Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Spurning hvenær Jónatan klæðist Akureyrarbúningnum?

28. ágúst 2007 - Akureyri Handboltafélag skrifar

Jonni allur að koma til

Eins og flestir vita hefur Jónatan Magnússon átt við erfið meiðsli að stríða í lífbeini og nára í tæpt ár, eða allt frá því að hann snéri heim úr atvinnumennskunni þar sem hann lék með St. Raphael í Frakklandi. Heimasíðan tók hús á Jonna til að grennslast fyrir um framhaldið hjá honum en engum blöðum er um það að fletta að það yrði mikill styrkur fyrir liðið að hafa Jonna innanborðs.
Aðspurður um stöðuna á sér í dag sagði Jonni að hann væri bjartsýnni með hverjum deginum. "Ég er enn með verki eftir æfingar og á eitthvað í land með að ná fullu formi en ég er bjartsýnn sem fyrr. Ég á erfitt með ákveðnar hreyfingar og ég læt langhlaupin eiga sig en ég tek þátt í öllum inniæfingum af fullum krafti."

Nú styttist í að vertíðin fari af stað en Reykjavík Open hefst um næstu helgi og í kjölfarið kemur svo Kaffi Akureyri-mótið og um miðjan september hefst svo Íslandsmótið sjálft. En reiknar Jonni með að klæðast búningnum eitthvað á næstu vikum? "Ég stefni á að taka þátt í Reykjavík Open að einhverju leyti og sjá hvernig það kemur út hjá mér. Það má kannski segja að næsta helgi verði ákveðinn prófsteinn á framhaldið hjá mér en eins og ég segi þá er ég bjartsýnni í dag en ég var fyrir nokkrum vikum síðan og ég vonast til að geta hjálpað Akureyri í baráttunni í vetur. Það verður þó bara að koma í ljós hvort ég verð klár í fyrsta leik, eftir mánuð eða eftir áramót. Aðalatriðið hjá mér núna er að ná mér góðum, það tekur tíma að koma sér í form eftir þetta langan tíma."

Við spurðum að lokum Jonna hvernig Akureyraliðið kemur undan sumri að hans mati? "Mér sýnist á öllu að liðið komi ágætlega tilbúið. Liðið hefur æft gríðarlega vel, og ætti líkamlegi þátturinn að vera í lagi. Liðið hefur þó misst sterka leikmenn í þeim Hreiðari og Aigars en það verður verk yngri leikmanna að fylla í það skarð sem þeir skilja eftir sig. Við eigum marga efnilega stráka, sem fá eflaust fullt af tækifærum í vetur. Ég sá nokkra leiki með liðinu í fyrra, bæði góða og slæma, en það er held ég eðlilegt, þegar að nýtt lið er búið til úr tveimur, að það taki tíma að slípa allt saman. Vonandi tekst að koma stöðuleika á leik liðsins í vetur."

Heimasíðan þakkar Jonna fyrir spjallið og sendir honum baráttukveðjur í glímunni við meiðsladrauginn.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson