Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Atli og félagar gerðu góða ferð suður um helgina
25. október 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar
Fullt hús hjá 2. flokki um helgina
Strákarnir í 2. flokki mættu galvaskir í Vodafonehöllina í dag þar sem Valsarar tóku á móti þeim. Fyrirfram var reiknað með erfiðum leik þar sem Valsarar voru taplausir og myndu ætla sér að hefna fyrir meistaraflokksleikinn frá fimmdudeginum.
Leikurinn fór líka fjörlega af stað og eftir tíu mínútna leik var staðan jöfn 5-5 og hafði verið jafnt á öllum tölum. Þar með skildu leiðir og Akureyrarstrákarnir sýndu mátt sinn og megin. Vörnin small saman sem skilaði fjölmörgum hraðaupphlaupsmörkum þannig að staðan breyttist í 8-13 Akureyri í vil og enn jókst munurinn og varð mestur sjö mörk í fyrri hálfleik 9-16. Strákarnir spiluðu glæsilegan bolta og fóru inn til hálfleiks með örugga forystu 11-17.
Eitthvað misstu menn móðinn í upphafi seinni hálfleiks og hleyptu Völsurum inn í leikinn aftur sem létu ekki bjóða sér það tvisvar og náðu að minnka muninn niður í tvö mörk 17-19. Þá var okkar piltum nóg boðið og svöruðu með fimm mörkum í röð og endurheimtu sjö marka forystuna 17-24 og eftir það var aldrei spurning um hvorumegin sigurinn lenti. Leiknum lauk svo með öruggum sigri okkar stráka 27-32 og fögnuðu þeir að vonum gríðarlega á eftir.
Strákarnir virka sem gríðarsterk liðsheild og með frekari fínstillingu verða þeir ekki auðsigraðir í vetur. Vissulega þarf að laga eitt og eitt atriði, nokkur dauðafæri fóru í súginn og nokkrir lykilmenn eiga heilmikið inni.
Markaskorunin var sem hér segir: Oddur Gretarsson 9(5 úr vítum), Fannar Kristmannsson 6, Bjarni Jónasson og Heiðar Þór Aðalsteinsson 4 mörk hvor, Atli Ævar Ingólfsson 3 mörk, Ágúst Stefánsson, Hákon Stefánsson og Jón Þór Sigurðsson 2 mörk hver.
Elmar stóð í markinu lengst af og varði 13 skot, flest í fyrri hálfleik og Siguróli kom í markið í lokin og varði eitt skot.
Næsti leikur strákanna er heimaleikur gegn Fram og fer hann fram í KA Heimilinu 8. nóvember.
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson