Heimasíðan
 Fréttir  -   Úrslit  -   Næstu leikir  -   Deildin

    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Aðalfundurinn verður kláraður í kvöld

18. maí 2017 - Akureyri handboltafélag skrifar

Framhaldsaðalfundur AHF í kvöld - leikmenn

Við minnum á að aðalfundi Akureyrar Handboltafélags sem hófst 24. apríl var frestað og verður þráðurinn tekinn upp í kvöld klukkan 20:00. Framhaldsfundurinn verður í Íþróttahöllinni og hefst klukkan 20:00.
Þegar fundinum var frestað var komið að því að kjósa stjórn og verður það væntanlega verkefni fundarins auk annarra mála.
Við hvetjum áhugamenn um handboltann á Akureyri til að koma og kynna sér stöðu mála.

Leikmannamál

Eins og fram hefur komið í fréttatilkynningu frá KA og Þór þá verður rekstur Akureyrar Handboltafélags nú alfarið í höndum Þórs. Samningsbundnir leikmenn hafa frjálst val um hvort þeir spili undir merki Akureyrar eða KA og eru félögin þessa dagana að kynna sín framtíðaráform fyrir leikmönnum.

Í gær endurnýjuðu þrír leikmenn samninga sína við AHF


Frá vinstri Hafþór Vignisson, Arnþór Gylfi Finnsson og Arnór Þorri Þorsteinsson. Félagið bindur miklar vonir við þessa flottu stráka í framtíðinni.

Fjórir leikmenn hafa þegar samið við KA og er að sjálfsögðu ánægja í herbúðum KA með þeirra ákvörðun.






Efst Sigþór Árni Heimisson, þá Daði Jónsson, neðst Aron Tjörvi Gunnlaugsson og Heimir Pálsson.

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook

Efst á síðu

Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson