Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Það er viðbúið að verði þétt setið á stúkunni










20. október 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar

Það styttist í fyrsta heimaleikinn - FH á fimmtudag

Nú er loksins komið að því sem menn hafa beðið eftir, fyrsti heimaleikur Akureyrar Handboltafélags verður í Íþróttahöllinni á fimmtudaginn og hefst leikurinn klukkan 19:00. Það var ótrúlega mögnuð stemming á leikjum Akureyrar í fyrravetur svo að athygli vakti um allt land. Við lok Íslandsmótsins síðasta vor voru stuðningsmenn Akureyrar einmitt valdir bestu áhorfendur Íslandsmótsins og félagið fékk viðurkenningu fyrir bestu umgjörð heimaleikjanna.


Bestu áhorfendur Íslands klikka ekki

Við ætlum að sjálfsögðu ekki að slá slöku við í vetur og í sameiningu gerum við hvern heimaleik að veislu fyrir stuðningsmenn handboltans á Akureyri. Líkt og í fyrra er gert ráð fyrir tónlistaratriðum bæði fyrir leik og í hálfleik og á fimmtudaginn er það Háskólabandið sem ríður á vaðið með nokkra sígilda gullaldarslagara.


Háskólabandið í Höllinni í fyrra

Meðlimum stuðningsmannaklúbbsins er boðið upp á heita máltíð fyrir leik og kaffiveitingar í hálfleik. Að leik loknum koma leikmenn og þjálfari og rabba við stuðningsmenn um leikinn og næra sig á þeim veitingum sem eftir eru. Undanfarna daga hefur verið í gangi sala stuðningsmannaskírteina og verður einnig hægt að kaupa þau við innganginn á fimmtudaginn. Verð skírteinanna er það sama og í fyrra, 15.000 krónur og innifela aðgang að öllum heimaleikjum N1 deildarinnar, veitingar fyrir leik og í leikhléi svo og ýmiss fríðindi sem verða betur kynnt síðar.


Kræsingar á borðum í stuðningsmannaherberginu

Við munum halda í þá hefð að yngstu iðkendur KA og Þór munu skiptast á að vera fánaberar og ganga inn á leikvöllinn með leikmönnum í upphafi leiks.


Krakkarnir standa sig með prýði við fánaburðinn

Einnig munu leikmenn KA og Þór skiptast á þeim ábyrgðarstöðum að manna kústana. Eins og menn vita þá leika þeir stundum stórt hlutverk í hita leiksins.


Farið yfir helstu vinnureglur um skúringar

Verið er að leggja lokahönd á kynningarblað Akureyrar Handboltafélags og verður það væntanlega komið úr prentun fyrir fimmtudaginn.

En aðeins um leikinn sjálfan, Akureyri og FH hafa mæst fjórum sinnum á undirbúningstímabilinu og því trúlega fátt sem leikmennirnir vita ekki hver um annan. Í byrjun september kom FH í heimsókn norður og léku liðin tvo æfingaleiki en Akureyri sigraði í þeim báðum. Liðin léku síðan til úrslita nokkru síðar á Ragnarsmótinu á Selfossi en þar fór FH með sigur. Fjórða viðureignin var síðan á Hafnarfjarðarmótinu þar sem Akureyri sigraði í hörkuleik.

En nú er sem sé komið að alvörunni og óhætt að segja að leikurinn sé einn af úrslitaleikjum mótsins. FH sýndi mátt sinn í síðustu viku er þeir unnu stórsigur á Val en Íslandsmeistarar Hauka máttu þakka fyrir að ná stigi gegn Akureyri á heimavelli sínum.

Það er ánægjuleg staðreynd að allir leikmenn Akureyrar Handboltafélags eru uppaldir hér norðanlands hjá Akureyrarliðunum KA og Þór auk þess sem nýjasti leikmaðurinn, Guðlaugur Arnarsson steig sín fyrstu handboltaskref hjá Völsungi á Húsavík, norðlenskara getur það varla orðið. Það verður gaman að sjá þá Heimi Örn Árnason og Guðlaug Arnarsson leika listir sínar sem heimamenn á fjölum Íþróttahallarinnar.

Í þeim tveim leikjum sem búnir eru náðist ekki að stilla upp sterkasta liðinu vegna veikinda og meiðsla. Hörður Fannar og Guðlaugur misstu af Haukaleiknum vegna veikinda og Jónatan af Valsleiknum vegna meiðsla. Væntanlega verða þeir allir klárir á fimmtudaginn. Auk þess sem kornungir og öflugir nýliðar hafa staðið sig með sóma í leikjum haustsins.

Hvað segir Árni Stefánsson um FH liðið?
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson