Dómarar: Gísli H. Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, eftirlitsmaður Valgeir Ómarsson
Umfjöllun
Tengdar fréttir
Heimir Árnason fékk fyrir ferðina í leiknum
3. febrúar 2012 - Akureyri handboltafélag skrifar
Myndir frá leik Akureyrar og HK
Nú eru komnar í hús myndir Þóris Tryggvasonar frá leik Akureyrar og HK frá því í gærkvöldi. Þó að úrslit leiksins hafi orðið með öðrum hætti en stuðningsmenn liðsins ætluðu þá þýðir ekki gráta það heldur snúa bökum saman og safna þeim stigum sem eru í boði fyrir þá átta leikim sem eftir eru í deildinni.
Ásgeir Jónsson hitaði upp með leikmönnunum
Svipmynd úr stúkunni
Daníel Berg fær hér líta rauða spjaldið fyrir brot á Heimi sem er ekki sáttur
Handboltaárið 2012 hefst með stórleik í Íþróttahöllinni þar sem Akureyri tekur á móti HK en leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir bæði liðin. Liðin eru í toppbaráttu N1 deildarinnar þar sem HK hefur stigi meira en Akureyri.
En það eru ekki bara leikmenn heldur ekki síður áhorfendur sem bíða spenntir eftir leiknum enda var Akureyrarliðið á góðu róli fyrir leikjahléð. Sigrar á Val, Haukum og Fram í síðustu leikjum hleyptu svo sannarlega miklum krafti í áhorfendur sem að vanda voru frábærir og tóku virkan þátt í leikjunum.
Áhorfendur taka virkan þátt í leikjum liðsins enda stemmingin frábær í stúkunni
Ýmsir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um meiðsli og vandræðagang hjá Akureyrarliðinu síðustu daga. Óhætt er að segja að þær sögur séu flestar stórlega ýktar. Það verður fróðlegt að sjá leikmannahóp Akureyrar í dag en leikmönnum á sjúkralista liðsins hefur sem betur fer fækkað verulega upp á síðkastið.
Beinar útsendingar Að vanda verður heimasíðan með beina textalýsingu frá leiknum. Lýsingin opnast í nýjum glugga og endunýjast sjálfkrafa á 15 sekúndna fresti.
Þá er Evrópumeistaramótinu lokið og þar með fer N1 deildin á fulla ferð að nýju hér heima. Á fimmtudaginn fer fram heil umferð í deildinni og fyrsti leikurinn er einmitt hér í Íþróttahöllinni þar sem við fáum firnasterkt lið HK í heimsókn. Leikurinn er ákaflega þýðingarmikill fyrir bæði liðin sem eru í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í vor. Baráttan er jöfn þar sem HK og FH eru í 2. – 3. sæti, einu stigi á undan Akureyri og Fram og því augljóst að það verður ekkert gefið eftir í þessum leik.
Lið HK er lítið breytt frá síðustu leiktíð og er gríðarlega vel mannað. Landsliðsmaðurinn Ólafur Bjarki Ragnarsson hefur farið fyrir liðinu og hann þarf varla að kynna fyrir íslenskum handboltaáhugamönnum. Ólafur var í valinn handknattleiksmaður ársins á lokahófi HSÍ síðastliðið vor, valinn í úrvalslið ársins auk þess að vera valinn besti sóknarmaður ársins.
Hornamaðurinn, Bjarki Már Elísson hefur farið á kostum í vetur og er markahæstur þeirra HK manna það sem af er og var valinn til landsliðsæfinga í vetur. Þá er línumaðurinn Atli Ævar Ingólfsson einn mikilvægasti leikmaður liðsins, skorar ávalt mikið og hefur oftar en ekki reynst Akureyrarliðinu erfiður hér í Höllinni. Skyttan Tandri Már Konráðsson hefur leikið frábærlega í vetur og ljóst að þar fer leikmaður sem þarf að hafa góðar gætur á.
Ólafur Bjarki, Bjarki Már, Atli Ævar og Tandri Már
Það verður forvitnilegt að sjá hvernig liðin koma til leiks eftir þetta langa hlé á deildarkeppninni. Einhverjir leikmenn fóru í smávægilegar læknisaðgerðir og aðrir fengu langþráða hvíld fyrir lúin bein. En nú er biðin á enda fyrir leikmenn og áhorfendur og alveg örugglega hægt að lofa rafmögnuðum leik enda hvert stig dýrmætt í baráttunni sem framundan er.