Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Maggi átti stórleik í seinni hálfleik og skoraði 12 mörk í allt
22. september 2007 - Akureyri Handboltafélag skrifar
Akureyri-Fram umfjöllun
Fyrsti heimaleikur vetrarins hjá körlunum fór fram í dag þegar Akureyri mætti Frömurum í annarri umferð N1 deildarinnar.
Leikurinn fór ágætlega af stað hjá okkar mönnum og jafnt var á öllum tölum framan af leiknum. Akureyri spilaði ágætis vörn framan af en sóknarleikurinn var nokkuð stirður. Mörkin létu nokkuð á sér standa hjá liðunum og mikið var um mistök á báða bóga.
Framarar leiddu megnið af hálfleiknum með einu til tveimur mörkum en fjórum mínútum fyrir hálfleik náðu heimamenn að jafna leikinn í 10-10. Síðustu þrjár mínútur hálfleiksins voru þó skelfilegar hjá Akureyri og Framarar skoruðu þrjú mörk í röð og leiddu í hléi 10-13.
Leikhléð sjálft var nokkuð tíðindamikið en þá kynnti Jóhannes Bjarnason kvennalið Akureyrar af sinni alkunnu snilld á meðan stelpurnar sýndu sig á gólfinu. Svo sannarlega ungt og efnilegt lið þar á ferð og vonandi að áhorfendur fjölmenni á fyrsta heimaleik þeirra á morgun gegn FH.
Þá fékk heppinn ársmiðahafi að spreyta sig í þeirri von að vinna sér inn GSM síma frá Vodafone. Það var svo Haukur Ármannsson sem kastaði boltanum glæsilega yfir völlinn, í stöngina og inn og vann sér þar með inn símann góða. Ekki var þó nauðsynlegt að setja boltann í stöngina á leiðinni í netið en boltinn mátti ekki snerta völlinn á leið sinni í markið og var Haukur ekki í vandræðum með það.
Segja má að síðari hálfleikur hafi hafist eins og þeim fyrri lauk og Framarar gerðu tvö fyrstu mörkin þrátt fyrir að Akureyri hafi byrjað með boltann. Staðan því orðin 10-15 og brekkan orðin grýtt hjá heimamönnum. Skemmst er frá því að segja að gestirnir héldu þessum fimm marka mun allt fram á lokamínúturnar þegar Akureyri náði loksins að minnka muninn í þrjú mörk en niðurstaðan fjögurra marka tap, 26-30.
Akureyri fékk mörg tækifæri til að koma sér inn í leikinn en fjöldinn allur af sendingafeilum, þá sérstaklega í hröðum sóknum urðu liðinu að falli. Þá voru Framarar mun ákveðnari í fráköstum auk þess sem lukkan var oftar en ekki bláklædd á mikilvægum augnablikum.
Akureyri hefur oft leikið betur en í dag. Sóknin var fremur ryðguð og allt of lítið kom út úr hægri vængnum. Magnús bar sóknarleikinn nánast á herðum sér í síðari hálfleik og skoraði hann í honum 9 mörk, hvert öðru fallegra.
Meiri eru þó kannski vonbrigðin með varnarleikinn en hann var ekki eins öflugur og menn höfðu búist við. Mótið er þó enn ungt og enn á eftir að slípa saman ýmis smáatriði.
Við bendum á beina textalýsingu sem fram fór hér á síðunni til að fá enn betri mynd af þróun leiksins.
Næsti leikur liðsins er gegn HK á útivelli á laugardaginn kemur en næsti heimaleikur er gegn Haukum og fer sá leikur fram fimmtudaginn 4. október.
Tölfræði:
Mörk/víti (fjöldi skota), annað
Magnús Stefánsson 12 (22), 1 tapaður bolti
Goran Gusic 6/3 (10/4)
Jónatan Magnússon 3 (3), 1 tapaður bolti
Andri Snær Stefánsson 2 (3), 1 tapaður bolti
Einar Logi Friðjónsson 2 (8), 1 ruðningur
Þorvaldur Þorvaldsson, 1 (1)
Rúnar Sigtryggsson 1 (4)
Heiðar Þór Aðalsteinsson 0 (2)
Hörður Sigþórsson 0 (1)
Björn Óli Guðmundsson, 1 tapaður bolti
Varin skot:
Sveinbjörn Pétursson 9
Siguróli Sigurðsson 6
Smelltu hér til að skoða myndir Þóris Tryggvasonar frá leiknum
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson