Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Sveinbjörn og Jonni stappa stálinu í hvorn annan





5. október 2007 - Akureyri handboltafélag skrifar

Hvað sögðu blöðin í morgun?

Fulltrúar fjölmiðlanna voru ákaflega ánægðir með leikinn í gærkvöldi, enda vart annað hægt. Fréttablaðið og Morgunblaðið höfðu orð á frábærri stemmningu.

hbh skrifar um leikinn í Fréttablaðið og er greinin svohljóðandi:
Haukar unnu Akureyri á gríðarlega erfiðum útivelli í gær 27-22 í N1-deild karla í handbolta. Lokatölurnar gefa þó ekki rétta mynd af leiknum sem var hraður og góð skemmtun í frábærri umgjörð.

Bæði lið gerðu sig sek um aragrúa af mistökum í upphafi leiks. Fjölmargir boltar töpuðust vegna ónákvæmra sendinga en á bakvið þéttar varnir voru markmenn liðanna í banastuði, sérstaklega Sveinbjörn í marki Akureyrar. Það var því lítið skorað í kaflaskiptum fyrri hálfleik. Haukar komust í 2-0 en Akureyri sótti síðan í sig veðrið og komst í 5-3. Haukarnir skoruðu þá sex mörk gegn einu en þá kom aftur slæmur kafli hjá gestunum sem leiddu þó 10-11 í hálfleik.

Það var stál í stál í síðari hálfleik og jafnt var á flestum tölum. Bæði lið léku betur en í fyrri hálfleik og þegar skammt lifi leiks var staðan 22-22. Haukar sýndu þá allar sínar bestu hliðar og skoruðu tvö góð mörk á meðan Akureyringum fannst halla á sig í dómgæslunni. Akureyringar fengu nokkur tækifæri til að minnka muninn í eitt mark, síðast þegar rúm mínúta lifði leiks en það tókst þeim ekki. Þess í stað kláruðu Haukar hið krefjandi verkefni norðan heiða og eru því áfram í efsta sæti deildarinnar ásamt Fram. Þjálfarinn Aron Kristjánsson var brosmildur í leikslok.

"Fyrst og fremst var þetta góð liðsheild og baráttuandinn var frábær. Við gerðum sjálfum okkur þetta mjög erfitt. Það er alltaf gaman að koma á Akureyri, hér er góð umgjörð og svona er skemmtilegast að vinna. Við vissum að okkar biði sært dýr eftir tap þeirra á heimavelli og svo stórt tap gegn HK. Þeir eru með fínt lið og við erum mjög ánægðir með sigurinn," sagði Aron. Haukar eru með sjö stig eftir fjóra leiki og eru enn án taps. "Við höfum byrjað mjög vel. Við vissum að það yrði erfitt að rétta við Haukaskútuna eftir margra ára velgengni en þetta gengur vel. Liðsheildin er mjög góð og það er allt að smella innan sem utan vallar," sagði Aron.

Rúnar Sigtryggsson, annar þjálfari Akureyrar, var mjög ósáttur með dómgæsluna í leiknum. "Þáttur dómaranna er ótrúlegur hérna. Ég er á því að Haukarnir fái ítrekað endurtekin tækifæri í sókninni upp úr þurru undir lokin. Ég vona að þessir dómarar verði settir niður um deild, það er ekki hægt að spila undir þessu. Leikurinn var skref í rétta átt hjá okkur en það er erfitt að spila við níu manns frá Reykjavík," sagði Rúnar.

Einar Sigtryggsson segir í Morgunblaðinu að leikurinn hafi verið frábær skemmtun, "hörkuspennandi og bauð upp á sviptingar og heimsklassa markvörslu. Jafnt var nánast á öllum tölum allt þar til í blálokin er Haukar skoruðu fimm mörk á meðan Akureyringar klúðruðu sínum sóknum. Lokatölur urðu 22:27 og gefa þær alls ekki rétta mynd af leiknum."

Einar segir, eftir að hafa rætt við Aron Haukaþjálfara: "Sem fyrr segir var leikurinn æsispennandi og varnarleikur í fyrirrúmi hjá báðum liðum. Athygli vakti markvarsla heimamannsins Sveinbjörns Péturssonar – Bubba, eins og hann er kallaður af félögum sínum. Hann varði hvorki fleiri né færri en 26 skot, þar af 13 þar sem Haukarnir voru í sannkölluðum úrvals færum. "Úff! Þetta var grátlegt, fimm marka tap eftir svona leik. Maður verður bara að halda áfram," sagði Bubbi, en hann var tvímælalaust besti maður leiksins.
Andri Snær Stefánsson tók undir þessi orð. "Með svona markvörslu og varnarleik eigum við ekki að tapa leikjum. Við verðum að slípa sóknarleikinn og seinni bylgjuna." Hverju orði sannara hjá stálmús þeirra Akureyringa en sóknarleikur liðsins var allt of stirður og skytturnar voru varla með í leiknum. Tólf markanna komu úr hornum eða hraðaupphlaupum og voru það einu björtu punktarnir í sóknarleik norðanmanna.
Haukarnir voru svo sem ekkert mikið betri í sínum sóknarleik en þeirra besti sóknarmaður var Andri Stefan sem skoraði mikilvæg mörk og spilaði félaga sína uppi. Aðrir áttu flestir sínar rispur en Arnar Jón Agnarsson stórskytta má muna sinn fífil fegurri enda orðinn allt of þungur. Ekki má svo gleyma markvörðum Haukaliðsins, Gísla Guðmundssyni og Aroni Rafni Eðvarðssyni, sem báðir vörðu vel, samtals sextán skot."
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson