Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Magnús kann vel við sig í kennaranáminu





21. desember 2007 - SJ skrifar

Handboltamenn í Háskólanum á Akureyri - Magnús

Þrír leikmenn karlaliðs Akureyrar handboltafélags þeir Andri Snær Stefánsson, Einar Logi Friðjónsson og Magnús Stefánsson eiga það sameiginlegt að auðga hugann í Háskólanum á Akureyri. Hjalti Þór Hreinsson ræddi nýverið við þá félaga og birtist greinin í jólablaði Vikudags. Við fengum góðfúslegt leyfi til að birta viðtölin. Kynnumst hér lítillega Magnúsi Stefánssyni, nemanda á 2. ári í Grunnskólakennarafræði - nám og kennsla yngri barna.

Fæðingardagur: 1. apríl 1984
Staða: Vinstri skytta

Magnús, sem iðulega er kenndur við Fagraskóg, er ein af bjartari stjörnum Akureyrarliðsins. Þrumuskot hans í vetur hafa ekki farið framhjá neinum, ekki einu sinni Alfreð Gíslasyni landsliðsþjálfara sem valdi hann nýverið í æfingaleiki gegn Ungverjum.

Námið: Mér líkar mjög vel í Háskólanum á Akureyri. Það er góður andi í mínum bekk, deildin er frekar lítil og það er mikið um hópverkefni og annað slíkt. Þessi mikla samvera dregur fólk saman og sú samstaða er einkennandi hér. Nálægðin er mjög góð og mér líkar þetta afskaplega vel.

Um Fagraskóg og skáldskapinn: Fagriskógur hefur verið í fjölskyldunni frá örófi alda. ég er oft kenndur við hann og fólk þekkir mig vart öðruvísi en að ég sé bara þaðan. Það er vinsælt að minnast á Davíð, og fer nánast að verða þreytt, en hann er langafabróðir minn. Ég er mjög ljóðrænn og skáldskapurinn sækir í mig, ég get ekki annað en viðurkennt það. Sá hæfileiki er að skila sér vel í náminu.

Um gengi liðsins í vetur: Gengi liðsins er heilt yfir töluvert fyrir neðan mínar og okkar væntingar. Við erum ekki að laða fram það besta úr okkur en ég tel það vera undir sjálfum okkur komið að breyta því og sýna okkar rétta andlit í leikjum. Ég er þó nokkuð sáttur með mitt gengi það sem af er, þrátt fyrir að maður sé vissulega aldrei sáttur þegar liðinu gengur ekki sem skildi. Ég hef verið að bæta mig og fæ góða tilsögn frá þjálfurum og reyndar mönnum innan liðsins. Ég er að nýta mér það eins og ég get til að bæta mig stöðugt og næst á dagskrá hjá mér er líklega að bæta líkamlegan styrk.

Um landsliðið: Óneitanlega kom valið mér skemmtilega á óvart. Þetta er mikil og góð gulrót fyrir mig og ég lít á þetta sem verið sé að verðlauna mig fyrir að hafa staðið mig vel með Akureyrarliðinu. Þetta var mjög góð og skemmtileg reynsla, eitthvað sem mun hvetja mig áfram til að bæta mig enn frekar. Hvort ég verði í hópnum sem fer á EM veit ég nú ekki en maður á aldrei að segja aldrei. Ég get ekki gert neitt annað en að spila vel fyrir liðið og það er svo undir landsliðsþjálfaranum komið hvort hann telji sig geta nýtt krafta mína eða ekki.



Sjá vef Háskólans á Akureyri
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson