Vonandi þarf Arnór ekki að fara í aðgerð
| | 5. nóvember 2007 - Akureyri handboltafélag skrifar"Okkar menn í útlandinu" - Arnór meiddur- Arnór Atlason, leikmaður með FC Kaupmannahöfn, spilaði ekki með FCK gegn GOG í stórleik dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik á laugardaginn vegna meiðsla í hné, og hann gæti þurft að fara í aðgerð á hné vegna meiðslanna. "Ég meiddist í seinni leiknum við Ungverjana um daginn. Læknarnir sáu ekkert alvarlegt í segulómskoðun í vikunni en hnéð er laust, vonandi bara vegna þess að það sé vökvi í því. Það kemur í ljós seinna í vikunni hvað verður gert. Ef ég þarf að fara í speglun vona ég að það verði gert eins fljótt og mögulegt er," segir Arnór í Morgunblaðinu í dag, vonsvikinn yfir því að eiga á hættu að missa meira úr á skemmtilegum tíma, eins og það er orðað þar. FCK er enn efst í dönsku deildinni og sigraði í leiknum gegn GOG 28:23.
- Heiðmar Felixson skoraði 4 mörk fyrir Burgdorf í 30:25 sigri á Hildesheim í þýsu 2. deildinni um helgina.
- Árni Þór Sigtryggsson náði ekki að skora fyrir Granollers sem tapaði heima fyrir Teucro, 25:27, í spænsku deildinni.
|