Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15 Háspennujafntefli hjá FH og Akureyri - Akureyri Handboltafélag
Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson. Eftirlitsmaður Kristján Halldórsson
Umfjöllun
Tengdar fréttir
Andri Berg telur mikilvægt að hafa góðar gætur á Heimi Árnasyni
23. nóvember 2011 - Akureyri handboltafélag skrifar
Leikur dagsins: FH - Akureyri í beinni á SportTV.is
Nú styttist í leik dagsins þar sem Akureyri Handboltafélag sækir FH heim í Kaplakrikann. Leikurinn verður í beinni útsendingu á SportTV.is og hefst útsending þeirra klukkan 18:20 en leikurinn sjálfur klukkan 18:30.
Andri Berg Haraldsson, leikmaður FH á von á erfiðum leik en hann er í viðtali við vefinn sport.is í dag. „Leikurinn leggst bara mjög vel í mig. Það er alltaf gaman að spila á móti utanbæjarmönnum,“ segir Andri Berg við Sport.is í dag.
Andri Berg býst við erfiðum leik: „Já það er klárt. Við unnum þá stórt síðast og þeir vilja örugglega kvitta fyrir það og svo eru þeir náttúrulega líka með hörku lið.“
Leikurinn í dag er mikilvægur fyrir bæði lið og segir Andri mikilvægt að slaka ekki á. „Bæði Akureyri og Valur eru farin að safna stigum svo það má hvergi slaka á. Svo líka til að halda í við Fram og Hauka á toppnum.“
Andri segir að það þurfi að hafa sérstakar gætur á Heimi Erni, skyttunum hjá Akureyri og hornamönnum þeirra:
„Þeir hafa marga góða leikmenn og líklega eitt sterkasta byrjunarlið í deildinni. Heimir Örn er að mínu mati þeirra besti maður, frábær í vörn og sókn og gerir aðra leikmenn betri í kringum sig. Skytturnar þeirra, Geir og Guðmundur, eru einnig gríðarlega öflugir og þá þarf að taka föstum tökum. Hornmennirnir þeirra, Oddur og Bjarni, eru virkilega góðir og sérstaklega eru þeir öflugir hraðaupphlaupsmenn. Svo er varnarleikur þeirra mjög öflugur og eru þeir góðir í notfæra sér það með hraðaupphlaupum,“ sagði Andri að lokum við Sport.is.
Enn einn stórleikur þessara liða í uppsiglingu
21. nóvember 2011 - Akureyri handboltafélag skrifar
Útileikur á miðvikudag gegn FH – í beinni á SportTV
Það verður brugðið út af vananum þessa vikuna og leikið á miðvikudag þegar Akureyri Handboltafélag heldur öðru sinni í Hafnarfjörðinn og leikur við Íslandsmeistarana í FH. Það þarf ekki að hafa mörg orð um síðustu viðureign liðanna, í bikarnum og ekki spurning að Akureyrarliðið ætlar að kvitta fyrir þann leik.
Verkefnið er vissulega erfitt enda FH með hörkulið og ljóst að okkar menn verða að leggja sig alla í verkefnið. FH liðið hefur tapað tveim leikjum það sem af er N1 deildarinnar, báðum gegn Fram og einnig gerði liðið jafntefli við HK.
Leikurinn hefst klukkan 18:30 á miðvikudaginn og mikilvægt að stuðningsmenn á höfuðborgarsvæðinu mæti öflugir til leiks, líkt og leikmennirnir því hvert stig er dýrmætt þessa stundina.
Fyrir þá sem verða hér fyrir norðan er rétt að benda á að SportTV.is ætlar að sýna leikinn í beinni útsendingu, nánar um það þegar nær dregur.