Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Bjarni Fritzson er mættur til leiks af fullum krafti










30. september 2010 - Akureyri handboltafélag skrifar

Stórsigur Akureyrar gegn HK í Digranesinu

Lið Akureyrar gerði góða ferð í Kópavoginn í kvöld þegar það vann sannfærandi tólf marka sigur á heimamönnum í HK. Upphafsmínútur leiksins voru þó ekki sannfærandi og HK gekk á lagið og skoraði fyrstu þrjú mörkin í leiknum. En þar með hrökk lið Akureyrar í gang, jafnaði í 3-3 og eftir að hafa komist yfir í stöðunni 4-5 var ekki litið til baka og HK ingum ekki gefin nein grið.

Varnarleikurinn var frábær og Sveinbjörn Pétursson átti stórleik í markinu og punkturinn yfir var flottur sóknarleikur. Þar fór Bjarni Fritzson fyrir okkar mönnum, öryggið uppmálað í hægra horninu auk þess sem varnarvinnan skilaði fjölmörgum hraðaupphlaupum sem Bjarni kláraði af snilld.

Munurinn í hálfleik var sjö mörk, 10-17 fyrir Akureyri, þar af var Bjarni með átta mörk og Sveinbjörn kominn með 10 varin skot. HK getur þakkað Birni Inga, markverði sínum að vera ekki enn meira undir í hálfleik en hann varði þó nokkur dauðafæri þar sem okkar menn voru einir á móti honum.

Yfirburðir Akureyrar héldu áfram í seinni hálfleik, munurinn varð fljótlega tíu mörk, 12-22 en HK saxaði það niður í sex mörk 17-23 áður en Akureyrarhraðlestin fór af stað að nýju.

Bjarni færði sig í hægri skyttuna en nýliðinn, Daníel Einarsson kom í hægra hornið og sýndi að hann kann ýmislegt fyrir sér og skoraði fimm mörk í seinni hálfleiknum. HK reyndi að taka Bjarna og Heimi Örn Árnason úr umferð en þá stigu Guðmundur Hólmar Helgason og Oddur Gretarsson upp, skoruðu að vild og munurinn jókst jafnt og þétt upp í fjórtán mörk 24-38.

Seinustu mínúturnar skipti Atli reynsluboltunum útaf og ungu strákarnir, Bergvin Gíslason, Hlynur Matthíasson og Halldór Logi Árnason kláruðu leikinn. Sömuleiðis kom Stefán Guðnason í markið við mikinn fögnuð áhorfenda. Stefán sýndi glæsitilþrif, varði sex skot og kórónaði sinn leik með því að verja vítakast með tilþrifum.

Lið Akureyrar virkaði feykisterkt í þessum leik, Heimir Örn Árnason stjórnaði sóknarleiknum eins og hershöfðingi og bar boltann upp í sóknarleiknum. Sveinbjörn átti sem fyrr segir stórleik í markinu og þessi góði sigur gefur góð fyrirheit um skemmtilegt tímabil.

Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 14, Guðmundur Hólmar Helgason 7, Oddur Gretarsson 6, Daníel Einarsson 5, Hörður Fannar Sigþórsson 4, Geir Guðmundsson 2, Heimir Örn Árnason 2 og Bergvin Gíslason 1.

Í markinu varði Sveinbjörn Pétursson 21 skot, þar af 1 vítakast og Stefán Guðnason varði 6 skot, sömuleiðis eitt vítakast.


Leikurinn var í beinni útsendingu á SportTV.is og hér er Sveinbjörn Pétursson í viðtali við SportTV.is eftir leikinn.

Lið HK komst lítt áleiðis gegn Akureyrarliðinu, Ólafur Bjarki Ragnarsson var þeirra langatkvæðamestur með 12 mörk og þar á eftir kom Atli Ævar Ingólfsson með 5 mörk.

Það er full ástæða til að óska liðinu til hamingju með magnaða byrjun, nú treystum við því að Akureyringar flykkist í Höllina næstkomandi fimmtudag og standi með sínum mönnum þegar lið Aftureldingar kemur í heimsókn.

Að lokinni fyrstu umferð er staðan í N1 deild karla þannig
Nr. FélagLeikir U J TMörkHlutfallStig-
1. Akureyri110041 : 29122:0
2. FH110034 : 2592:0
3. Fram110033 : 2762:0
4. Haukar110030 : 2642:0
5. Valur100126 : 30-40:2
6. Selfoss100127 : 33-60:2
7. Afturelding100125 : 34-90:2
8. HK100129 : 41-120:2

Á sport.is er umfjöllun um leikinn og þar má meðal annars sjá eftirfarandi myndir sem Pétur Hjörvar Þorkelsson, ljósmyndari Sport.is tók á leiknum.


Halldór Logi Árnason í baráttu við Atla Ævar Ingólfsson á línunni


Sveinbjörn og Guðlaugur Arnarsson leggja á ráðin


Bjarni Fritzson skorar eitt af fjórtán mörkum sínum

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson