Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15 Jafntefli gegn Haukum í hörkuleik (umfjöllun) - Akureyri Handboltafélag
Þórir Ólafur Tryggvason ljósmyndari senti heimasíðunni nokkrar myndir úr leik Akureyrar og Hauka sem fram fór á sunnudaginn. Eins og flestir vita endaði leikurinn með jafntefli 27-27 en leikurinn var frábær skemmtun.
Hreiðar Levý Guðmundsson átti flotta innkomu gegn Haukum og var ásamt hinum markverði Akureyrar maður leiksins í dag. Saman tóku þeir 22 bolta eða 11 kvikindi hvor. Heimasíðan spjallaði við Hreiðar Levý eftir leikinn og spurði hann út í leikinn.
SÁ: Það gekk ekki alveg í dag að taka tvö sig... Hreiðar: Nei, þetta er svekkelsi. Manni fannst við vera með leikinn svona lengst af. Þetta var í járnum. Við dettum þarna í vitleysu þarna á kafla, erum of fljótir að slútta og vorum ekki að losa boltann nógu vel. Það er svona það sem var helst að klikka, að við vorum frekar óskynsamir þarna á tímabili.
SÁ: Þið eruð að fá á ykkur mjög mikið af mörkum af 7-8 metrum í restina. Verða menn ekki að stoppa þetta og brjóta? Hreiðar: Jú, jú auðvitað þarf að ganga í þá, fara í kassann á þeim og stoppa þá. Vörnin var svona heilt yfir alveg þokkaleg í leiknum. Það voru eitt og eitt atriði sem klikka og það var á tímabili að þeir voru að ná að spila sig svolítið í gegn.
SÁ: Ertu tiltölulega sáttur með leik liðsins? Hreiðar: Það kemur alltaf einhver slæmur kafli, þá kafli sem við náum ekki að skora í margar mínútur og þá komast hinir framúr okkur. Það er svolítill munur að í staðinn fyrir að við fáum þennan kafla þá eru hin liðin að fá hann. Það er helvíti hart að þurfa alltaf að vinna svona kafla upp.
SÁ: Það er einn leikur eftir fyrir jól, hvernig leggst það í þig að mæta Fram enn og aftur? Hreiðar: Það er bannað að tapa fyrir þeim þrisvar sinnum.
SÁ: Við töpum ekki fyrir þeim tvisvar á heimavelli í sama mánuðinn... Hreiðar: Nei, það er bara bannað. Við förum í þann leik til að vinna hann og ef það gerist endum við í 3ja sæti fyrir jól.
SÁ: Og þá væruð þið bara í fínum málum? Hreiðar: Jú, jú þá getum við bara verið þokkalega sáttir. Svo lengi sem við vinnum þann leik. Það skiptir miklu máli að enda vel fyrir jól þar sem langt er í næsta leik og svona.
Leikur Akureyrar og Hauka í 10. umferð DHL-Deildar karla fer fram í dag í KA-Heimilinu klukkan 16:00. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur og skiptir sköpum fyrir bæði lið. Eftir slæmt tap gegn ÍR í síðustu umferð verður Akureyri að sigra til að halda í við toplliðin. Heimasíðan býður upp á beina textalýsingu frá leiknum í dag og hvetur alla til að fylgjast vel með gangi mála ef það kemst ekki á leikinn. Mjög auðvelt er að fylgjast með í gegnum Beinu Lýsinguna.
Beina Lýsingin opnast í nýjum glugga sem uppfærist af sjálfu sér á 15 sekúndna fresti. Það er því ekkert mál að fylgjast með. Eins og áður segir þá hefst leikurinn klukkan 16:00 og við hvetjum alla til að fylgjast vel með.
Akureyri tekur á móti Haukum á morgun klukkan 16:00
Á morgun munu Deildarbikarmeistarar Hauka koma í KA-Heimilið og leika gegn Akureyri Handboltafélagi. Leikurinn mun hefjast klukkan 16:00 og þarf Akureyri allan stuðning sem í boði er til að leggja öflugt lið Hauka sem er komið í gang. Akureyri hefur tapað tveimur leikjum í röð, ÍR í deild og Fram í bikar, og því þarf liðið að sigra og komast aftur í gang.
Fyrri leikur liðanna Liðin mættust að Ásvöllum í 3. umferð DHL-Deildar og eftir að hafa verið undir nær allan leikinn, Akureyri náði 7 sinnum að jafna leikinn en komst aldrei yfir, þá jöfnuðu Akureyringar leikinn á síðustu mínútunni og náðu 34-34 jafntefli. Staðan var 18-15 fyrir Hauka í hálfleik og Haukar leiddu 29-24 þegar seinni hálfleikur var rúmlega hálfnaður. Rúnar Sigtryggsson, Hörður Fannar Sigþórsson og Andri Stefan fengu allir beint rautt spjald undir lok leiksins en það var mikil harka í leiknum.
Deildarleikirnir til þessa Haukar
Dags.
Mótherjar
Staðsetning
Úrslit
27. sept
ÍR
Austurberg
36-30 (tap)
4. okt
Fram
Safamýri
29-30 (sigur)
15. okt
Akureyri
Ásvellir
34-34
22. okt
Fylkir
Fylkishöll
23-23
1. nóv
Stjarnan
Ásvellir
29-33 (tap)
8. nóv
HK
Digranes
26-21 (tap)
18. nóv
Valur
Ásvellir
29-30 (tap)
26. nóv
ÍR
Ásvellir
31-29 (sigur)
3. des
Fram
Ásvellir
31-28 (sigur)
Akureyri
Dags.
Mótherjar
Staðsetning
Úrslit
30. sept
Akureyri
Laugardalshöll
26-22 (tap)
8. okt
ÍR
KA-Heimilið
33-24 (sigur)
15. okt
Haukar
Ásvellir
34-34
6. nóv
Fylkir
KA-Heimilið
30-27 (sigur)
12. nóv
Stjarnan
Ásgarður
22-23 (sigur)
19. nóv
HK
KA-Heimilið
20-22 (tap)
22. nóv
Fram
Safamýri
32-29 (tap)
26. nóv
Valur
KA-Heimilið
25-22 (sigur)
3. des
ÍR
Austurberg
34-28 (tap)
Eins og sjá má hafa Haukar verið mjög sveiflukenndir. Þeir hinsvegar hafa unnið Íslandsmeistara Fram í báðum leikjum liðanna og virðist vera að komast í gang. Haukar unnu topplið Vals í Bikarkeppninni 27-24 en nokkrum dögum eftir unnu Valsmenn rimmu liðanna í deildinni. Akureyri þarf að rífa sig upp og ná sigri gegn Haukum enda tapaði liðið slæmum tveim stigum gegn ÍR á dögunum.
Staðan í deildinni
Nr.
Félag
Leikir
U
J
T
Mörk
Hlutfall
Stig
1.
Valur
9
7
0
2
250 : 231
19
14
2.
HK
9
6
1
2
236 : 220
16
13
3.
Fram
9
5
1
3
271 : 246
25
11
4.
Akureyri
9
4
1
4
244 : 243
1
9
5.
Stjarnan
9
4
0
5
239 : 246
-7
8
6.
Haukar
9
3
2
4
258 : 268
-10
8
7.
Fylkir
9
2
1
6
240 : 260
-20
5
8.
ÍR
9
2
0
7
250 : 274
-24
4
Ef Akureyri tapar stigum gegn Haukum er liðið komið í slæma stöðu, það myndi missa toppliðin enn lengra frá sér og vera komið alvarlega í neðri pakkann.
Heimasíðan hvetur alla til að mæta í KA-Heimilið á morgun klukkan 16:00, það verður flottur handboltaleikur í boði þar sem ekkert verður gefið eftir. Mikil harka var í fyrri leik liðanna og það má svo sannarlega búast við því á morgun að hvorugt liðið gefi eitthvað eftir.
Akureyri - Haukar, KA-Heimilið 10. desember 2006 klukkan 16:00
1 dagur í leik: Akureyri - Haukar í Beinni Lýsingu
Stórleikur morgundagsins milli Akureyrar og Deildarbikarmeistara Hauka sem mun fara fram í KA-Heimilinu klukkan 16:00 verður að sjálfsögðu í Beinni Lýsingu hér á heimasíðunni. Liðin skildu jöfn 34-34 í fyrsta leik liðanna í vetur að Ásvöllum og má búast við hörkuleik. Beina Lýsingin hefur vakið mjög góð viðbrögð og hvetjum við fólk sem kemst ekki á leikinn að fylgjast með Beinu Lýsingunni.
Akureyri - Haukar, KA-Heimilið 10. desember 2006 klukkan 16:00
Á sunnudaginn tekur Akureyri Handboltafélag á móti Deildarbikarmeisturum Hauka. Liðin mættust fyrr í vetur að Ásvöllum og náði Akureyri jafntefli með dramatískum hætti. Rúnar Sigtryggsson, Hörður Fannar Sigþórsson og Andri Stefan fengu allir beint rautt spjald í þeim leik og fóru allir í leikbönn. Það má búast við sömu hörku þegar liðin mætast öðru sinni í vetur nú í KA-Heimilinu.
Akureyri þarf að rífa sig upp eftir að hafa tapað svo tæplega gegn Fram í Bikarnum en Haukar eru með hörkulið og því þarf fólk að fjölmenna á leikinn. Frekari umfjöllun um Haukaliðið er væntanleg seinna í dag. Heimasíðan bendir hinsvegar á eldri fréttir um Haukaliðið og rimmu liðanna að Ásvöllum hér fyrir neðan.
Akureyri - Haukar, KA-Heimilið 10. desember klukkan 16:00