Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Þá er bara að æfa sig í þýskunni

18. september 2007 - Akureyri Handboltafélag skrifar

Þýskir leikir í beinni á Netinu

Áhugamenn um þýska handboltann, sem eflaust eru fjöldamargir bæði á Akureyri og annars staðar, geta nú fylgst betur með en áður - og m.a. gerst áskrifendur að sjónvarpsstöð sem sendir handboltaleiki líka út á Netinu og er hægt að horfa þá bæði í beinni útsendingu og líka síðar.

Til þess að gerast áskrifandi þarf að skrá á netslóðinni www.sportdigital.tv en þetta er áskriftarsjónvarpsstöð sem sendir líka út á Netinu. Stöðin sýnir yfir 150 leiki beint á hverju tímabili og þá leiki er einnig hægt að horfa á síðar, það er að segja ekki í beinni. Hægt er að kaupa alla leikina á tímabilinu á um 5.000 krónur, einnig er hægt að kaupa einn leik í einu, en stakur leikur kostar um það bil 270 krónur. Næstu leikir sem þeir sýna í beinni eru; athugið að tímasetningar miðast við íslenskan tíma - fyrsti leikurinn er í 2. umferð bikarkeppninnar, allir hinir í 1. deildinni:

Á morgun, 19. sept. kl. 18.05
HBW Balingen Weilstetten - Frisch Auf Göppingen
(Landsliðsmaðurinn Jalesky Garcia leikur með Göppingen)

Á föstudaginn, 21. sept. kl. 17.20
HSG Wetzlar - TuS N-Lübbecke

(Birkir Ívar Guðmundsson landsliðsmarkvörður er með Lübbecke sem og hornamaðurinn Þórir Ólafsson)

Á laugardag, 22. sept., verða svo fjórir leikir í boði:
  • TSV GWD Minden - HSV Hamburg
    (Einar Örn Jónsson fyrrverandi landsliðsmaður leikur með Minden)
  • SC Magdeburg - Füchse Berlin
    (Andrius Stelmokas, fyrrverandi leikmaður KA og Þórs, leikur með Berlínarliðinu)
  • SG Flensburg-Handewitt - THW Kiel
    (Með Flensburg leika tveir íslenskir landsliðsmenn Einar Hólmgeirsson og Alexander Peterson)
  • Rhein Neckar Löwen - TBV Lemgo
    (Landsliðsmaðurinn Logi Geirsson leikur með Lemgo)
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson