Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Það gekk vel hjá strákunum í gær



24. janúar 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar

Fréttir frá Noregi

Strákarnir voru að senda okkur pistil um fyrstu kynnin af Noregi sem fer hér á eftir.

Við erum búnir að koma okkur ágætlega fyrir hér í Noregi eftir langt og strangt ferðalag þar sem lítið sem ekkert var sofið. Þegar við lentum í Osló í gærmorgun tók Axel Stefánsson á móti okkur og við vorum keyrðir í ca einn og hálfan tíma til Elverum. Við gistum hins vegar ekki beint í Elverum, heldur rétt fyrir utan bæinn, í kofum út í skógi. Þetta er alveg hreint magnað að vera hérna, við höfum allt til alls í kofunum og meðal annars internet samband. Það er mjög kalt hérna og mikill snjór og okkur er sagt að úlfar og birnir eru í þessum skógi, merkilegt það.

Í gær spiluðum við tvo æfingaleiki við Elverum. Fyrst spiluðu þeir sem eru í öðrum flokki hjá okkur við annan flokkinn hjá þeim og gekk það fínt, örugur sigur okkar manna en reyndar var þetta mjög frjálslegur æfingaleikur, engir búningar eða alvöru dómarar. Síðan spilaði aðallið okkar við aðallið Elverum og var sama upp á teningnum hjá okkur, mjög frjálslegt og engin talning á töflunni eða neitt þannig. Við spiluðum mjög vel og skildist mér að við höfðum unnið þann leik með ca þremur mörkum, en eins og áður segir var þetta allt mjög frjálslegt og leikið í æfingatímanum þeirra.

Í morgun tókum við svo létta morgunæfingu en núna á eftir eru alvöru leikir við þessi sömu lið, búningar, alvöru dómarar, áhorfendur og fleira. Það verður afar gaman að því.
Biðjum að heilsa heim.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson