Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Er ekki pláss fyrir handboltann í íslenska sjónvarpinu?
23. október 2007 - Akureyri handboltafélag skrifar
Er handboltinn í Ríkissjónvarpinu?
Athyglisverð og umhugsunarverð grein birtist í dag á vefmiðlinum sport.is, þar sem greinarhöfundur gerir að umtalsefni umfjöllun Ríkissjónvarpsins um íslenska handboltann það sem af er vetri. Finnst honum frammistaðan ekki góð, svo vægt sé til orða tekið.
Greinin - undir yfirskriftinni Er handboltinn í Ríkssjónvarpinu? - er svohljóðandi:
Í sumar nutu íslenskir íþróttaáhugamenn frábærrar umfjöllunar um Landsbankadeildina í fótbolta. Sýn var með fjölda leikja í beinni útsendingu og Ríkissjónvarpið líkt og Sýn var með afbragðsmarkaþætti í lok hverrar umferðar þar sem farið var yfir helstu atburði allra leikja umferðarinnar. Af hverju nýtur N1 deildin í handbolta ekki sömu þjónustu?
Undirritaður hefur séð sjö leiki í fyrstu sex umferðunum. Eftir að hafa séð myndatökumenn Ríkissjónvarpsins líta inn annað slagið ákvað ég að taka tímann á því hve lengi þeir voru á staðnum í síðasta leik sem ég fór á sem var viðureign Aftureldingar og Hauka. Myndatökumaðurinn var heilar 10 mínútur í húsinu og hefur því náð í um það bil 5 mínútur af myndefni. Hann náði líklega ekki nema einu marki hjá Aftureldingu og þrem hjá Haukum.
Í sumar var Ríkissjónvarpið með þátt tileinkaðan Landsbankadeildinni sem hét 14-2. Engin slíkur þáttur er tileinkaður N1 deildinni. Aftur á móti er Ríkissjónvarpið með ágætan þátt tileinkuðum íþróttum sem heitir Sportið en sá þáttur dugar engan vegin fyrir allar þær íþróttir sem stundaðar eru hér heima og hvað þá þar sem íþróttaviðburðum erlendis eru einnig gerð skil.
Ríkissjónvarpið er með sýningaréttinn á N1 deild karla og kvenna. Ríkissjónvarpið hefur aðeins burði til að sýna frá leikjum á laugardögum og því eru leikir á öðrum dögum vikunnar ekki sýndir í beinni útsendingu sjónvarpsins. Það er í sjálfu sér í lagi en umfjöllun um N1 deildina er fyrir neðan allar hellur.
Ef það er hægt að taka upp fimm 90 mínútna fótboltaleiki í hverri umferð hvers vegna er ekki hægt að taka upp fjóra 60 mínútna handboltaleiki í hverri umferð? Er verið að spara kostnað? Íslenskur fótbolti verður seint borin saman við þann besta í heiminum en með frábærri markaðssetningu hefur Landsbankanum og Sýn tekist að gera íþróttina mun vinsælli en áður hefur þekkst hér á landi.
Umfjöllun í sjónvarpi er lykilatriði
Á heimavelli Vals í Landsbankadeildinni í sumar mættu alls 1.222 að meðaltali. Þegar Valur tók á móti Akureyri í N1 deildinni mættu alls 145 manns á völlinn. Valur er Íslandsmeistari í handbolta og fótbolta en þessi munur á vinsældum er með ólíkindum. Ísland er með lélegustu löndum heims í fótbolta sé eitthvað mark takandi á árangri landsliðsins á meðan Ísland er ein besta handboltaþjóð heims. Hvernig stendur því á þessum mun á aðsókn?
Mitt svar er að alfeit frammistaða Ríkissjónvarpsins spili þarna stórt hlutverk. Eins og áður segir var Landsbankadeildinni gerð frábær skil í sjónvarpinu í sumar eins og undanfarin sumur. N1 deildinni eru gerð afleit skil. Lítið efni er tekið upp sem þýðir að lítið er sýnt frá leikjunum.
Lítum aftur á leik Aftureldingar og Hauka. Leikurinn fór frábærlega af stað. Hraður handbolti og margar skemmtilegar sóknir og hraðaupphlaup. Ekkert af því var sýnt í sjónvarpi því ekkert var tekið upp. Seint í leiknum eftir að upptökumaðurinn var horfinn til síns heima spilaði Afturelding framliggjandi 3-3 vörn sem Haukar áttu í erfiðleikum með. Eftir nokkurn vandræðagang leystu Haukar vandamálið með að búa til pláss fyrir Arnar Jón Agnarsson sem skoraði hvert glæsimarkið af fætur öðru úr langskotum. Ekkert af þeim komst í sjónvörp landsmanna.
Ríkissjónvarpinu ber skylda til að sýna betur frá deildinni okkar hér heima í því sem Guðjón Guðmundsson kallaði fyrir helgi í fréttum Stöðvar 2 "þjóðaríþróttinni". Það væri hægt að auka áhugann á íþróttinni ef Ríkissjónvarpið væri með þátt í líkindum við 14-2 þar sem farið væri ítarlega yfir alla leiki hverrar umferðar og sýnd yrðu fallegustu tilþrifin. Það kostar ekki mikla vinnu að setja saman myndaveislu eins og þar sem mörkin hans Arnars Jóns hefðu verið, það gerist margt í hverjum einasta handboltaleik og því er sorglegt að efnið sé ekki tekið upp. Kalla mætti þáttinn 25-26 til heiðurs þess að þannig endaði leikur Íslands og Svíþjóðar 17. júní 2006.
Það er engin spurning í mínum huga áhugi manna á handbolta myndi aukast með betri þjónustu í sjónvarpi. Fleiri myndu mæta á völlinn. Nú hefur HSÍ tekið saman höndum með N1 um að efla markaðsetninguna og það hefur tekist vel. Umfjöllun blaða um karla handbolta er til mikillar fyrirmyndar þó konurnar sitji því miður enn á hakanum. Nú þarf sjónvarpið að stíga upp og gera þetta af alvöru. Fjölmiðar og ekki síst sjónvarpið bera mikla ábyrgð á því að handboltinn er ekki vinsælli en raun ber vitni. Það er ekki nóg að gera landsliðinu bara góð skil. Landsliðið verður ekki lengi í hæsta gæðaflokki ef deildin hér heima fær ekki að njóta sín.
Guðmundur Marinó
gummi@sport.is
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson