Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Arnór er iðinn við kolann



15. október 2007 - Akureyri handboltafélag skrifar

"Okkar menn í útlandinu" - Arnór með átta mörk

Helstu tíðindi af okkar mönnum á erlendum vettvangi þessa helgina. Það eru ekki alltaf jólin hjá öllum þar frekar en hér heima.
  • FC Kaupmannahöfn tapaði um helgina fyrsta stiginu í vetur í dönsku deildinni. FCK gerði þá jafntefli heima gegn Nordsjælland, 28:28(13:14). Arnór Atlason var með 8 mörk. En FCK er samt sem áður í 1. sæti deildarinnar.
  • FC Barcelona rúllaði yfir Árna Sigtryggsson og félaga BM Granollers, 34:25, í spænsku deildinni um helgina. Árni skoraði ekki mark í leiknum. BM Granollers er í 11. sæti í spænsku deildinni, Liga Asobal.
  • Lübecke vann Essen 30 -26 í þýsku deildinni og er Essen í næst neðsta sæti deildarinnar með 3 stig. Halldór Sigfússon var í leikmannahóp Essen, en skoraði ekki.
  • Heiðmar Felixson gerði 3 mörk þegar Burgdorf vann SVA Bernburg á útivelli 33 - 20. Burgdorf er í 3. - 8. sæti í 2. deild norður í Þýskaland með 8 stig eftir 7 umferðir.
  • Ekki hefur hið svokallaða "næstum því allsber í miðbænum-hlaup" Axels Stefánssonar dugað til sigurs í útileik gegn Fyllingen. En Elverum lá 36 - 30 og náði Samúel Ívar ekki að skora í leiknum. Elverum er í 10. sæti í Noregi með 4 stig.
  • Gummersbach, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar sigraði í gær slóvenska liðið Celje Lasko, 32:28, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik en leikið var í Þýskalandi.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson