Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Sveinbjörn tekinn tali eftir leik
8. október 2010 - Akureyri handboltafélag skrifar
Hvað sögðu menn eftir Aftureldingar leikinn?
Atli Hilmarsson rædi við Hjalta Þór Hreinsson á Akureyri eftir leikinn:
Atli Hilmarsson
stýrði Akureyri í sínum fyrsta heimaleik í kvöld. Hann fer vel af stað með liðið, það hefur unnið báða leikina sína í deildinni til þessa.
„Umgjörðin er mjög fín og það var gaman að sjá þennan stuðning. En það komast enn fleiri áhorfendur að og það fólkið kemst meira að segja nær. En þetta var virkilega skemmtilegt, ég get alls ekki kvartað,“ sagði Atli en stemningin í Höllinni var góð og um 800 manns í húsinu.
„Spilamennskan var á köflum fín og á öðrum mjög léleg. Við vinnum þetta á frábærri varnarvinnu í byrjun seinni hálfleiks. En við töpum of mörgum boltum og klárum færin ekki nógu vel.
Ég er heldur ekki nógu ánægður með varnarleikinn, við fengum á okkur klaufaleg mörk sem við eigum ekki að fá á okkur. Við fengum heldur ekki nógu mörg hraðaupphlaup sem eru okkar helsti styrkur.
Við bættum í undir lokin gegn HK og kláruðum leikinn en það tókst ekki í kvöld. Afturelding er með gott lið og við lentum í mesta basli. Við eigum þó ýmislegt inni,“ sagði Atli.
Sveinbjörn Pétusson
ræddi sömuleiðis við Hjalta og kvaðst ekki hafa verið svona stressaður fyrir leik lengi
Markmaðurinn Sveinbjörn Pétursson sneri aftur í lið Akureyrar í sumar og hann átti fínan leik í sigrinum á Aftureldingu í kvöld. Norðanmenn unnu 28-23.
Sveinbjörn varði sextán skot, þar af tvö víti og var með 41% markvörslu.
„Ég hef ekki verið stressaður fyrir leik ansi lengi en ég var það núna. Það tók tíu mínútur að fá hrollinn úr mér og svo fór mér að líða betur.Þetta var þokkalegur leikur hjá mér og við unnum, sem er fyrir öllu. Við gerum ákveðin mistök í vörninni og vorum oft óskynsamir í sókninni. Við héldum forskotinu sem við náðum í byrjun seinni hálfleiks en tókum oft vitlausar ákvarðarnir.
Við héldum ekki taktinum varnarlega en við skiluðum tveimur stigum í hús. Við förum brosandi út í kvöldið og lögum það sem má laga fyrir næsta leik,“ sagði Sveinbjörn.
Hjalti Þór ræddi einnig við
Hafþór Einarsson
: Hefðum mátt kroppa í annað stigið
Hafþór Einarsson gat ekki komið í veg fyrir tap sinna manna í Aftureldingu gegn sínum gömlu félögum í Akureyri í kvöld. Mosfellingar töpuðu 28-23 norðan heiða.
Hafþór átti fínan leik í markinu og varði alls tólf skot þann tíma sem hann spilaði, með 39% markvörslu alls.
Hafþór er nýfluttur suður og hefur haldið sér í formi á fjölum Hallarinnar þar sem spilað var í kvöld en hann fór frá Akureyri í sumar.
„Það var ömurlegt að tapa þessum leik,“ sagði Hafþór. „Við vorum í bullandi séns og áttum alls ekki að vera þremur mörkum undir í hálfleik.
Þeir koma sterkir inn í seinni hálfleikinn en við erum á hælunum. Við komum sterkir til baka og hefðum alveg mátt kroppa í annað stigið. Við klikkum á þremur vítum og þetta gekk ekki alveg nægilega vel.
Hafþór Einarsson klæðist búningi Aftureldingar í vetur
Þetta er þó framför frá FH-leiknum og það er stígandi í liðinu sem er jákvætt. Ef höldum áfram að bæta okkur þá kroppum við stig af liðunum úr efri hlutanum. Við förum þetta á gleðinni og njótum þessa að vera í efstu deild,“ sagði Hafþór áður en blaðamaður innti að honum að reynsluleysi hefði komið liðinu um koll.
„Reynsla og ekki reynsla, allir verða að byrja einhverntíman,“ sagði hinn síungi Hafþór. „Það tekur bara smá tíma og ég efast ekki um að við verðum sterkari þegar á líður á mótið. Við eigum fyrsta heimaleikinn næst og þá mun Rothöggið koma gríðarlega sterkt til leiks að Varmá. Það verður eitthvað,“ sagði Hafþór.
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson