Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Hreiðar er að gera það gott í Svíðþjóð





4. október 2007 - Akureyri handboltafélag skrifar

"Okkar menn í útlandinu" – Hreiðar frábær í gærkvöldi

Nokkrir fyrrverandi leikmenn KA, Þórs og Akureyrar voru í eldlínunni í útlandinu í gærkvöldi, í Svíþjóð, á Spáni og í Noregi.

Hreiðar Levý Guðmundsson varði frábærlega í marki Sävehof þegar liðið vann Hammarby, 34:28, í toppslag sænsku úrvalsdeildarinnar. Hreiðar og félagar eru í efsta sæti deildarinnar.

Guðlaugur Arnarsson, sem þekktari er fyrir góðan varnarleik en að skora mikið, gerði 8 mörk þegar HK Malmö vann Helsingborg Svíþjóð, 37:30. Þetta voru fyrstu stig Málmeyinga í deildinni í vetur.

Árni Þór Sigtryggsson skoraði tvívegis fyrir Granollers þegar liðið tapaði 30:28 fyrir Portland á Spáni.

Elverum, sem Axel Stefánsson þjálfar, sigraði Drammen 29:23 og var Samúel Ívar Árnason með 5 mörk fyrir Elverum.

Þá töpuðu lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Gummersbach gegn Kiel í þýsku 1. deildinni, 33:31. Guðjón Valur Sigurðsson er meiddur sem kunnugt er og leikur ekki á næstunni, en Sverre Jakobsson lék að sjálfsögðu og var traustur í vörninni að vanda.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson