Tökum frá kosningakvöldið!
| | 16. apríl 2009 - Akureyri handboltafélag skrifarLokahóf Akureyrar Handboltafélags 2009Laugardaginn 25. apríl verður lokahóf Akureyrar Handboltafélags fyrir tímabilið 2008-2009. Þar munu leikmenn, stuðningsmenn og allir sem hafa komið að starfinu í vetur hittast, snæða góðan mat og gera sér glaðan dag. Samkvæmið fer fram í Lóni – Hrísalundi 1a, sem er salur Karlakórs Akureyrar – Geysis.
Nánari upplýsingar um dagskrá, tímasetningu og annað verða birtar hér á síðunni á næstu dögum og áhugasömum bent á að fylgjast með. Þetta ætti að verða skemmtilegt upphaf á kosningavökunni í ár! Ómar kemur örugglega með úrklippumöppurnar glæsilegu í Lón
|