Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15 Mögnuð vörn í frábærum sigri á Ásvöllum - Akureyri Handboltafélag
Dómarar: Magnús Kári Jónsson og Ómar Ingi Sverrisson, eftirlit Guðjón L. Sigurðsson
Umfjöllun
Tengdar fréttir
Atli var ánægður með sigurinn á Haukum
29. mars 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar
Viðtöl eftir leik Hauka og Akureyrar
Það var nú ekki beint slegist um sætin í blaðamannastúkunni á leik Hauka og Akureyrar í gær en Morgunblaðið stóð fyrir sínu og tók nokkur viðtöl ásamt því að bjóða upp á lýsingu á leiknum rétt eins og við hér á Akureyrarsíðunni. Hér fyrir neðan má sjá viðtöl Ívars Benediktssonar fyrir mbl.is.
Atli: Við erum á lífi
„Leikurinn var góður hjá okkur en sérstaklega var fyrri hálfleikurinn frábær," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar eftir fimm marka sigur á Haukum, 25:20, í lokaleik 25. umferðar Olís-deildar karla í handknattleik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í dag.
Með sigrinum færðist Akureyrarliðið upp upp um tvö sæti, úr því sjöunda upp í fimmta en mikill stígandi hefur verið í Akureyrarliðinu upp á síðkastið.
„Mér finnst alveg meiriháttar að vinna hér með fimm marka mun. Grunninn leggjum við með góðri vörn og markvörslu auk þess sem menn eru skynsamir í sóknarleiknum," segir Atli og bætir við. „Þessi sigur og gegn ÍBV um síðustu helgi undirstrikar að við erum á lífi og að við ætlum okkur að gera eitthvað í úrslitakeppninni," sagði Atli.
Kristján Orri: Karakter í þessu hjá okkur
„Þetta var mjög góður sigur. Það var nokkur kraftur í og karakter hjá okkur að koma til baka eftir að hafa lent undir í síðari hálfleik," sagði Kristján Örri Jóhannsson markahæsti leikmaður Akureyrar í dag þegar liðið vann Hauka í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í Olís-deild karla í handknattleik, 25:20.
„Baráttusigur þar sem varnarleikurinn var góður hjá okkur eins og hann hefur verið í síðustu leikjum," sagði Kristján Orri en Akureyringar komust upp úr sjöunda sæti upp í fimmta sæti með þessu sigri þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni.
Meinloka greip blaðamann sem fullyrti í viðtalinu við Kristján Orra að með sigrinum hefðu Akureyringar náð alla leið upp í fjórða sætið. Beðist er velvirðingar á vitleysunni.
„Varnarleikurinn hefur vaxið með hverjum leiknum eins og frammistaða okkar í heild. Við verðum bara að halda áfram að vaxa þangað til kemur að úrslitakeppninni," sagði Kristján Orri.
Patrekur ómyrkur í máli
„Ég var enga veginn ánægður með fyrri hálfleikinn. Menn skildu eftir heima það sem þarf að vera fyrir hendi í leikjum svo sem vilji og talandi," sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, og var ómyrkur í máli í garð sinna manna eftir fimm marka tap, 25:20, fyrir Akureyri í lokaleik 25. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í Schenkerhöllinni í dag.
„Fyrsti stundarfjórðungurinn í síðari hálfleik var betri og þá náðum við tveggja marka forskoti og fengum möguleika til þess að bæta við forskotið en fórum illa að ráði okkar. Akureyringar komust inn í leikinn á nýjan leik og við náðum ekki að komast af stað aftur. Of margir áttu slakann dag jafnt í vörn sem sókn," sagði Patrekur.
„Mér finnst að þegar menn mæta í handboltaleik þá verði þeir að sýna meira líf en þeir gerðu í dag. Ef við ætlum okkur eitthvað í úrslitakeppninni þá þýðir ekki að mæta með sama hugarfari og í dag. Það er handbolti í liðinu en leikurinn gengur út á margt fleira en mörk að mínu mati," segir Patrekur og sendir leikmönnum sínum tóninn.
Þá fjölluðu bæði RÚV og Stöð 2 um leikinn og er hægt að sjá umfjöllun sjónvarpstöðvanna beggja í myndbandinu hér að neðan.
Það fór mikið fyrir Þrándi 1. bassa í umfjöllun Stöðvar 2
29. mars 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar
Svipmyndir frá sigrinum á Haukum (myndband)
Akureyri vann í gær sterkan útisigur á Haukum og fór með sigrinum upp í 5. sæti deildarinnar ásamt því að hafa nú betur í innbyrðisviðureignum sínum við Hauka. Bæði RÚV og Stöð 2 fjölluðu um leikinn og er hægt að sjá umfjöllun sjónvarpstöðvanna beggja í myndbandinu hér að neðan.
Haukar, ÍBV og Akureyri eru að berjast um 5. sætið fyrir úrslitakeppnina
26. mars 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar
Barist um 5. sætið, hvernig er staðan?
Það er gríðarlega hart barist á öllum vígsstöðum Olís Deildarinnar. Aðeins tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni fyrir utan leik Hauka og Akureyrar sem er lokaleikur 25. umferðarinnar. Valsarar eru efstir en Afturelding heldur áfram að fylgja þeim í öðru sæti. ÍR og FH eru svo í þriðja og fjórða sæti deildarinnar og aðeins tveimur stigum munar á þeim. Þá berjast Stjarnan og Fram hatrammlega um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina og að sleppa við fall.
Það er hinsvegar baráttan um 5. sæti deildarinnar sem við höfum mestan áhuga á. Haukar, ÍBV og Akureyri berjast um þetta sæti og munar einungis einu stigi á liðunum þremur. Með tapi ÍBV gegn Aftureldingu í kvöld er ljóst að sigri Akureyri Hauka á laugardaginn fer liðið upp í 5. sætið þegar einungis tvær umferðir eru eftir á meðan að Haukasigur myndi fara langleiðina með að tryggja þeim 5. sætið.
FH tapaði gegn Fram í kvöld sem þýðir að enn er möguleiki fyrir Hauka og Akureyri að stela 4. sæti deildarinnar og síðasta sætinu sem gefur heimaleikjarétt. En hér má sjá stöðuna í deildinni fyrir leik Hauka og Akureyrar á laugardaginn.
Innbyrðisviðureignir: Það er mikið undir í leik Hauka og Akureyrar, liðið sem sigrar tekur forystu í baráttunni um 5. sætið og ekki nóg með það heldur mun sigurliðið einnig hafa betur í innbyrðisviðureign liðanna, Akureyri hefur betur eins og er eftir stórsigur í Höllinni fyrr í vetur en Haukasigur myndi breyta þeirri stöðu.
Verði Akureyri og ÍBV jöfn að stigum verður ÍBV fyrir ofan enda vann liðið tvo leiki gegn einum í leikjum liðanna í vetur.
Verði Haukar og ÍBV jöfn að stigum verða Haukar fyrir ofan en liðin hafa unnið sitthvorn leikinn og gert jafntefli, Haukarnir hafa hinsvegar betur á einu marki!
Verði liðin öll jöfn að stigum mun ÍBV verða efst með þrjá sigra og eitt jafntefli. Haukar hafa betur fyrir leikinn á laugardaginn, hafa unnið tvo leiki og náð jafntefli en Akureyri er með tvo sigra. Sigur á laugardaginn myndi fleyta Akureyri upp fyrir Haukana.
Leikirnir sem eftir eru En hvaða leiki eiga liðin eiginlega eftir? Við skulum kíkja á það
Eins og við komum að þá leika Haukar og Akureyri á laugardaginn í lokaleik 25. umferðar.
26. umferðin, mánudagur 30. mars: Akureyri fær FH í heimsókn og má búast við hörkuleik. FH er að berjast við ÍR um 3. sætið en þarf einnig að passa upp á það að missa ekki 4. sætið.
ÍBV fær botnlið HK í heimsókn, HK er nú þegar fallið úr deildinni og má búast við að Bikarmeistararnir klári þetta skylduverkefni.
Haukar mæta í Safamýrina og leika gegn Fram, Framarar hafa verið á miklu skriði undanfarið og eru komnir í fína stöðu við að sleppa við fall og komast í úrslitakeppnina, má búast við hörkuleik.
27. umferðin, fimmtudagur 2. apríl: Akureyri mætir í Austurbergið og mætir ÍR. ÍR er búið að vera í vandræðum eftir áramót en eru ennþá í góðri stöðu fyrir úrslitakeppnina og vilja alls ekki missa 3. sætið, gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið líklegast.
ÍBV sækir FH heim í Kaplakrikann, kemur í ljós hvernig staðan í deildinni verður fyrir þennan leik en líklegt að bæði lið þurfi á stigunum að halda. FH gæti náð 3. sætinu af ÍR eða misst heimaleikjaréttinn.
Haukar fá hina föllnu HK-inga í heimsókn og má gera sterklega ráð fyrir því að Haukar klári þann leik.