Síðastliðinn fimmtudag lauk kosningu leikmanns desembermánaðar og úrslit liggja nú fyrir. Alls bárust 336 atkvæði í kosningunni og fengu allir leikmenn úr leikmannahópi mánaðarins atkvæði. Samkvæmt reglum keppninnar var Heimir Örn Árnason ekki með í kosningunni að þessu sinni þar sem hann var leikmaður nóvembermánaðar.
Að þessu sinni er það markvörðurinn sívinsæli, Stefán Guðnason sem ber sigur úr býtum með 134 atkvæði eða 39,9% greiddra atkvæða. Stefán hafnaði í öðru sæti bæði í nóvember og október þannig að hann nýtur greinlega mikilla vinsælda meðal stuðningsmanna. Í öðru sæti er hornamaðurinn Oddur Gretarsson með 58 atkvæði eða 17,3%. Þriðja sætið hlýtur markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson með 44 atkvæði og í fjórða sæti Geir Guðmundsson með 26 atkvæði. Aðrir fengu minna.
Hér má sjá hvernig atkvæði fjögurra efstu leikmanna dreifðust
Við óskum Stefáni til hamingju með nafnbótina, hann er svo sannarlega einn litríkasti og mikilvægasti leikmaður liðsins.
Við þökkum öllum sem tóku þátt í kjörinu, næsta verkefni verður svo að kjósa leikmann febrúarmánaðar en þar sem enginn opinber leikur var í janúar hlaupum við yfir þann mánuð.
Hér fáum við svo nokkrar svipmyndir af Stefáni Guðnasyni frá tímabilinu.
Stefán spreytir sig á vítakasti gegn Haukum 22. okt 2010
Stefán ver víti með tilþrifum gegn Selfossi 11. nóv. 2010
Stefán brosmildur eftir bikarleikinn gegn Aftureldingu 15. nóv. enda átti hann flotta innkomu
Stefán og Daníel Einarsson við það að fara á límingunum gegn HK 25. nóv 2010.
Hörður Fannar og Stefán stigu stríðsdans í leikslok 25. nóv 2010.
Stefán varði vítakast með tilþrifum gegn Fram 12. desember 2010