar

Bein Lýsing: Akureyri - Haukar

Leikur Akureyrar og Hauka í 10. umferð DHL-Deildar karla fer fram í dag í KA-Heimilinu klukkan 16:00. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur og skiptir sköpum fyrir bæði lið. Eftir slæmt tap gegn ÍR í síðustu umferð verður Akureyri að sigra til að halda í við toplliðin. Heimasíðan býður upp á beina textalýsingu frá leiknum í dag og hvetur alla til að fylgjast vel með gangi mála ef það kemst ekki á leikinn. Mjög auðvelt er að fylgjast með í gegnum Beinu Lýsinguna.

Smellið hér til að opna Beina Lýsingu

Beina Lýsingin opnast í nýjum glugga sem uppfærist af sjálfu sér á 15 sekúndna fresti. Það er því ekkert mál að fylgjast með. Eins og áður segir þá hefst leikurinn klukkan 16:00 og við hvetjum alla til að fylgjast vel með.


Akureyri tekur á móti Haukum á morgun klukkan 16:00

9. desember 2006 - ÁS skrifar

1 dagur í leik: Hvernig standa Haukar?

Á morgun munu Deildarbikarmeistarar Hauka koma í KA-Heimilið og leika gegn Akureyri Handboltafélagi. Leikurinn mun hefjast klukkan 16:00 og þarf Akureyri allan stuðning sem í boði er til að leggja öflugt lið Hauka sem er komið í gang. Akureyri hefur tapað tveimur leikjum í röð, ÍR í deild og Fram í bikar, og því þarf liðið að sigra og komast aftur í gang.

Fyrri leikur liðanna
Liðin mættust að Ásvöllum í 3. umferð DHL-Deildar og eftir að hafa verið undir nær allan leikinn, Akureyri náði 7 sinnum að jafna leikinn en komst aldrei yfir, þá jöfnuðu Akureyringar leikinn á síðustu mínútunni og náðu 34-34 jafntefli. Staðan var 18-15 fyrir Hauka í hálfleik og Haukar leiddu 29-24 þegar seinni hálfleikur var rúmlega hálfnaður. Rúnar Sigtryggsson, Hörður Fannar Sigþórsson og Andri Stefan fengu allir beint rautt spjald undir lok leiksins en það var mikil harka í leiknum.

Deildarleikirnir til þessa
Haukar
Dags.MótherjarStaðsetningÚrslit
27. septÍRAusturberg36-30 (tap)
4. oktFramSafamýri29-30 (sigur)
15. oktAkureyriÁsvellir34-34
22. oktFylkirFylkishöll23-23
1. nóvStjarnanÁsvellir29-33 (tap)
8. nóvHKDigranes26-21 (tap)
18. nóvValurÁsvellir29-30 (tap)
26. nóvÍRÁsvellir31-29 (sigur)
3. desFramÁsvellir31-28 (sigur)

Akureyri
Dags.MótherjarStaðsetningÚrslit
30. septAkureyriLaugardalshöll26-22 (tap)
8. oktÍRKA-Heimilið33-24 (sigur)
15. oktHaukarÁsvellir34-34
6. nóvFylkirKA-Heimilið30-27 (sigur)
12. nóvStjarnanÁsgarður22-23 (sigur)
19. nóvHKKA-Heimilið20-22 (tap)
22. nóvFramSafamýri32-29 (tap)
26. nóvValurKA-Heimilið25-22 (sigur)
3. desÍRAusturberg34-28 (tap)

Eins og sjá má hafa Haukar verið mjög sveiflukenndir. Þeir hinsvegar hafa unnið Íslandsmeistara Fram í báðum leikjum liðanna og virðist vera að komast í gang. Haukar unnu topplið Vals í Bikarkeppninni 27-24 en nokkrum dögum eftir unnu Valsmenn rimmu liðanna í deildinni. Akureyri þarf að rífa sig upp og ná sigri gegn Haukum enda tapaði liðið slæmum tveim stigum gegn ÍR á dögunum.

Staðan í deildinni
Nr. FélagLeikir  U  J  TMörkHlutfallStig
1.  Valur9702250 : 2311914
2.  HK9612236 : 2201613
3.  Fram9513271 : 2462511
4.  Akureyri9414244 : 24319
5.  Stjarnan9405239 : 246-78
6.  Haukar9324258 : 268-108
7.  Fylkir9216240 : 260-205
8.  ÍR9207250 : 274-244

Ef Akureyri tapar stigum gegn Haukum er liðið komið í slæma stöðu, það myndi missa toppliðin enn lengra frá sér og vera komið alvarlega í neðri pakkann.

Heimasíðan hvetur alla til að mæta í KA-Heimilið á morgun klukkan 16:00, það verður flottur handboltaleikur í boði þar sem ekkert verður gefið eftir. Mikil harka var í fyrri leik liðanna og það má svo sannarlega búast við því á morgun að hvorugt liðið gefi eitthvað eftir.

Akureyri - Haukar, KA-Heimilið 10. desember 2006 klukkan 16:00


Fylgist með Aigars og Rúnari leika gegn Haukum

9. desember 2006 - ÁS skrifar

1 dagur í leik: Akureyri - Haukar í Beinni Lýsingu

Stórleikur morgundagsins milli Akureyrar og Deildarbikarmeistara Hauka sem mun fara fram í KA-Heimilinu klukkan 16:00 verður að sjálfsögðu í Beinni Lýsingu hér á heimasíðunni. Liðin skildu jöfn 34-34 í fyrsta leik liðanna í vetur að Ásvöllum og má búast við hörkuleik. Beina Lýsingin hefur vakið mjög góð viðbrögð og hvetjum við fólk sem kemst ekki á leikinn að fylgjast með Beinu Lýsingunni.

Akureyri - Haukar, KA-Heimilið 10. desember 2006 klukkan 16:00


Haukar koma eftir tvo daga

8. desember 2006 - ÁS skrifar

2 dagar í leik: Hvað gerist gegn Haukum?

Á sunnudaginn tekur Akureyri Handboltafélag á móti Deildarbikarmeisturum Hauka. Liðin mættust fyrr í vetur að Ásvöllum og náði Akureyri jafntefli með dramatískum hætti. Rúnar Sigtryggsson, Hörður Fannar Sigþórsson og Andri Stefan fengu allir beint rautt spjald í þeim leik og fóru allir í leikbönn. Það má búast við sömu hörku þegar liðin mætast öðru sinni í vetur nú í KA-Heimilinu.

Akureyri þarf að rífa sig upp eftir að hafa tapað svo tæplega gegn Fram í Bikarnum en Haukar eru með hörkulið og því þarf fólk að fjölmenna á leikinn. Frekari umfjöllun um Haukaliðið er væntanleg seinna í dag. Heimasíðan bendir hinsvegar á eldri fréttir um Haukaliðið og rimmu liðanna að Ásvöllum hér fyrir neðan.

Akureyri - Haukar, KA-Heimilið 10. desember klukkan 16:00

Tengdar fréttir:
Akureyri nær jafntefli á Ásvöllum (umfjöllun)
Bein Lýsing: Haukar-Akureyri
Valdi: Mjög góður andi í liðinu
Samúel Árna: Titillinn raunhæft markmið fyrir Hauka
3 dagar í leik: Allt um lið Hauka

Til baka    Senda á Facebook

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson