| Tími | Staða | Skýring |
|
|
| Velkomin í Beina Lýsingu frá leik Akureyrar og HK í síðustu umferð DHL-Deildar karla, leikurinn hefst klukkan 16:10. Það er ljóst að heimamenn munu enda í 5. sæti en HK getur orðið Íslandsmeistari. Akureyri mun hinsvegar ekki leyfa HK að fagna titli í KA-Heimilinu
|
|
|
| Liðin eru nýhafin að hita upp
|
|
|
| Það má búast við fjölmenni frá Kópavogi á leikinn í dag. Stuðningsmenn HK reyndu að leigja flugvél norður en það gekk ekki. Það má þó búast við að einhverjir leggi í keyrslu norður í leikinn.
|
|
|
| Leikurinn fer alveg að byrja
|
|
|
| Hópur Akureyrar Markmenn: Hreiðar Levý Guðmundsson og Sveinbjörn Pétursson Útileikmenn: Andri Snær Stefánsson, Magnús Stefánsson, Ásbjörn Friðriksson, Þorvaldur Þorvaldsson, Nikolaj Jankovic, Rúnar Sigtryggsson, Goran Gusic, Heiðar Þór Aðalsteinsson, Atli Ævar Ingólfsson, Aigars Lazdins, Valdimar Þengilsson og Hörður Fannar Sigþórsson
|
|
|
| Hópur HK Markmenn: Egidius Petkevicius og Hlynur Jóhannsson Útileikmenn: Hákon Bridde, Brynjar Valsteinsson, Tómas Eitutis, Augustas Strazdas, Ragnar Hjaltested, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Ragnar Snær Njálsson, Valdimar Þórsson, Brendan Þorvaldsson, Sigurgeir Árni Ægisson og Gunnar Jónsson
|
|
|
| Búið er að kynna liðin, Skapti Hallgrímsson varaformaður Akureyrar þakkar Aigars Lazdins með blómvendi fyrir hans starf fyrir handboltann. Þetta er hans síðasti leikur á ferlinum
|
|
|
| Leikurinn mun hefjast eftir örskamma stund. Akureyri mun byrja með boltann
|
|
|
| Sveinbjörn mun byrja í marki Akureyrar
|
| 00:01
|
| Akureyri hefur hafið leikinn
|
| 00:27
|
| Ásbjörn reynir en brotið er á honum
|
| 00:50
|
| Rúnar skýtur yfir
|
| 01:14
| 0-1
| Eitutis skorar fyrir HK
|
| 01:40
| 1-1
| Ásbjörn skorar með laglegu marki
|
| 01:55
|
| Akureyri byrjar með að taka tvo úr umferð
|
| 02:13
| 1-2
| Brendan skorar fyrir HK
|
| 02:25
|
| Akureyri fær aukakast
|
| 02:46
|
| Rúnar reyndi en brotið var á honum
|
| 03:03
|
| Akureyri missti boltann en slæm sending frá Petkevicius olli því að Akureyri fékk boltann á ný
|
| 03:36
|
| Rúnar braust í gegn en skaut beint í Petkevicius
|
| 03:43
|
| HK leggur af stað í sókn
|
| 04:55
|
| Hörður Fannar nær boltanum
|
| 04:04
|
| Hörður Fannar brýst í gegn og fær vítakast
|
| 04:22
| 2-2
| Goran Gusic skorar úr vítinu
|
| 04:42
|
| Goran Gusic fær gult spjald fyrir smá bakhrindingu
|
| 05:04
| 2-3
| Eitutis skorar fyrir HK
|
| 05:29
|
| Jankovic reynir skot fyrir utan en það er varið
|
| 05:37
|
| Rúnar hinsvegar stelur boltanum
|
| 05:55
|
| Akureyri í sókn
|
| 06:23
| 2-4
| Ásbjörn með skot sem var varið og Ragnar Hjaltested refsaði með marki
|
| 06:55
|
| Ásbjörn reynir en aukakast
|
| 07:08
| 3-4
| Rúnar skorar fyrir utan
|
| 07:34
|
| Sveinbjörn ver vel og Akureyri með boltann
|
| 07:50
| 3-5
| Akureyri missir boltann og Brendan skorar
|
| 08:16
|
| Hörður Fannar með skot fyrir utan sem er varið
|
| 08:35
|
| Hörður Fannar með góða vörn, aukakast dæmt
|
| 08:49
|
| Heiðar Þór fær gult spjald
|
| 09:07
| 3-6
| Brendan skorar af línunni
|
| 09:19
|
| Heiðar Þór fer í gegn en klikkar, Akureyri heldur boltanum
|
| 09:38
| 4-6
| Rúnar skorar gott mark
|
| 10:06
| 4-7
| Ólafur Bjarki skorar fyrir HK
|
| 10:21
|
| Akureyri er farið að taka einn mann úr umferð í stað tveggja
|
| 10:54
|
| Magnús er kominn inná og fær aukakast
|
| 11:19
| 5-7
| Goran Gusic gerir vel og fer í gegn og skorar mark
|
| 11:44
|
| Sveinbjörn ver
|
| 11:57
|
| Akureyri í sókn, og Hörður Fannar fær aukakast
|
| 12:23
|
| Akureyri missir boltann en Magnús gerir vel og stöðvar hraðaupphlaup HK
|
| 13:02
| 5-8
| Ólafur Bjarki skorar eftir furðulega sókn HK
|
| 13:33
|
| Jankovic klikkar í sirkusmarkstilraun
|
| 14:04
|
| Akureyri fær boltann
|
| 14:20
| 6-8
| Heiðar Þór skorar eftir laglegt spil heimamanna
|
| 14:54
|
| Skref dæmt á HK
|
| 15:05
| 7-8
| Magnús skorar með þrumuskoti af gólfinu
|
| 15:46
|
| Hörður Fannar brýtur á Valdimar Þórssyni
|
| 16:01
|
| Akureyri nær boltanum
|
| 16:14
|
| Tíminn er stopp, eitthvað rusl á boltanum og Goran Gusic tekur það af
|
| 16:15
|
| Sveinbjörn hefur leikinn að nýju
|
| 16:48
|
| Goran Gusic skýtur yfir fyrir utan
|
| 17:06
| 7-9
| Valdimar Þórsson skorar með laglegu skoti
|
| 17:39
|
| Akureyri glatar boltanum
|
| 17:50
| 7-10
| HK nær að skora eftir að Sveinbjörn hafði varið
|
| 18:18
|
| Hörður Fannar fær vítakast og Ragnar Snær Njálsson fær gult spjald
|
| 18:32
|
| Goran Gusic mun taka vítið
|
| 18:34
| 8-10
| Goran Gusic skorar
|
| 18:50
|
| Akureyri er að leika 6-0 vörn
|
| 19:09
|
| HK fær aukakast, gat verið ruðningur
|
| 19:30
|
| Akureyri fær boltann
|
| 19:40
|
| Akureyri reynir að komast í gegn en það gengur ekki, Akureyri heldur boltanum
|
| 20:13
|
| Magnús reynir en brotið er á honum
|
| 20:30
|
| Töf dæmd á Akureyri
|
| 20:40
| 8-11
| Ragnar Hjaltested skorar fyrir HK
|
| 21:07
| 9-11
| Aigars skorar með skoti fyrir utan
|
| 21:33
| 9-12
| Brynjar skorar fyrir HK eftir að Valdimar skaut í stöng
|
| 22:08
|
| Aigars með skot sem er varið, Akureyri heldur boltanum
|
| 22:20
| 10-12
| Ásbjörn með gott skot fyrir utan sem verður að marki
|
| 22:45
|
| Heiðar Þór brýtur á Ragnari, aukakast
|
| 23:16
|
| Sveinbjörn ver frá Valdimar Þórssyni
|
| 23:30
| 11-12
| Þorvaldur vippar skemmtilega yfir Petkevicius
|
| 23:57
|
| HK fær aukakast, komin fín stemmning í húsið
|
| 24:07
|
| Ruðningur dæmdur á HK
|
| 24:25
|
| Aigars fiskaði ruðninginn
|
| 24:47
| 12-12
| Þorvaldur vippar aftur skemmtilega yfir Petkevicius
|
| 25:15
|
| Brotið á Strazdas
|
| 25:30
|
| Frábær vörn hjá Akureyri
|
| 25:51
|
| Sveinbjörn ver glæsilega, HK með boltann
|
| 26:14
|
| Hörður Fannar brýtur, aukakast
|
| 26:30
| 12-13
| Ólafur Bjarki skorar eftir að höndin var búin að vera uppi lengi
|
| 26:48
|
| Dómararnir höfðu átt að dæma boltann af HK
|
| 27:08
| 13-13
| Magnús skorar gott mark, Aigars bjó til færið, gamli er funheitur
|
| 27:41
|
| Aigars fær 2 mínútur fyrir að bregða fæti fyrir boltann
|
| 28:02
|
| HK fær vítakast
|
| 28:10
|
| Valdimar mun taka það
|
| 28:16
|
| Sveinbjörn gerir sér lítið fyrir og ver frá Valdimar Þórssyni
|
| 28:32
|
| Tíminn er stopp, eitthvað rusl á boltanum
|
| 28:33
|
| Magnús hefur leikinn að nýju
|
| 28:46
|
| Ásbjörn fær aukakast
|
| 29:05
|
| Höndin er uppi og Akureyri á aukakast
|
| 29:30
|
| HK brýtur harkalega á Magnúsi en dómararnir dæma boltann af Akureyri. Ótrúlegt!
|
| 29:43
|
| HK fær vítakast og Rúnar fær 2 mínútur. Dómararnir eru að gera vægast sagt furðulega hluti í augnablikinu
|
|
|
| Tíminn er stopp
|
|
|
| Valdimar Þórsson gerir sig kláran að taka vítið
|
| 29:45
| 13-14
| Valdimar skorar úr gefna vítinu
|
| 29:58
|
| Aigars reynir skot fyrir utan og rifið er aftan í hann en leikmenn HK sleppa
|
|
|
| Sævar Árnason tekur leikhlé þegar 2 sekúndur eru eftir
|
|
|
| Það er ótrúlegt að horfa upp á dómgæsluna síðustu mínútur. Dómararnir eru hreinlega að gera í brækurnar. Ég reyni að vera hlutlaus en þetta er ekki hægt
|
|
|
| Leikmenn koma aftur inn
|
| 30:00
|
| Ásbjörn reyndi að komast í gegn en ekkert gekk og fyrri hálfleik er lokið
|
|
|
| HK leiðir 13-14 í hálfleik
|
|
|
| Valur er að sigra gegn Haukum og því eru þeir líklegri en HK til að verða Íslandsmeistarar
|
|
|
| Sveinbjörn varði 6 bolta í hálfleiknum
|
|
|
| Hreiðar Levý var eitthvað slæmur fyrir leikinn og Elmar Kristjánsson var líklegur til að koma inn í hóp Akureyrar fyrir leikinn. Hreiðar er þó í hópnum
|
|
|
| Einar Logi er ekki með vegna fingurbrots og Andri Snær er slæmur í öxl og ökkla og mun því væntanlega ekki leika mikið í dag. Hann var þó í vörn til að byrja með
|
|
|
| Liðin eru að koma inn á völlinn
|
|
|
| Síðari hálfleikurinn er alveg að hefjast
|
| 30:01
|
| HK hefur hafið síðari hálfleikinn
|
| 30:19
|
| Þorvaldur stelur boltanum
|
|
|
| Hreiðar Levý byrjar í marki Akureyrar
|
| 30:51
|
| Ásbjörn fær aukakast, Akureyri er einum færri
|
| 31:03
|
| HK fær boltann
|
| 31:12
| 13-15
| Strazdas skorar
|
| 31:41
|
| Magnús reynir en brotið er á honum
|
| 31:58
|
| Akureyri er með fullskipað lið
|
| 32:07
| 14-15
| Ásbjörn skorar með góðu skoti
|
| 32:41
|
| Hreiðar Levý ver
|
| 32:51
|
| Þorvaldur fær boltann á línunni en fær aukakast
|
| 33:26
|
| Magnús hamrar boltanum í stöngina
|
| 33:38
|
| Fótur dæmdur á HK
|
| 33:47
|
| Heiðar Þór fer inn úr agalega slæmu færi og setur framhjá
|
| 34:05
| 14-16
| Brendan skorar fyrir HK
|
| 34:28
|
| Aigars fær aukakast
|
| 34:50
|
| Magnús reynir en fær aukakast
|
| 35:05
|
| Akureyri glatar boltanum
|
| 35:32
|
| Hreiðar Levý ver glæsilega í tvígang en HK fær vítakast
|
| 35:58
| 14-17
| Valdimar skorar
|
| 36:24
|
| Aigars brýst í gegn og fær vítakast
|
| 36:44
| 15-17
| Goran Gusic skorar úr vítinu
|
| 37:13
|
| Strazdas fær aukakast
|
| 37:30
|
| Akureyri með boltann
|
| 37:43
|
| Akureyri stillir upp
|
| 38:06
| 16-17
| Magnús skorar með mjög góðu skoti fyrir utan
|
| 38:30
|
| Eitutis skýtur framhjá
|
| 38:41
| 17-17
| Hörður Fannar jafnar með frábæru marki
|
| 39:04
|
| Aigars ver skot frá Valdimari Þórssyni, hornkast
|
| 39:30
| 18-17
| Hörður Fannar kemur Akureyri yfir með marki úr hraðaupphlaupi, Aigars er að búa þetta allt til
|
| 39:56
|
| Andri Snær kemur inn í stað Heiðars
|
| 40:11
|
| Hreiðar Levý ver og Andri kastar sér á boltann og nær honum
|
| 40:25
|
| Magnús með skot sem er varið en Akureyri heldur boltanum
|
| 40:50
|
| Ásbjörn fær aukakast
|
| 41:07
|
| Andri Snær skýtur en það er varið
|
| 41:17
|
| Hreiðar Levý ver úr hraðaupphlaupi en víti er dæmt
|
| 41:33
|
| Valdimar Þórsson mun taka það
|
| 41:38
| 18-18
| Valdimar jafnar leikinn
|
| 42:00
|
| Ásbjörn fer á vörnina og brotið er á honum, aukakast
|
| 42:12
|
| Jankovic með skot í vörnina, hornkast
|
| 42:27
| 19-18
| Aigars með frábært mark af gólfinu
|
| 42:50
|
| Hörður Fannar brýtur af sér
|
| 43:00
|
| HK skýtur framhjá
|
| 43:13
|
| Jankovic klikkar í fínu færi
|
| 43:35
|
| Jankovic stal boltanum en Aigars kastar honum útaf
|
| 43:57
|
| HK í sókn
|
| 44:03
|
| Aukakast hjá HK
|
| 44:22
| 19-19
| Ólafur Bjarki skorar gott mark og jafnar
|
| 44:48
|
| HK stal boltanum og fór í hraðaupphlaup. Magnús fær 2 mínútur fyrir litlar sakir við að stöðva hraðaupphlaupið
|
| 44:52
|
| Leikurinn er hafinn að nýju eftir smá hlé
|
| 45:16
|
| Rúnar stelur boltanum
|
| 45:40
|
| Rúnar fær aukakast
|
| 45:58
| 19-20
| Brynjar kemur HK yfir
|
| 46:19
|
| 30 sekúndur í að Akureyri fái fullskipað lið
|
| 46:35
| 19-21
| Valdimar Þórsson skorar úr hraðaupphlaupi
|
| 16:50
|
| Akureyri er með fullskipað lið
|
| 47:14
|
| Rúnar með skot í varnarvegginn og HK með boltann
|
| 47:43
|
| Akureyri nær boltanum
|
| 47:54
|
| Akureyri gefur sér góðan tíma
|
| 48:08
| 20-21
| Aigars skorar frábært mark
|
| 48:20
|
| Þorvaldur nær boltanum en HK fær aukakast
|
| 48:54
| 21-21
| Andri Snær nær boltanum og jafnar með marki úr hraðaupphlaupi. Ragnar Hjaltested fær 2 mínútur!
|
| 49:00
|
| HK leggur af stað í sókn einum færri
|
| 49:23
|
| HK fær aukakast, eftir að Eitutis hafði skotið yfir
|
| 49:39
| 21-22
| Strazdas skorar
|
| 49:51
| 22-22
| Magnús jafnar með góðu gegnumbroti
|
| 50:20
|
| Hörður Fannar brýtur, aukakast
|
| 50:33
|
| Hreiðar Levý ver, Akureyri með boltann
|
| 50:47
| 23-22
| Hörður Fannar kemur Akureyri yfir eftir sendingu frá Andra Snæ
|
|
|
| HK tekur leikhlé
|
|
|
| Valur er enn að vinna gegn Haukum
|
| 50:57
|
| HK hefur leikinn að nýju
|
| 51:20
|
| Hreiðar Levý ver en HK fær aukakast
|
| 51:37
|
| HK fær aukakast og tíminn er stopp, Valdimar Þórsson bíður á bekknum
|
| 51:53
|
| HK fær aukakast
|
| 52:02
|
| HK skýtur yfir
|
| 52:17
|
| Magnús fær aukakast
|
| 52:43
|
| Þorvaldur krækir í vítakast eftir að Aigars hafði náð að setja boltann á hann
|
| 52:47
| 24-22
| Goran Gusic skorar
|
| 53:00
|
| HK hefur engin svör við varnarleik Akureyrar
|
| 53:18
| 24-23
| Hreiðar Levý ver boltann inn
|
| 53:35
| 25-23
| Rúnar skorar með frábæru skoti
|
| 54:17
|
| HK fær aukakast
|
| 54:24
|
| Aftur fær HK aukakast
|
| 54:46
|
| Boltinn er dæmdur af HK
|
| 55:02
| 26-23
| Hörður Fannar skorar úr hraðaupphlaupi eftir að Aigars hafði stolið honum af Valdimar Þórssyni sem var með boltann
|
| 55:11
|
| HK fær 2 mínútur
|
| 55:24
|
| Goran Gusic fær 2 mínútur
|
| 55:31
|
| Strazdas fær aukakast
|
| 55:46
| 26-24
| Brynjar minnkar muninn fyrir HK
|
| 56:07
|
| Ásbjörn fær aukakast
|
| 56:23
|
| Aigars fær aukakast
|
| 56:35
|
| Aigars fær dæmdan á sig ruðning
|
| 56:50
|
| HK fær aukakast
|
| 57:10
| 26-25
| Strazdas minnkar muninn af línunni
|
| 57:25
|
| Bæði lið eru fullskipuð
|
| 57:45
|
| Magnús með skot sem er varið
|
| 58:02
| 26-26
| Valdimar jafnar leikinn
|
| 58:30
|
| Andri Snær fær aukakast
|
| 58:40
|
| Aigars fer á vörnina og honum er ýtt illa við, aukakast
|
| 59:04
|
| Goran Gusic fær aukakast
|
| 59:15
| 27-26
| Andri Snær skorar
|
| 59:31
| 27-27
| Ólafur Bjarki jafnar
|
| 59:57
|
| HK er með boltann er 3 sekúndur eru eftir
|
|
|
| Boltinn mun fara í leik frá marki HK
|
| 60:00
|
| Leiktímanum er lokið, HK tókst ekki að skora
|
|
|
| Valsmenn eru því meistarar í ár þar sem þeir lögðu Hauka 33-31
|
|
|
| Enginn annar en Erlingur Kristjánsson mun afhenda HK silfurverðlaun á Íslandsmótinu í vetur
|
|
|
| Maður leiksins var Aigars Lazdins en sá gamli átti frábæran lokaleik á ferlinum
|