Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Sebastian Alexandersson, Basti stóð í markinu hjá Selfyssingum
8. október 2007 - Akureyri handboltafélag skrifar
Umfjöllun frá Selfossi
Hér fer á eftir hluti úr umfjöllun þeirra Selfyssinga um bikarleikinn í gær. Textinn er fenginn af heimasíðu UMF Selfoss og það er Ívan sem hefur orðið.
Í gærkvöldi heimsóttu Akureyringar okkur á Selfoss til að spila í bikarnum. Vel yfir 150 manns mættu á leikinn og létu vel í sér heyra. Selfoss spilaði með sína venjulegu 6-0 vörn með Basta í markinu á meðan Akureyringar léku með framliggjandi 3-2-1 vörn sem setti mikla pressu á Selfoss liðið. Fyrsta korterið í leiknum var frekar markalítið og staðan jöfn 5-5 en stuttu síðar voru Akureyringar komnir í 6-11. Þegar allt virtist glatað ákvað Basti að gera eitthvað í málunum og fór að verja meistaralega. Við það fór allt Selfoss liðið í gang og Ramunas "Rambó" Mikalonis skoraði úr hverju langskotinu á fætur öðru og fyrr en varði voru Selfyssingar búnir að jafna. Háfleikstölur voru 14-13 Selfoss í hag og allt virtist ganga að óskum.
Seinni hálfleikurinn byrjaði hræðilega fyrir Selfoss og Akureyringar komust í 16-20 en þá tók Basti leikhlé. Það virkaði vel og staðan var orðin 20-20 innan skamms. Þá hitnaði mikið í kolunum dómarar og leikmenn gerðu flest mistökin sem til eru í bókinni. Akureyringar komust í 22-25 en þegar 50 sekúndur voru eftir var staðan 25-25 og Selfyssingar með boltann. Þeir misstu boltann klaufalega og Akureyringar nýttu sér það til fulls og skoruðu. Þegar hér var komið sögu voru aðeins 15 sekúndur eftir og Selfyssingar misstu boltann aftur klaufalega og Akureyringar tryggðu sér 25-27 sigur á Selfyssingum í mjög jöfnum leik.
Hjá Akureyri voru Magnús Stefánsson og Goran Gusic atkvæðamestir í sókn með 7 mörk hvor og Jónatan Magnússon stjórnaði sóknarleiknum eins og herforingi auk þess sem hann var frábær í varnarleiknum.
Sjá alla umfjöllunina hjá UMF Selfoss.
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson