Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Framliðið hefur stundum reynst okkur erfitt í Höllinni á undanförnum árum





7. desember 2010 - Akureyri handboltafélag skrifar

Risaleikur gegn Fram á sunnudaginn

Við eigum von á stórleik í Íþróttahöllinni á sunnudaginn þegar topplið Akureyrar fær liðið sem er í 2. sæti í heimsókn. Það eru sem sé bláklæddir Framarar sem verða í heimsókn en þeir hafa heldur betur verið á mikilli siglingu upp stigatöfluna upp á síðkastið.

Framarar eru trúlega með einn öflugasta leikmannahóp deildarinnar en hafa verið í basli með meiðsli á lykilmönnum en hafa spilað vel úr sínum málum.

Markhæstu menn Framara í N1 deildinni eru:
Einar Rafn Eiðsson 65 mörk, Jóhann Gunnar Einarsson 50 mörk, Haraldur Þorvarðarson 39 mörk, Róbert Aron Hostert 36 mörk, Halldór Jóhann Sigfússon 29 mörk og Andri Berg Haraldsson 28 mörk

Einar Rafn Eiðsson hefur verið í miklu stuði síðustu leiki og verið skora hátt í 10 mörk í leik. Næstur er skyttan hárprúða Jóhann Gunnar Einarsson sem hefur reyndar misst úr síðustu leiki vegna meiðsla. Í forföllum Jóhanns Gunnars hafa Andri Berg Haraldsson og Arnar Birkir Hálfdánsson komið sterkir inn í skyttustöðuna hægra megin.
Fleiri jaxla er óhætt að telja upp, reynsluboltar eins og Halldór Jóhann Sigfússon og Haraldur Þorvarðarson skila alltaf sínu og skyttan unga Róbert Aron Hostert er funheitur þessa dagana. Okkar gamli félagi Magnús Stefánsson virðist vera að komast í form eftir endurtekin meiðsli undanfarin ár og er farinn að taka virkan þátt í sóknarleik liðsins og munar um minna þegar hann fer á flug.
Einn altraustasti leikmaður Fram er þó ónefndur en það er markvörðurinn Magnús Gunnar Erlendsson.


Róbert Aron Hostert, Einar Rafn Eiðsson og Magnús Gunnar Erlendsson

.


Bræðurnir Magnús og Hákon ásamt Jóhanni Gunnari

Akureyri og Fram hafa mæst einu sinni í vetur, í eftirminnilegum sjónvarpsleik í Safamýrinni þar sem Akureyri fór með eins marks sigur að lokum eftir að Fram hafði haft yfirhöndina lengst af í leiknum. Guðmundur Hólmar Helgason fór hamförum í leiknum og skoraði tólf mörk auk þess sem Stefán Guðnason átti mergjaða innkomu í markinu á lokamínútunum og varði meðal annars tvö vítaköst.

Fram hefur einungis tapað tveim leikjum á tímabilinu, gegn Akureyri og HK en þeir sneru síðan hraustlega á HK nú rétt um daginn og lögðu þá með 10 mörkum. Í síðasta leik sló Fram bikarmeistara Hauka út úr bikarnum býsna sannfærandi þó að í lokin hafi bara munað einu marki.

Það er alveg ljóst að Framliðið undir forystu Reynis Þórs Reynissonar þjálfara er feikiöflugt og þeir munu klárlega ætla sér stóra hluti hér á sunnudaginn. Það er alveg hægt að lofa miklum hasarleik, Akureyrarliðið er ekkert á þeim buxunum að bregða út af vananum með að skemmta stuðningsmönnum sínum með dramatík og háspennu þannig að það verður örugglega þess virði að mæta í Höllina. Þeir sem upplifðu síðasta heimaleik gegn HK geta vitnað um fjörið í troðfullri Höll.





Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson