 Alltaf gott að fá klapp á bakið - nú gerum við enn betur næsta tímabil!

| | 15. apríl 2009 - Akureyri handboltafélag skrifarBesta umgjörð leikja í 15-21 umferð N1-deildarinnarNú í hádeginu kynnti HSÍ viðurkenningar fyrir síðasta þriðjung N1 deildarkeppninnar þ.e.a.s. umferðir 15 - 21. Akureyri Handboltafélag fékk viðurkenningu fyrir bestu umgjörð leikja sinna rétt eins og fyrir umferðir 1-7. Atli Ragnarsson gjaldkeri félagsins tók við viðurkenningunni fyrir hönd Akureyrar Handboltafélags.
Besti leikmaður umferðanna var valinn markvörður Hauka, Birkir Ívar Guðmundsson. Þjálfari umferðanna er Gunnar Magnússon sem þjálfar HK og besta dómaraparið er Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson.
Að venju var tilnefnt úrvalslið þessara umferða og er það þannig skipað:
Sigurbergur Sveinsson, Haukum - vinstri skytta Arnór Þór Gunnarsson, Val - hægri hornamaður Freyr Brynjarsson, Haukum - vinstri hornamaður Einar Ingi Hrafnsson, HK - línumaður Valdimar Fannar Þórsson, HK - miðjumaður Bjarni Fritzson, FH - hægri skytta Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum - markvörður. Frábær stemming að vanda í Íþróttahöllinni

|