Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Þetta er ekki alltaf dans á rósum

21. september 2010 - Akureyri handboltafélag skrifar

Andri Snær frá keppni í fjórar vikur

Það geta svo sannarlega skipst á skin og skúrir hjá leikmönnum. Í síðustu frétt greindum við frá því að Andri Snær Stefánsson hefði spilað sinn fyrsta deildarleik með danska 1. deildarliðinu Odder á fimmtudagskvöldið. Í leiknum fékk Andri Snær töluvert högg í andlitið sem kostaði blóðnasir sem voru þó stöðvaðar fljótt og hann kláraði síðan leikinn.

Seinna um kvöldið, þegar heim var komið brutust skyndilega fram óstöðvandi blóðnasir þannig að hann fór á heilsugæslustöð til að láta stöðva þær. Það bar þó ekki langvarandi árangur þannig að þegar hann kom í þriðju heimsóknina á sjúkrahúsið á sunnudaginn var ljóst að eitthvað meira en lítið hafði gerst og hann því lagður inn til rannsóknar. Eftir myndatöku á mánudaginn var ljóst að slagæð sem liggur að nefinu hafði laskast og gekkst Andri Snær undir aðgerð á þriðjudagsmorguninn. Honum er enn haldið á sjúkrahúsinu en fær vonandi að fara heim á miðvikudaginn.

Læknarnir telja að aðgerðin hafi lukkast vel en þar sem þetta er afar viðkvæmt svæði er honum skipað að halda kyrru fyrir í tvær vikur en má ekki taka þátt í æfingum eða keppni í allt að fjórar vikur.

Þetta er að sjálfsögðu gríðarlega svekkjandi fyrir Andra Snæ sem einmitt hafði fengið stórt hlutverk hjá Odder liðinu þar sem hinn vinstri hornamaður liðsins, Søren Stoklund er frá í nokkurn tíma vegna meiðsla.


Andri er hér í treyju nr 15 en Stoklund númer 21

Við sendum Andra Snæ bestu kveðjur og von um góðan bata.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson