Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Bjarni var atkvæðamestur heimamanna í dag
12. desember 2010 - Akureyri handboltafélag skrifar
Fram fór með bæði stigin úr Höllinni
Sannkallaður toppslagur var í N1-deild karla í dag þegar toppliðin Akureyri og Fram mættust í Höllinni á Akureyri. Gríðarlega góð stemning var á vellinum en Höllin var orðin smekkfull 10 mínútum fyrir leik. Akureyringar léku ekki sinn besta leik í vetur og nýttu Framarar sér það til fullnustu. Það kom þeim ekki að sök að missa Magnús Gunnar markmann sinn af velli undir lok fyrri hálfleiks með rautt spjald. Róbert Aron og Haraldur Þorvarðar léku mjög vel fyrir Fram í dag og áttu stóran hlut í sigri liðsins á toppliði Akureyrar.
Við birtum hér umfjöllun sport.is um leikinn.
Akureyringar gátu teflt fram sínu sterkasta liði í dag en Guðmundur Hólmar og Hreinn Hauksson komu inn í lið Akureyrar eftir smávægileg meiðsli. Hjá Fram var skyttan Jóhann Gunnar Einarsson kominn aftur á skýrslu en Andri Berg Haraldsson tók út leikbann ásamt því að varamarkvörður Framara, Björn Viðar Björnsson lék ekki í dag.
Ljóst var að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt í þennan leik og skiptust liðin á í markaskorun í upphafi leiks. Heimir Örn Árnason var öflugur hjá Akureyringum og skoraði 3 af fyrstu 4 mörkum þeirra. Liðin fylgdust að þangað til í stöðunni 6-6 en þá náðu Framar fínum leikkafla og skoruðu 3 mörk í röð. Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyringa, tók þá leikhlé til að stöðva slappan kafla sinna manna.
Akureyringar skoruðu næstu 2 mörk leiksins áður en Framarar náðu aftur að auka muninn í 3 mörk, 10-13, þegar 9 mínútur voru eftir að fyrri hálfleik. Akureyringar skiptu Sveinbirni útaf og Stefán Guðnason kom í markið. Næstu mínútur ollu dómarar leiksins leikmönnum og stuðningsmönnum Akureyrar mikilli óánægju með nokkrum vafasömum dómum. Fyrst var dæmt vítakast fyrir litlar sem engar sakir en svo var mark tekið af Geir Guðmundssyni en dómarinn sá ekki að boltinn fór í netið.
Framarar náðu mest að auka muninn í fjögur mörk, 11-15 en á lokamínútu fyrri hálfleiks fékk Magnús Gunnar Erlendsson, markvörður beint rautt spjald fyrir brot á Bjarna Fritzsyni í hraðaupphlaupi. Framarar höfðu misst boltann og Stefán Guðnason átti langa sendingu á Bjarna sem var kominn einn fram en var keyrður í gólfið af Magnúsi, sem fram að þessu hafði verið mjög öflugur í marki gestanna. Oddur Gretarsson skoraði svo úr vítakastinu sem dæmt var á Magnús þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiktíma fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik 13-15 fyrir Framarar sem voru mjög frískir í fyrri hálfleiknum. Róbert Aron Hostert var markahæstur gestanna með 5 mörk en Hörður Fannar Sigþórsson skoraði 3 mörk fyrir heimamenn í fyrri hálfleik.
Varamarkvörður Framara, Björn V. Björnsson, var ekki með í leiknum í dag og því kom Ástgeir Sigmarsson þriðji markmaður Fram í mark þeirra í seinni hálfleik. Seinni hálfleikurinn byrjaði fjörlega eins og sá fyrri, Róbert Aron skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks fyrir gestina og gekk Akureyringum illa að saxa á forskot Framara, staðan eftir 8 mínútur 17-22. Framarar létu kné fylgja kviði og juku forskotið í 7 mörk, 19-26 þegar seinni hálfleikur var u.þ.b hálfnaður, Haraldur Þorvarðarson línumaður fór á kostum og einnig gekk illa að ráða við Róbert Aron í skyttunni.
Akureyringar tóku leikhlé þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum en þá var staðan orðin ansi svört, munurinn 6 mörk, 23-29. Akureyringar reyndu hvað þeir gátu til þess að minnka muninn en þeir náðu að minnka muninn niður í 3 mörk þegar innan við tvær mínútur voru eftir af leiknum en það var einfaldlega of lítið og of seint. Framar skoruðu næstu tvö mörk leiksins og gulltryggðu frábæran leik sinn, lokatölur 30-34 fyrir gestina úr Safamýri.
Þegar á heildina er litið var sigur Frammara mjög sanngjarn. Þeir spiluðu vel á báðum endum vallarins og náðu að halda skyttum Akureyringa algjörlega í skefjum. Allt lið Framara náði sér vel á strik í leiknum og reyndust Róbert Aron og Haraldur Þorvarðar báðir illviðráðanlegir. Eins og fyrr segir náðu ungu skytturnar í liði Akureyringa sér ekki á strik og þurfti liðið því að treysta á hornamennina Bjarna og Odd en gegn jafn sterku liði og Fram dugir það einfaldlega ekki. Framarar eru því fyrsta liðið í vetur sem leggur Akureyri af velli og náðu með þessum mikilvæga sigri að minnka muninn á toppnum niður í 2 stig.
Mörk Akureyrar:
Bjarni Fritzson 8, Oddur Gretarsson 6, Heimir Örn Árnason 5, Guðmundur H. Helgason 4, Hörður Fannar Sigþórsson 3, Geir Guðmundsson 2, Bergvin Þór Gíslason 1, Guðlaugur Arnarsson 1.
Varin skot:
Stefán Guðnason 9 (eitt víti) og Sveinbjörn Pétursson 7.
Mörk Fram:
Róbert Aron Hostert 8, Haraldur Þorvarðarson 6, Einar Rafn Eiðsson 5, Magnús Stefánsson 5, Jóhann Gunnar Einarsson 4, Matthías Daðason 3, Halldór Jóhann Sigfússon 3.
Varin skot:
Magnús Erlendsson 16 (1 víti) og Ástgeir Sigmarsson 8(1 víti).
Staðan í deildarkeppni karla
Nr.
Félag
Leikir
U
J
T
Mörk
Hlutfall
Stig
-
1.
Akureyri
10
9
0
1
303 : 262
41
18
:
2
2.
Fram
10
8
0
2
344 : 289
55
16
:
4
3.
HK
10
6
0
4
321 : 332
-11
12
:
8
4.
FH
10
6
0
4
295 : 277
18
12
:
8
5.
Haukar
10
6
0
4
259 : 255
4
12
:
8
6.
Valur
10
3
0
7
252 : 279
-27
6
:
14
7.
Afturelding
10
1
0
9
246 : 282
-36
2
:
18
8.
Selfoss
10
1
0
9
281 : 325
-44
2
:
18
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson