Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Það er betra að hafa hemil á sér

21. desember 2010 - Akureyri handboltafélag skrifar

Tveir leikmenn verða í banni þegar N1 deildin hefst á ný

Leikur Vals og Fram í síðustu viku hefur heldur betur dregið dilk á eftir sér. Upp úr sauð á lokamínútum leiksins og fékk Valdimar Fannar Þórsson beint rautt spjald fyrir brot en Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram lét óánægju sína með dómgæsluna í ljós eftir leikinn með þeim hætti að hann fékk sömuleiðis rautt spjald.

Mál þeirra voru tekin fyrir á fundi aganefndar HSÍ í dag og hlutu eftirfarandi afgreiðslu:

Fundur Aganefndar HSÍ, 21. des. 2010
Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Rögnvald Erlingsson og Vala Valtýsdóttir. Eftirtalin mál lágu fyrir fundinum og voru afgreidd:
  1. Valdimar Fannar Þórsson leikmaður Vals hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs brots á síðustu mínútu í leik Vals og Fram í M.fl.ka. 16.12.2010. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

  2. Reynir Þór Reynisson starfsmaður Fram hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrar framkomu eftir leik Vals og Fram í M.fl.ka. 16.12.2010. Niðurstaða aganefndar er að starfsmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.
Önnnur mál lágu ekki fyrir
Gunnar K. Gunnarsson formaður.


Þetta þýðir að þeir verða í leikbanni þegar N1 deildin hefst aftur þann 3. febrúar, Valdimar Fannar verður í banni þegar Valur sækir Akureyri heim og Reynir Þór mun ekki stýra sínum mönnum þegar FH mætir Fram í Safamýrinni.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson