Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15 Akureyri tapar fyrir HK (umfjöllun) - Akureyri Handboltafélag
Akureyri Handboltafélag leikur í dag sinn fjórða leik eftir áramót og er leikurinn gegn Val og byrjar klukkan 16:00. Það verður gaman að sjá hvernig liðið kemur tilbúið til leiks en liðið þarf á sigri að halda til að komast aftur í gang. Leikur dagsins er gegn Val en Valur deildir efsta sæti deildarinnar með HK. Heimasíðan býður upp á beina textalýsingu af leiknum sem hún hvetur fólk til að fylgjast með ef það kemst ekki á leikinn. Það er virkilega auðvelt að fylgjast með leiknum í gegnum Beinu Lýsinguna.
Beina Lýsingin opnast í nýjum glugga sem uppfærist af sjálfu sér á 15 sekúndna fresti. Það er því ekkert mál að fylgjast með. Leikurinn hefst eins og fyrr kom fram klukkan 16:00 en við hvetjum alla til að fylgjast vel með.
Tekst Akureyri að slá HK útaf laginu í dag? Fylgist spennt með klukkan 16:00
Akureyri Handboltafélag leikur í dag sinn þriðja leik eftir áramót og er leikurinn gegn HK og byrjar klukkan 16:00. Það verður gaman að sjá hvernig liðið kemur tilbúið til leiks en liðið þarf á sigri að halda til að komast aftur í gang eftir tvo dapra leiki. Leikur dagsins er gegn HK en HK hefur verið sjóðandi heitt í vetur. Heimasíðan býður upp á beina textalýsingu af leiknum sem hún hvetur fólk til að fylgjast með ef það kemst ekki á leikinn. Það er virkilega auðvelt að fylgjast með leiknum í gegnum Beinu Lýsinguna.
Beina Lýsingin opnast í nýjum glugga sem uppfærist af sjálfu sér á 15 sekúndna fresti. Það er því ekkert mál að fylgjast með. Leikurinn hefst eins og fyrr kom fram klukkan 16:00 en við hvetjum alla til að fylgjast vel með.
Gummi og félagar verða að finna leið framhjá hinum svakalega Petkevicius
Eftir að hafa farið illa af stað eftir hlé þá er komið að næsta leik hjá Akureyri en liðið fer í Kópavoginn og leikur við HK á morgun klukkan 16:00. HK er í öðru sæti deildarinnar og hefði Akureyri því getað fengið mun betri leik til að koma sér í gang eftir tvo slæma tapleiki. Karakter kemur í ljós við mótlæti en þegar á botninn er hvolft þá skiptir í raun litlu sem engu við hverja maður leikur í þessari deild heldur er það eina sem skiptir máli að þú sjálfur komir stemmdur og klár í leikinn. Það hefur einmitt verið Akureyri að falli í leikjunum tveimur í febrúar eða að menn hafa ekki mætt nógu ákveðnir og grimmir í leikina. Það hlýtur að breytast á morgun en Akureyri er einfaldlega baráttulið og spila ekki þrjá leiki án þess að leggja sig fram að fullu.
HK liðið er firnasterkt eins og áður kom fram í 2. sæti deildarinnar en eins og staðan er núna þá virðast Valur og HK vera einu liðin sem líkleg eru til þess að vinna Íslandsmeistaratitilinn í ár. Þau eru einfaldlega að leika besta boltann um þessar mundir þó vissulega Stjarnan gæti blandað sér í titilbaráttuna haldi þeir áfram að leika eins og þeir hafa verið að gera.
Miglius þjálfari HK er að gera flotta hluti í Kópavoginum en lið hans er hugsanlega með bestu vörnina í deildinni. Bakvið hana stendur svo Egidijus Petkevicius sem lék nú með KA fyrir nokkrum árum en hann er svo sannarlega frábær þegar hann er í stuði. Valdimar Þórsson þarf vart að kynna en ógnarskot hans tala sínu máli en hann er einhver besti leikmaður deildarinnar á góðum degi. Augustas Strazdas er einnig afar öflugur í liði HK en það væri í raun mikil vinna að fara að telja upp alla þá leikmenn HK sem hafa verið að spila vel í vetur en þeir eru með ótrúlega breidd sem hefur verið að skila þeim þangað sem þeir eru.
Ljóst er að þetta verður erfitt en okkar menn verða bara að kveikja aftur á vélinni. Þeir verða að finna sitt fyrra form og þá kemur þetta allt aftur. Það þarf bara smá baráttu til að koma öllu dæminu í gang aftur og er fullviss um að það gerist á morgun.
Leikur HK og Akureyrar fer fram í Digranesi klukkan 16:00 á morgun, sunnudag. Það er kominn tími á að Akureyri vakni og fari að leika á þeirri getu sem þeir gerðu fyrir jól. Allir þeir sem geta mætt á leikinn eru eindregið hvattir til að mæta á leikinn og reyna að hjálpa Akureyri aftur í gang.
Við þurfum þetta aftur!
Við þurfum okkar fyrri leik aftur. Kemur hann á morgun? Fylgstu með!
Það þarf varla að taka það fram en auðvitað verður leikur HK og Akureyrar á morgun í Beinni Lýsingu á morgun. Leikurinn er klukkan 16:00 í Digranesi og ljóst er að þetta verður hörkuleikur en HK er í 2. sæti í mikilli baráttu við Val um titilinn stóra. Okkar menn verða að ná toppleik á morgun og getur fylgst með í Beinu Lýsingunni hvort svo verði. Þeir sem hins vegar komast á leikinn eru eindregið hvattir til þess enda lang best að sjá leikinn með eigin augum.
HK - Akureyri, Digranes, sunnudaginn 25. febrúar klukkan 16:00.
Hörður Fannar vongóður um að báráttan komi á morgun
Hörður Fannar Sigþórsson skrifaði undir nýjan tveggja ára samning fyrir Akureyri á dögunum en þessi 24 ára línumaður hefur verið að leika vel í vetur. Við tókum viðtal við hann og spurðum hann meðal annars út í HK leikinn á morgun.
SÁ: Hörður Fannar þú skrifaður undir nýjan samning á dögunum. Ertu tiltölulega sáttur með hann? Hörður: Já, mjög svo.
SÁ: Þú semur til tveggja ára. Ertu ánægður með handboltann á Akureyri og annað? Hörður: Já svona hingað til hefur þetta verið fínt nema kannski bara seinustu tveir leikir hjá okkur sem voru vægast sagt ömurlegir. Hins vegar er bara bjart yfir þessu.
SÁ: Ertu bjartsýnn á framhaldið? Hörður: Já, við erum með sterkan hóp. Núna verðum við bara að ná að finna okkar fyrra form aftur frá því fyrir jól.
SÁ: Eins og þú segir þá voru þarna tveir skelfilegir leikir. Kanntu einhverja skýringu á því? Hörður: Menn eru bara ekkert að mæta klárir í leikina. Það er held ég það bara. Menn eru ekki að berjast og þess vegna hefur þetta farið svona.
SÁ: Staðan orðin slæm en liðið verður bara að fara að spila á sinni réttu getu aftur? Hörður: Já það er nóg eftir af þessu móti og við eigum að geta halað inn einhver stig. Þetta er náttúrulega allt í einum pakka og við megum ekki misstiga okkur mikið meira ef við ætlum að halda okkur í deildinni.
SÁ: Það er HK á sunnudaginn, ertu spenntur fyrir þeim leik? Hörður: Já, ef við náum upp baráttunni og sóknarleik þá ætti þetta að verða hörkuleikur.
SÁ: Ef að baráttan kemur þá kemur allt annað með ekki satt? Hörður: Jú, ef að vörnin er góð þá kemur markvarsla og svo koll af kolli.
Heimasíðan þakkar Herði fyrir og minnir á leikinn klukkan 16:00 í Digranesi á morgun.
Alexey Kuzmins, hinn lettneski miðjumaður Akureyrar, er enn frá vegna meiðsla á olnboga sem hann hlaut fyrir um hálfum mánuði síðan. Meiðslin virðast nokkuð alvarleg og verður Alex ekki með Akureyri á sunnudag er liðið mætir HK í Kópavogi. Menn eru svo að vonast til að hann verði klár sem fyrst eftir það.
Nú reynir á karakter liðsins sem menn hafa oft sýnt áður í vetur
Þrátt fyrir slæman leik um seinustu helgi held ég samt að það sé engin ástæða að drekkja sér í neikvæði um gengi og spilamennsku Akureyrar Handboltafélags. Vissulega var spilamennskan um seinustu helgi slæm en í vetur hefur liðið sýnt fjölmarga góða leiki og svo sannarlega unnið stórgóða sigra. Liðið hefur sigrað topplið Vals sannfærandi og vel og þá hefur liðið einnig unnið Íslandsmeistara Fram sannfærandi svo dæmi séu tekin. Þannig að það er greinilegt að hæfileikinn er svo sannarlega til staðar og því í raun engin ástæða að örvænta.
Staðan er orðin slæm og reynir nú á karakter liðsins. Það reynir á karakterinn sem liðið hefur oft sýnt í vetur en ég þarf varla að rifja upp alla þá leiki sem Akureyri hefur snúið sér í vil eftir að hafa verið í vonlausri stöðu. Af hverju ættu þeir ekki að geta gert það sama nú?
Það eina sem liðið þarf að gera er að finna sitt fyrra form. Ná sömu báráttu og leikgleði í leik sinn en þá kemur vörnin sem þeir voru að spila fyrir hlé aftur og allt annað með. Persónulega er ég lítið stressaður yfir þessu því eindreginn trú mín er að þessir góðu handknattleiksleikmenn hefji aftur að spila á sinni réttu og bestu getu. Það þarf svo sannarlega ekki mikið að gerast og þó að það komi tveir slæmir leikir er það enginn heimsendir.
Framundan er stórleikur á sunnudag gegn HK í Kópavogi. Það eru engar ýkjur eða lýgi að ef Akureyri nær upp sínum rétta leik sunnudaginn næsta fær liðið tvo punkta í hús fyrir vikið. Liðið hefur sýnt karakter oft áður í vetur og trúi ég á að menn stígi upp enn og aftur á sunnudaginn.