Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Oddur Gretarsson skorar eitt af fjölmörgum hraðaupphlaupsmörkum sínum gegn HK
10. október 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar
Handboltaævintýrið á Akureyri - stórsigur á HK
Lið Akureyrar Handboltafélags fór hamförum í gær þegar sterkt lið HK kom í heimsókn. Liðið lék klárlega sinn besta leik frá upphafi og vann stórsigur 30-21.
Það var ljóst hálftíma fyrir leik Akureyrar og HK í gærkvöldi að eitthvað stórkostlegt lá í loftinu. Áhorfendur byrjuðu að streyma í stúkuna vel fyrir leik og var orðið fjölmenni þegar Herbert Guðmundsson steig fram á gólf Íþróttahallarinnar og hóf leikinn með lagi af nýjum geisladiski sínum. Þegar hann kynnti næsta lag
Can‘t Walk Away
tóku menn virkilega undir og var sungið með, klappað og stappað og Hebbi svo sannarlega búinn að kveikja í mannskapnum, teknar bylgjur á pöllunum og stemmingin eins og á gullaldarárunum.
Can‘t Walk Away
Sungið, klappað og stappað með Hebba
Valdimar Þórsson kom HK yfir í 0-1 en Árni Sigtryggsson jafnaði að bragði. Oddur Gretarsson kom Akureyri yfir með marki úr hraðaupphlaupi og gaf þar með tóninn fyrir það sem í vændum var. Valdimar jafnaði í 2-2 úr vítakasti og hélst sú staða næstu fimm mínúturnar en þar með settu Akureyringar heldur betur í gírinn. Heiðar Þór skorar úr tveim hraðaupphlaupum í röð, Andri Snær skorar sömuleiðis úr hraðaupphlaupi og þrátt fyrir að Oddur væri rekinn af leikvelli í tvær mínútur var krafturinn í liðinu slíkur að sá kafli vannst 2-0 og staðan orðin 8-3 fyrir Akureyri.
HK klóraði í bakkann með næstu þrem mörkum, staðan 8-6 og Hörður Fannar rekinn út af og fór að fara um suma. En þá var bara slegið í aftur og manni færri skorar Heiðar Þór sirkusmark af bestu gerð, Hafþór lokaði markinu og þeir Árni og Jónatan með bombur fyrir utan og staðan orðin 11-6.
Sjálfstraustið geislaði af liðinu á öllum sviðum, vörnin, markvarslan og sóknarleikurinn aldeilis frábær enda var stemmingin í húsinu ótrúleg. Staðan í hálfleik var 14-10 fyrir Akureyri og svo sannarlega létt yfir stuðningsmönnum í hálfleik.
Hafi menn haldið að leikmenn Akureyrar kæmu værukærir til seinni hálfleiks var það afsannað með hraði. Oddur Gretarsson fór á kostum í vörninni, hirti boltann af HK mönnum hvað eftir annað og refsaði með hraðaupphlaupsmörkum, Hafþór varði allt sem komst í gegnum vörnina, svo og hraðaupphlaup þannig að eftir 10 mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðin 19-10 og Kópavogspiltar algjörlega ráðþrota í leik sínum.
Tíu marka munur varð 22-12 og hélst hann nokkurn veginn til leiksloka, þó tókst HK að minnka muninn niður í átta mörk 28-20 og var það helst fyrir tilstilli Sverre Andreas Jakobssonar sem tók sig til og skoraði tvö mörk á lokakafla leiksins, svona rétt til að minna Akureyringa á sig.
Hörður Fannar Sigþórsson kórónaði svo stórbrotinn leik með því að þruma boltanum í netið beint úr aukakasti rétt áður en flautað var af.
Óhætt er að fullyrða að lið Akureyrar hefur aldrei leikið betur en í gær og magnað að sjá stemminguna í leikmönnum sem berjast svo sannarlega einn fyrir alla og allir fyrir einn, þetta er frábær liðsheild en ekki samsafn af einstaklingum.
Mörk Akureyrar:
Oddur Gretarsson 6, Árni Þór Sigtryggsson 5, Andri Snær Stefánsson 5 (3 úr vítum), Heiðar Þór Aðalsteinsson 5, Hörður Fannar Sigþórsson 4, Jónatan Þór Magnússon 2, Elfar Halldórsson 1, Rúnar Sigtryggsson 1 og Þorvaldur Þorvaldsson 1.
Í markinu fór Hafþór Einarsson hamförum, varði 25 skot.
Eftir slíka frammistöðu liðsheildar er erfitt að taka einhverja út úr en þó ætla ég að tilnefna þá Hafþór og Odd sem menn leiksins.
Í liði HK var Valdimar Þórsson markhæstur með 6 mörk, þar af 4 úr vítum en þessi snjalli leikmaður náði sér engan veginn á strik gegn varnarmúr Akureyrar. Sveinbjörn Pétursson varði 17 skot, þar af eitt víti og hélt sínum mönnum á floti í fyrri hálfleik.
Stuðningsmenn Akureyrar geta því farið að hlakka til næsta heimaleikjar sem verður þó ekki fyrr en 23. október þegar Valsmenn koma í heimsókn, en í millitíðinni er útileikur gegn Víkingum laugardaginn 18. október og hefur heyrst að sá leikur verði sýndur í sjónvarpinu.
Takk strákar fyrir skemmtunina í gær – haldið áfram að spila með hjartanu, þetta var ógleymanlegur dagur!
Hér er hægt að
sjá hvernig leikurinn gekk fyrir sig
.
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson