Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15
Sanngjarn sex marka sigur á meisturum ÍBV - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Fyrri leiktímabil

Tímabilið 2014-15

Leikmenn meistarafl. karla
Úrslit leikja
Deild karla




Ljósmyndir frá leiknum     Myndband frá leiknum      Textalýsing frá leiknum     Tölfræði leiksins 
    Akureyri - ÍBV  25-19 (13-9)
Olís deild karla
Höllin Akureyri
Lau 21. mars 2015 klukkan: 17:00
Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Þorleifur Árni Björnsson
Umfjöllun

Sverre og Ingimundur bundu vörnina frábærlega saman í dag



21. mars 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar

Sanngjarn sex marka sigur á meisturum ÍBV

Það er óhætt að segja að Akureyrarliðið hafi sýnt sínar bestu hliðar í dag þegar þeir tóku á móti ríkjandi Íslands- og bikarmeisturum ÍBV. Þetta var í sjötta sinn sem Akureyri og ÍBV mætast á tveim árum og hafði ÍBV unnið alla fimm leikina þannig að sagan var heldur betur með þeim.

Meiðslalisti Akureyrar lengdist fyrir leikinn því að Sigþór Árni Heimisson sneri á sér ökkla á æfingu í vikunni og því ekki leikfær í dag. En Akureyrarliðið byrjaði leikinn af miklum krafti og eftir tæplega níu mínútna leik var staðan 5-1 fyrir heimamenn.

Vestmannaeyingar komu til baka og minnkuðu muninn í 7-5 en Magnús Stefánsson frá Fagraskógi hafði þá dregið vagninn fyrir þá og skorað þrjú mörk.

Hreiðar Levý kom í Akureyrarmarkið í þessari stöðu og átti heldur betur magnaða innkomu sem heimamenn nýttu vel og leiddu með fjórum mörkum, 13-9 í hálfleik.

Eyjamenn mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleiknum og skoruðu fyrstu tvö mörkin. Næstu mínútur hélst munurinn 2 til 3 mörk fyrir Akureyri en Vestmannaeyingar náðu að minnka muninn í eitt mark, 17-16 eftir tólf mínútna leik í seinni hálfleiknum. Þeir fengu kjörið tækifæri til að jafna leikinn en Hreiðar Levý var ekki á því og varði vítakast frá Theodóri, raunar varði hann alls þrjú vítaköst Eyjamanna í leiknum.

Í kjölfarið má segja að hafi runnið hamur á Akureyrarliðið. Vörnin sem hafði reyndar verið afar góð hreinlega skellti í lás. Sverre og Ingimundur börðust hreint frábærlega í vörninni og kveiktu svo sannarlega í sínum mönnum. Hreiðar fór í kjölfarið hamförum í markinu þannig að ÍBV skoraði einungis þrjú mörk á síðustu átján mínútum leiksins!

Sóknarleikurinn var afbragðsgóður og yfirvegaður þannig að jafnt og þétt byggðist upp örugg forysta á nýjan leik. Kristján Orri Jóhannsson og Nicklas náðu vel saman og röðuðu inn mörkum. Undir lokin skipti Atli „unglingunum“ inná og stóðu þeir sig vel. Arnór Þorri Þorsteinsson innsiglaði sex marka sigur með þrumuskoti gegnum Eyjavörnina og fyrsti sigur á ÍBV í sex leikjum staðreynd.

Eins og áður segir átti Hreiðar Levý magnaðan leik og var valinn maður Akureyrarliðsins en það er ástæða til að hrósa öllu liðinu fyrir frábæra baráttu sem skilaði frábærum sigri. Kristján Orri og Nicklas voru frábærir á hægri vængnum og Heimir Örn og Ingimundur stjórnuðu sóknarleiknum af mikilli yfirvegun. Það var þó einkum magnaður varnarleikur og markvarsla sem skóp sigurinn, enn og aftur ástæða til að hrósa öllu liðinu fyrir frábæra skemmtun í dag.

Mörk Akureyrar: Kristján Orri Jóhannsson 9 (3 úr vítum), Nicklas Selvig 5, Heimir Örn Árnason 3, Bergvin Þór Gíslason og Halldór Logi Árnason 2 hvor, Arnór Þorri Þorsteinsson, Heiðar Þór Aðalsteinsson, Ingimundur Ingimundarson og Þrándur Gíslason 1 mark hver.
Í markinu varði Hreiðar Levý 17 skot, þar af 3 vítaköst.

Mörk ÍBV: Magnús Stefánsson 5, Einar Sverrisson 4, Andri Heimir Friðriksson 3, Theodór Sigubjörnsson 3, Brynjar Karl Óskarsson, Guðni Ingvarsson, Grétar Þór Eyþórsson og Hákon Daði Styrmisson 1 mark hver.
Í markinu vörðu Haukur Jónsson 7 skot og Kolbeinn Aron Ingibjargarson 6 skot.

Næsti leikur Akureyrar er útileikur gegn Haukum laugardaginn 28. mars og síðan heimaleikur gegn FH mánudaginn 30. mars.

Tengdar fréttir

Kristján Orri fór hamförum í gær og skoraði 9 mörk úr 9 skotum!

22. mars 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar

Viðtöl eftir leik Akureyrar og ÍBV í gær

Akureyri vann frábæran sigur á sterku liði ÍBV í gær, við höldum áfram að tína til viðtöl við þjálfara og leikmenn frá öðrum miðlum. Byrjum á Einari Sigtryggssyni, blaðamanni mbl.is sem ræddi við Kristján Orra Jóhannsson og Magnús Stefánsson:

Kristján Orri Jóhannsson: Við erum drull­ugóðir

Kristján Orri Jó­hanns­son var í fanta­formi þegar Ak­ur­eyr­ing­ar lögðu Eyja­menn í Olís-deild karla í dag 25:19 á Ak­ur­eyri. Skoraði hann níu mörk úr jafn mörg­um skot­um. Kristján Orri hrósaði liði sínu í leiks­lok.

Þetta var glæsi­legt. Vörn­in okk­ar var frá­bær og Hreiðar að verja hrika­lega vel. Sókn­ar­leik­ur­inn var líka agaður og Nicklas var að mata mig í horn­inu. Ég þakkaði bara pent og nýtti mér það. Lík­lega var þetta einn af okk­ar betri leikj­um í vet­ur og við dutt­um aldrei niður í ein­hverja vit­leysu. Ég lít á þetta sem fín­an und­ir­bún­ing fyr­ir fram­haldið og úr­slita­keppn­ina. Það er mik­il­vægt að toppa á rétt­um tíma og við sýnd­um það í dag að þegar við spil­um eins og menn þá erum við drull­ugóðir.“

Nú var Sigþór Árni Heim­is­son ekki með í leikn­um vegna meiðsla en það virt­ist ekki há liðinu. „Já sem bet­ur fer söknuðum við hans ekki mikið. Ann­ars er þetta hætt að vera fyndið hvað meiðslin varðar. Von­andi er þetta búið þannig að við get­um stillt upp sterk­asta hópn­um í úr­slita­keppn­inni“ sagði Kristján Orri að lok­um.


Kristján Orri fagnar marki með Sverre

Magnús Stefánsson: Vor­um ein­fald­lega slapp­ir

Eyja­menn voru snögg­ir að forða sér frá Ak­ur­eyri eft­ir að hafa tapað fyr­ir norðan­mönn­um í Olís­deild karla í hand­knatt­leik í dag, 25:19.

Blaðamaður rétt náði í skottið á Magnúsi Stef­áns­syni á meðan hann klæddi sig í föt­in. Magnús komst ekki einu sinni í sturtu þar sem Eyja­menn voru að missa af flugi. Fyr­irliðinn var ekk­ert of hress.

„Við vor­um ein­fald­lega slapp­ir í þess­um leik. Ég er ekki al­veg að átta mig á þessu svona í fljótu bragði en við leggj­umst bara yfir okk­ar leik og reyn­um að bæta okk­ur. Við erum ekki á þeim stalli sem við vilj­um vera á og þurf­um að trekkja okk­ur í gang. Við erum tvö­fald­ir meist­ar­ar en för­um ekki langt á því. Það er eins og menn bíði bara eft­ir að allt hrökkvi í gang en það kann ekki góðri lukku að stýra. Ég er alls ekki sátt­ur með frammistöðuna í síðustu leikj­um og við þurf­um að fara í smá sjálfs­skoðun“ sagði Magnús að lok­um og rauk upp í rútu.


Magnús í hasar á línunni gegn Akureyri

Þá liggur leiðin til Birgis H. Stefánssonar á visir.is sem ræddi við Atla Hilmarsson auk þess sem hann ræddi við Gunnar Magnússon, þjálfara ÍBV:

Atli Hilmarsson: Búnir að lenda illa í þeim

„Frábær leikur“, var svar Atla Hilmarssonar þjálfara Akureyrar þegar hann var spurður út í fyrstu viðbrögð strax eftir leik.

„Ég er mjög ánægður með það hvernig liðið kemur til leiks, vörnin einstaklega góð og við vorum skynsamir frammi. Við erum búnir að lenda illa í þeim núna tvisvar en vorum mun skynsamari í dag. Fyrst og fremst er þetta þó vörn og markvarsla.“

Hreiðar byrjaði ekki leikinn en kom nokkuð snemma inn og endaði með sautján varin skot.

„Já og þar af þrjú víti. Það er auðvitað alveg frábært að vera með tvo svona góða markmenn. Tomas er búinn að vera frábær í allan vetur og svo er aldeilis flott að eiga svo einn svona á bekknum sem kemur og hjálpar til.“

„Fyrir okkur er þetta fyrst og fremst gott veganesti inn í úrslitakeppnina. Núna erum við komnir þangað og ætlum að klifra eitthvað ofar ef það er hægt ásamt því að nota þessa leiki til að koma liðinu í gang fyrir úrslitakeppni.“
„Vonandi getum við svo farið að stilla upp okkar besta liði.“

Gunnar Magnússon: Verðum að nýta tímann ef við ætlum að vera með í þessu

„Við gerum okkur þetta rosalega erfitt,“ sagði Gunnar Magnússon strax eftir leik.

„Við förum með einhver þrjú víti á ögurstundu og sex eða sjö hraðaupphlaup sem gerir þetta svo hrikalega erfitt. Það er ekki hægt að koma hingað norður og fara svona illa með þessi hraðaupphlaup og víti.“

Eyjamenn virtust ekki geta hitt á markið í upphafi leiks og náðu svo ekki að vinna upp það forskot seinna í leiknum.

„Já, við vorum lengi í gang og í heildina þá vantaði bara upp á allt saman. Vörnin var ekki nægilega góð, sóknarlega voru flestir kaldir og ekki neinn að draga vagninn og hraðaupphlaupin voru ekki til staðar.“

„Akureyri var betra en við á öllum sviðum í dag og við verðum að spýta í lófanna, þetta er ekki nægilega gott.“

„Ég er ekki nógu ánægður með standið á liðinu í dag og það er stutt í úrslitakeppni, við þurfum að nýta tímann fram að því gríðarlega vel ef við ætlum að vera með í þessu.“


Atli hefur góða stjórn á sínum mönnum og ræðir hér við Peking vörnina

Þá fjallaði RÚV aðeins um leikinn í fréttatíma sínum í gær og ræddi þar við Hreiðar Levý Guðmundsson ásamt Gunnari Magnússyni þjálfara ÍBV.



Hreiðar var tekinn í viðtal hjá RÚV

21. mars 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar

Svipmyndir frá leik Akureyrar og ÍBV (myndband)

Akureyri vann magnaðan sigur á Íslands- og Bikarmeisturum ÍBV fyrr í dag 25-19. Hér má sjá svipmyndir frá glæsisigrinum en RÚV sýndi þessa frétt um leikinn þar sem Hreiðar Levý Guðmundsson, maður leiksins, er meðal annars tekinn í viðtal.



Eyjamenn hafa heldur betur safnað titlum

20. mars 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar

Akureyri mætir bikarmeisturunum á laugardaginn

Það er svo sannarlega hægt að tala um stórleik í Íþróttahöllinni á laugardaginn þegar Íslandsmeistarar ÍBV og nýkrýndir bikarmeistarar koma norður. Það er mikið í húfi fyrir bæði lið en einungis munar tveim stigum á liðunum, ÍBV með 23 stig en Akureyri 21 en þau sitja í 6. og 7. sæti deildarinnar og hafa klárlega að markmiði að klifra aðeins ofar í deildina áður en til úrslitakeppninnar kemur.

Bæði lið misstigu sig í síðustu leikjum gegn botnliðum deildarinnar, ÍBV tapaði gegn óvænt gegn Stjörnunni í Garðabænum 28-26 og Akureyri gerði aðeins jafntefli gegn HK 22-22. Þannig að leikmenn liðanna vilja örugglega bæta fyrir þá leiki.

Fyrir utan þennan leik eiga liðin að auki eftir þrjá leiki í deildarkeppninni, Akureyri á eftir útileik gegn Haukum, síðan heimaleik gegn FH og loks útileik gegn ÍR.
ÍBV á hins vegar eftir heimaleik gegn Aftureldingu, heimaleik gegn HK og loks útileik gegn FH.

Í ljósi þess að öll liðin í deildinni hafa verið að vinna hvert annað þá á Akureyri meira að segja ennþá fræðilegan möguleika á fjórða sætinu í deildinni og þar með heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. En til þess að það gangi eftir þarf Akureyri að vinna alla fjóra leiki sína og jafnframt þarf FH að tapa öllum sínum þrem leikjum, gegn Fram, Akureyri og ÍBV.

Leikurinn gegn ÍBV hefst klukkan 17:00 á laugardaginn.


Magnús Stefánsson frá Fagraskógi, fyrirliði ÍBV


Það var vel tekist á þegar liðin mættust í Höllinni fyrr í vetur

Jafnframt bendum við á að Hamrarnir eiga sinn síðasta heimaleik í deildinni á sunnudaginn, þar mæta þeir Mílunni (sem er af stór-Selfoss svæðinu) og hefst sá leikur klukkan 15:30 í Íþróttahöllinni.


Til baka    Senda á Facebook

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson