Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Árni nær vonandi fyrri styrk í skothöndina

26. nóvember 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar

Árni Sigtryggsson fór í aðgerð í gær

Árni Sigtryggsson, hægri skytta Akureyrar Handboltafélags hefur ekki getað beitt sér af fullum krafti það sem af er leiktímabilsins þar sem hann hefur verið sárkvalinn í vinstri öxlinni. Ljóst var að eina leiðin til að bæta úr þessu væri að Árni gengist undir skurðaðgerð og var ákveðið að drífa í því núna til að hann yrði klár í slaginn fyrir seinni hluta N1-deildarinnar.

Í gær, þriðjudag fór Árni svo í aðgerðina en það var Brynjólfur Jónsson, læknir landsliðsins sem framkvæmdi hana. Að mati Brynjólfs heppnaðist hún vel, en að sama skapi taldi hann ljóst að hefði ekki mátt draga það að fara í aðgerðina mikið lengur.

Ef allt fer að óskum ætti Árni að verða tilbúinn í fyrsta leik Akureyrar á nýju ári, þegar Akureyri mætir Víkingi hér í Höllinni þann 22. janúar.

Við sendum Árna góðar óskir og vonir um að hann nái sér hið fyrsta.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson