Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Heiðar átti stórgóðan leik og skoraði 5 mörk
4. október 2007 - Akureyri handboltafélag skrifar
Margt frábært og leiðinlegt að tapa fyrir Haukum
Leikurinn gegn Haukum í kvöld var að mörgu leyti frábær, þó Akureyri hafi tapað 27:22. Þær tölur gefa ekki rétta mynd af gangi mála því leikurinn var í járnum lengst af. Staðan var 22:22 þegar rúmar 6 mínútur voru eftir, en klúður í tveimur sóknum í röð hjá okkar mönnum varð til þess að Haukarnir náðu tveggja marka forystu, 24:22, þegar tvær og hálf mín. voru eftir. Strákarnir okkar reyndu allt hvað þeir gátu en Haukarnir skoruðu þrjú mörk úr hraðaupphlaupum á síðustu 40 sekúndunum!
Bæði lið léku mjög góðan varnarleik og markvarslan var í hæsta gæðaflokki, sérstaklega var Sveinbjörn Pétursson - Bubbi - frábær í marki Akureyrarliðsins. Hann varði 26 skot, þar af um helming úr dauðafæri! Stórbrotin frammistaða Bubba, sem dugði því miður ekki að þessu sinni.
Sóknarleikurinn var ekki nægilega góður; skytturnar Magnús og Einar Logi náðu sér engan vegin á strik en aðrir léku reyndar stórvel; sérstaklega Heiðar Þór, Jónatan, Goran og Andri Snær, sem lék lengstum í hægra horninu í sókninni. Þá var vörnin frábær; allir sem einn stóðu þar vaktina af stakri prýði og Magnús var þar í essinu sínu þótt hann hafi ekki sýnt sitt rétta andlit í sókninni að þessu sinni.
Hrein unun var að sjá kraftinn í okkar mönnum og einbeitinguna sem skein af þeim. Andri Snær, Heiðar, Þorvaldur, Jónatan, Hörður Fannar, Goran... Of langt mál að telja alla upp. Allir léku varnarleikinn með hjartanu að þessu sinni. Liðið er greinilega á réttri leið og með þessu hugarfari þurfa Akureyringar ekki að óttast neinn. Sóknarleikinn þarf að slípa og eftir það verður gaman að lifa!
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson