Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Jonni og Rúnar voru býsna sáttir eftir leikinn í gær
20. nóvember 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar
Hvað sögðu menn eftir Fram leikinn í gær? - myndir
Jónatan Þór Magnússon
var kátur eftir leikinn, skoðum hvað hann sagði í viðtali við blaðamann Morgunblaðsins:
„Svei mér þá. Ég held að ég hafi skorað jafnmörg mörk í þessum leik og í öllum hinum leikjunum í vetur,“
sagði Jónatan Þór, skælbrosandi, við Morgunblaðið eftir leikinn en þessi skemmtilegi leikstjórnandi skoraði 13 mörk í öllum regnbogans litum.
„Það tók okkur smátíma að hitna en þegar neistinn var kominn í liðið varð ekki aftur snúið. Við vorum ekkert að æsa okkur yfir því að hlutirnir gengu ekki sem skyldi til að byrja með en um leið og vörnin small saman og Flóki fór að verja tókum við völdin. Í heild var þetta flottur leikur af okkar hálfu. Við gerum þá kröfu á okkur sjálfa að við ætlum að vera með í toppbaráttunni í vetur og þessi sigur gefur okkur byr undir báða vængi,“
sagði Jónatan en Akureyringar lönduðu sínum þriðja sigri í N1-deildinni í röð.
Rúnar Sigtryggsson
þjálfari var að sjálfsögðu ánægður í viðtali við Vísi.is
„Markvarslan og varnarleikurinn hjá okkur var mjög góður. Hraðaupphlaupin voru ágæt en það er enn margt sem við getum bætt í sóknarleiknum okkar. Það er eins og okkur takist ekki að gera í leikjum það sem við höfum æft á æfingum. En það hlýtur að fara að koma að því.“
„Ég er ekki efins um að það býr enn meira í þessu liði en við höfum sýnt, sérstaklega í sóknarleiknum. Það er enn stígandi í liðinu.“
Halldór Jóhann Sigfússon
leikmaður Fram var ekki eins kátur í viðtali við Morgunblaðið:
„Það er erfitt að útskýra okkar frammistöðu. Það gengur hreinlega ekkert upp hjá okkur og ef þetta heldur svona áfram þá erum við að fara að berjast um að halda sæti okkar í deildinni,“
sagði Halldór Jóhann Sigfússon eftir leikinn.
Hreinn Hauksson fer fram hjá Halldóri í vörninni og skorar af öryggi
Smelltu hér til að sjá fleiri myndir Guðmundar Lúðvíkssonar frá leiknum
.
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson