„Í vor fór ég vel yfir stöðu mála með formanni meistaraflokksráðs í ljósi þess að margir leikmenn yfirgáfu okkur. Niðurstaðan varð sú að byggja upp nýtt lið á heimamönnum, sýna þolinmæði og fara alls ekki út í það að kaupa til okkar leikmenn frá öðrum liðum. Fyrir vikið er mikið um unga leikmenn í hópnum og fram eftir sumri voru nær eingöngu piltar úr öðrum og þriðja aldursflokki á æfingum. Eftir verslunarmannahelgi bættust aðeins eldri og reyndari menn í æfingahópinn, svo sem Þórólfur Nielsen fyrirliði, Vilhjálmur Ingi Halldórsson og Björn Friðriksson. Björn er gamall Stjörnumaður með stórt hjarta sem mikilvægt er að fá inn í þennan hóp. Síðan er Roland Valur markvörður ennþá með okkur. Hann er í fínu standi.