Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Það er ekki sjálfgefið hver kemur í stað Árna

2. desember 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar

Hver leysir Árna Sigtryggsson af á fimmtudaginn?

Nú er loksins að koma að leik hjá okkar mönnum en á fimmtudaginn fara strákarnir í Garðabæinn og eiga þar útileik gegn Stjörnunni. Það er þó skarð fyrir skildi hjá okkar strákum að Árni Sigtryggsson verður fjarri góðu gamni en hann fór sem kunnugt er í aðgerð á vinstri öxlinni og þarf að hvíla hana í nokkrar vikur. Það verður því forvitnilegt að sjá hver eða hverjir leysa skyttustöðuna hægra megin á fimmtudagskvöldið.

Við heyrðum í Rúnari Sigtryggssyni um hvernig hann ætlaði að leysa málið? "Við gátum reyndar lítið æft saman í síðustu viku, bæði vegna landsliðsæfinga hjá U21 árs landsliðinu og síðan var Höllin upptekin vegna árshátíðar Menntaskólans. En af síðustu æfingum að dæma þá er enginn sem skarar sérstaklega framúr til þess að spila fyrir utan, hægra megin á móti Stjörnunni.
Ég er búinn að reyna nokkra í þessari stöðu og eina ályktunin sem ég dreg af þeim æfingum sem búnar eru, er að ég verð líklega að reyna fleiri leikmenn í þessari stöðu og væntanlega endar maður á því að treysta einum til tveim leikmönnum til þess að skila þessari stöðu í heilan leik," sagði Rúnar.


Það er því ljóst að liðinu er vandi á höndum og ekki sjálfgefið hvernig á að bregðast við. En að sama skapi er nú tækifæri fyrir aðra leikmenn að sanna sig og sýna að þeir hafi burði til að hlaupa í skarðið, það eru jú tveir dagar í leik.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson