Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Okkar menn á erlendum vettvangi
17. september 2007 - Akureyri Handboltafélag skrifar
"Okkar menn í útlandinu" - Arnór góður með FCK
"Okkar menn" voru í eldlínunni með félögum sínum í Danmörku, Þýskalandi, Spáni og Noregi um helgina. Heimasíðan mun fylgjast vel með fyrrverandi leikmönnum Þórs og KA, og Akureyrarliðsins, sem verða í baráttunni annars staðar en hér heima.
Arnór Atlason og félagar í FC Kaupmannahöfn unnu Joachim Boldsen og félaga í AaB á útivelli 27-24 í dönsku 1. deildinni og lék Arnór vel í leiknum sem var í beinni útsendingu á DR1. Arnór gerði fimm mörk.
Árni Þór Sigtryggsson gerði 1 mark þegar BM Fraikin Granollers unnu Pilotes Posada 27-26 í spænsku 1. deildinni, eins og fram kom á heimasíðunni um helgina. Spænska deildin hófst um helgina og þetta var því fyrsti "alvöru" leikur Árna með nýja liðinu.
Vfl Gummersbach vann TuS N-Lübbecke 29-23 á útivelli í þýsku 1. deildinni (Bundesligunni) og var Guðjón Valur Sigurðsson með sjö mörk.
Tusem Essen lið Halldórs Sigfússonar gerð óvænt jafntefli við stórlið SG Flensburg í Þýskalandi 29-29 en Halldór var ekki í leikmannahóp Essen að þessu sinni.
TSV H.-Burgdorf tapaði á heimavelli 31 - 32 fyrir ASV Hamm og gerði Heiðmar Felixson 5 mörk fyrir Burgdorf í leiknum.
Í Noregi fékk Bodö lið Elverum, með þá Axel Stefánsson og Samúel Ívar Árnason innanborðs, í heimsókn og sigraði Elverum 33-31. Samúel var ekki á meðal markaskorara að þessu sinni.
Fücshe Berlin lið Andrius Stelmokas vann sinn fyrsta sigur um helgina, er liðið lagði Grosswaldstadt 29 - 23. Stelmokas gerði 2 mörk, en þurfti að yfirgefa leikvöllinn eftir 38 mínútur vegna 3x tveggja mínútna brottvísana.
Að lokum hefur Hreiðar Guðmundsson leik með sínu nýja liði Savehof í Svíþjóð þann 19. september.
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson